verðlöggur-löggur á xbox360.is

Allt utan efnis

Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf Cascade » Sun 27. Sep 2009 22:52

Það var einn að selja xbox elite + 2 leiki á xbox360.is og ég benti á að það væri hægt að fá þetta miklu ódýrara af amazon, svona svo fólk sé ekki að kaupa köttinn í sekknum, en neinei, fer ég ekki bara í 2 daga posting ban þar fyrir það.


Er þá stefnan þar að það sé bannað að gagnrýna of háa verðlagningu og meðlimir xbox360.is borgi of mikið fyrir notað dót?

http://www.xbox360.is/index.php?showtopic=20534

QUOTE (Arnarf @ Sep 27 2009, 20:22:32) *
Var að setja þetta inn á amazon.co.uk


Amazon.co.uk Order Summary
Items: £231.40
Postage & Packing: £6.96

Total before VAT: £238.36
VAT: £0.00
Total: £238.36
Promotion Applied: -£57.50
Order Total: £180.86

Það semsagt fylgja 2 fríir leikir þar með tölvunni

Þetta er semsagt 36k

Og ef þetta flokkast sem tölvuvörur sem ég held að það geri (ekki samt 100%) þá er þetta samtals um 45k nýtt heim komið frá amazon

Er þetta ekki annars rétt hjámér?




vá hvað þú ert mikið nörd hvað kemur þér það við hvað hann ætlar að selja vélina á ég hugsa að þú eigir bara hafa áhyggjur af þínum málum ekki annara og ekki vera eyðileggja sölur fyrir öðrum.

ég þoli ekki svona bull

kv

Nói


Mér finnst alveg fáránlega mikið bull að það megi ekki gagnrýna of háa verðlagningu


fékk pm um að ég hefði brotið skilmála kauphallar þeirra og þetta er eini skilmálinn sem það gæti flokkast undir:

5. Einungis áhugasamir skulu senda inn svar við auglýsingu (sé þess getið í auglýsingu að svör í þræðinum séu leyfð). - Engin óþarfa skítköst eða athugasemdir eru leyfðar. - T.d. að þú vitir um náunga sem er að selja vöruna ódýrar eða að ákveðinn leikur sé ömurlegur.



Er það óþarfa komment að segja að hann sé að selja þetta 20k dýrara en amazon?



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf chaplin » Sun 27. Sep 2009 22:58

Heimskulegt að banna verðlöggur, einmitt það sem passar uppá að það sé ekki verið að svindla á fólki.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf AntiTrust » Sun 27. Sep 2009 23:14

Fáránlegt alveg, verðlöggur ættu að vera fleiri og virkari ef e-ð er, í ljósi þess að flestir sem eru að selja hluti á netinu, alveg frá hörðum diskum uppí bíla eru oft með retarded verðhugmyndir á notuðum hlutum, og allir að reyna að smyrja á hluti sem þeir keypti fyrir kreppu á skít og kanil.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf SolidFeather » Sun 27. Sep 2009 23:18

Nefndi hann eitthvað verð?



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf lukkuláki » Sun 27. Sep 2009 23:21

Ég hugsa að ég myndi samt borga 20.000 krónum meira fyrir þetta heldur en að panta þetta frá Amazon bara til þess að fá ábyrgð í 2 ár.
10.000 kr. á ári og vera safe á því að fá tækið lagað ef það bilar.
En jafnframt finnst mér fáránlegt að þú skulir ekki meiga benda á þetta það er ekkert annað en RITSKOÐUN !


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf urban » Sun 27. Sep 2009 23:31

lukkuláki skrifaði:Ég hugsa að ég myndi samt borga 20.000 krónum meira fyrir þetta heldur en að panta þetta frá Amazon bara til þess að fá ábyrgð í 2 ár.
10.000 kr. á ári og vera safe á því að fá tækið lagað ef það bilar.
En jafnframt finnst mér fáránlegt að þú skulir ekki meiga benda á þetta það er ekkert annað en RITSKOÐUN !


og er eitthvað sem að bannar hana ?
flest öll spjallborð á netinu eru ritskoðuð.

það væri engin tilgangur fyrir mig og aðra modda að vera með þessar stöður ef að það væri eitthvað að ritskoðun.

fólk ætlar rosalega oft að fela sig á bak við það að það sé málfrelsi á íslandi, en áttar sig ekki á því að þetta er vefsíður í einkaeigu og eigendur ráða því fullkomlega hvað fer fram á þeim.

hérna inni er t.d. töluvert mikil ritskoðun, og guði sér lof, þetta spjallborð væri alveg skelfilegt ef að svo væri ekki.
síðan má heldur ekki gleyma því að með reglum, þá er í raun verið að ritskoða, þar sem að jú þér er bannað að setja eitthvað inn sem að er á móti reglum.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf Gúrú » Sun 27. Sep 2009 23:43

urban skrifaði:fólk ætlar rosalega oft að fela sig á bak við það að það sé málfrelsi á íslandi, en áttar sig ekki á því að þetta er vefsíður í einkaeigu og eigendur ráða því fullkomlega hvað fer fram á þeim.


+ Auðvitað T&C:
You agree that “spjall.vaktin.is” have the right to remove, edit, move or close any topic at any time should we see fit.


Modus ponens

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf lukkuláki » Mán 28. Sep 2009 09:47

Ég er sammála því að á svona vefum er ritskoðun nauðsynleg en það eru takmörk fyrir öllu
í þessu tilfelli finnst mér ritskoðun á þessu ákveðna innleggi ekki eiga rétt á sér.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf JReykdal » Mán 28. Sep 2009 11:19

Makkapakkið er líka með svona reglur. Má ekki segja hvað notaðir hlutir fara á og þannig. Gjörsamlega rústar öllu verðskyni.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf CendenZ » Mán 28. Sep 2009 11:54

JReykdal skrifaði:Makkapakkið er líka með svona reglur. Má ekki segja hvað notaðir hlutir fara á og þannig. Gjörsamlega rústar öllu verðskyni.



enda alveg glatað spjallborð, það er ekki skrítið að það sé aldrei neitt að gerast þar.
Ef vaktin vill stækka við sig, gætu þeir tekið upp mac.vaktin.is og rústað maclandinu



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf BjarniTS » Mán 28. Sep 2009 13:24

Afhverju haldi þið að þið sjáið aldrei "við erum mun ódýrari en tölvulistinn og computer.is" auglýsingar ?
segir sig sjálft , menn selja , þeir sem vilja kaupa á uppsettu verði , þeir kaupa.
Verði báðum aðilum að góðu.

Endalaust hægt að grenja "það er hægt að fá þetta ódýrara bla bla bla" , en sumir vilja einfaldlega fá vöruna samdægurs og borga og brosa.


Nörd

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf ManiO » Mán 28. Sep 2009 15:55

BjarniTS skrifaði:Afhverju haldi þið að þið sjáið aldrei "við erum mun ódýrari en tölvulistinn og computer.is" auglýsingar ?
segir sig sjálft , menn selja , þeir sem vilja kaupa á uppsettu verði , þeir kaupa.
Verði báðum aðilum að góðu.

Endalaust hægt að grenja "það er hægt að fá þetta ódýrara bla bla bla" , en sumir vilja einfaldlega fá vöruna samdægurs og borga og brosa.



Já, en hér á vaktinni reynum við að halda uppi rétt kaupandans. Ef menn ætla að selja vöru A sem er 5 ára gömul og rukka svo sama verð og vöru B sem fæst ný út í búð, hvað er að því að menn bendi á að verðlagið á vöru A sé út í hött? Ef þér finnst eitthvað að því þá skil ég ekki hvað þú ert að gera hér á vaktinni.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf BjarniTS » Mán 28. Sep 2009 17:23

ManiO skrifaði:
BjarniTS skrifaði:Afhverju haldi þið að þið sjáið aldrei "við erum mun ódýrari en tölvulistinn og computer.is" auglýsingar ?
segir sig sjálft , menn selja , þeir sem vilja kaupa á uppsettu verði , þeir kaupa.
Verði báðum aðilum að góðu.

Endalaust hægt að grenja "það er hægt að fá þetta ódýrara bla bla bla" , en sumir vilja einfaldlega fá vöruna samdægurs og borga og brosa.



Já, en hér á vaktinni reynum við að halda uppi rétt kaupandans. Ef menn ætla að selja vöru A sem er 5 ára gömul og rukka svo sama verð og vöru B sem fæst ný út í búð, hvað er að því að menn bendi á að verðlagið á vöru A sé út í hött? Ef þér finnst eitthvað að því þá skil ég ekki hvað þú ert að gera hér á vaktinni.


Elsku vinur ,

Að versla á netinu er ekki það sama og að versla út úr búð.
Að halda uppi rétti kaupandans ? , er það það sem þú kallar að selja þig ódýrast ?
Það sem er að því að þú bendir á að verðlagið sé út í hött er það að þér bara kemur ekki salan við :) , búðu bara til nýja auglýsingu og seldu eitthvað , ef þig langar :) , en ekki gera öðrum seljendum og kaupendum erfitt fyrir með leiðindum og óþarfa afvegaleiðingum.
Það vita allir í dag að það er hægt að kaupa hluti ódýrt á netinu , en það vita það allir líka (kannski ekki þú , en lestu nú vel) , að það getur tekið tíma :)
Sem minnir mig á , ég gerði við fyrir eina unga stúlku hér fyrir ekki svo löngu , og hluturinn sem að ég keypti var svo lengi á leiðinni , (eftir að hafa týnst í sendinu) að mínusinn varð á endanum minn.

Stendur þú við kassann í hagkaup og segir kaupendum að "þetta fáist mikið ódýara í Bónus" ?
Nei ég held ekki , enda yrði þér sagt að fara.
Þeir gætu notað svipuð rök og ég nota gegn því sem þú sagðir.

Þú hefur ekkert með það að gera hver er á vaktinni eða ekki.
Josef Fritzl gæti verið á vaktinni eins mikið og hann vildi , það kæmi þér bara ekkert við.


Nörd


DOT COM
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Þri 01. Apr 2008 02:42
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf DOT COM » Mán 28. Sep 2009 17:58

Sæl veri þið.

Þetta stendur skýrt og greinilega í skilmálum xbox360.is þegar þú skráir þig þarna sem notanda:

5. Einungis áhugasamir skulu senda inn svar við auglýsingu (sé þess getið í auglýsingu að svör í þræðinum séu leyfð). - Engin óþarfa skítköst eða athugasemdir eru leyfðar. - T.d. að þú vitir um náunga sem er að selja vöruna ódýrar eða að ákveðinn leikur sé ömurlegur.


Þú hefur engin réttindi þarna á síðunni umfram þessa skilmála.

Samanburður þinn hefur heldur engann grundvöll í raunveruleikanum. Ný Xbox 360 ELITE vél frá birgja kostar hérlendis 79.995 ISK og ber tveggja ára ábyrgð. Pantir þú hins vegar af Amazon.co.uk þá lítur dæmið svona út hingað komið til lands berandi eins árs ábyrgð og mikið vesen við að senda vélina út ef hún bilar: stök ELITE 57.435 ELITE BUNDLE kr. 60.248 kr.

Ef þú ætlar að reikna út eitthvað á annaðborð þá mæli ég með því að þú reiknir dæmið til enda.



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf Gunnar » Mán 28. Sep 2009 18:27

DOT COM skrifaði:Sæl veri þið.

Þetta stendur skýrt og greinilega í skilmálum xbox360.is þegar þú skráir þig þarna sem notanda:

5. Einungis áhugasamir skulu senda inn svar við auglýsingu (sé þess getið í auglýsingu að svör í þræðinum séu leyfð). - Engin óþarfa skítköst eða athugasemdir eru leyfðar. - T.d. að þú vitir um náunga sem er að selja vöruna ódýrar eða að ákveðinn leikur sé ömurlegur.


Þú hefur engin réttindi þarna á síðunni umfram þessa skilmála.

Samanburður þinn hefur heldur engann grundvöll í raunveruleikanum. Ný Xbox 360 ELITE vél frá birgja kostar hérlendis 79.995 ISK og ber tveggja ára ábyrgð. Pantir þú hins vegar af Amazon.co.uk þá lítur dæmið svona út hingað komið til lands berandi eins árs ábyrgð og mikið vesen við að senda vélina út ef hún bilar: stök ELITE 57.435 ELITE BUNDLE kr. 60.248 kr.

Ef þú ætlar að reikna út eitthvað á annaðborð þá mæli ég með því að þú reiknir dæmið til enda.

ef þú myndir ekkert vita um tölvubúnað og einhver myndi auglýsa semígóða tölvu á háuverði og þig akkurat vantar tölvu myndir þú ekki frekar vilja að einhver væri buin að commenta um að þetta verð hjá manneskjunni væri of hátt?



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf beatmaster » Mán 28. Sep 2009 18:34

BjarniTS skrifaði:Þú hefur ekkert með það að gera hver er á vaktinni eða ekki.
Josef Fritzl gæti verið á vaktinni eins mikið og hann vildi , það kæmi þér bara ekkert við.
Þú veist að Vaktin er stytting á Verðvaktin er það ekki? og til hvers þessi síða og spjallborðið í kringum hana var stofnað er það ekki...?


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf Cascade » Mán 28. Sep 2009 18:39

DOT COM skrifaði:Sæl veri þið.

Þetta stendur skýrt og greinilega í skilmálum xbox360.is þegar þú skráir þig þarna sem notanda:

5. Einungis áhugasamir skulu senda inn svar við auglýsingu (sé þess getið í auglýsingu að svör í þræðinum séu leyfð). - Engin óþarfa skítköst eða athugasemdir eru leyfðar. - T.d. að þú vitir um náunga sem er að selja vöruna ódýrar eða að ákveðinn leikur sé ömurlegur.


Þú hefur engin réttindi þarna á síðunni umfram þessa skilmála.

Samanburður þinn hefur heldur engann grundvöll í raunveruleikanum. Ný Xbox 360 ELITE vél frá birgja kostar hérlendis 79.995 ISK og ber tveggja ára ábyrgð. Pantir þú hins vegar af Amazon.co.uk þá lítur dæmið svona út hingað komið til lands berandi eins árs ábyrgð og mikið vesen við að senda vélina út ef hún bilar: stök ELITE 57.435 ELITE BUNDLE kr. 60.248 kr.

Ef þú ætlar að reikna út eitthvað á annaðborð þá mæli ég með því að þú reiknir dæmið til enda.


Ég endaði útreikninginn á:
Er þetta ekki annars rétt hjámér?

Þar sem ég var ekki viss í hvaða tollflokk þetta færi í, ég svosem sló þessu fram sem spurningu,ekki fullyrðingu, sérstaklega þar sem ég hef áhuga á svona vél og er að spá í að panta hana af amazon

Svo benti mér einhver á að það væri 10% tollur í þessu sem myndi setja verðið upp í 50k, með 2 leikjum

Svo ef þú ætlar e-ð að rengja póstinn minn, lestu hann til enda.



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf BjarniTS » Mán 28. Sep 2009 18:45

Cascade skrifaði:
DOT COM skrifaði:Sæl veri þið.

Þetta stendur skýrt og greinilega í skilmálum xbox360.is þegar þú skráir þig þarna sem notanda:

5. Einungis áhugasamir skulu senda inn svar við auglýsingu (sé þess getið í auglýsingu að svör í þræðinum séu leyfð). - Engin óþarfa skítköst eða athugasemdir eru leyfðar. - T.d. að þú vitir um náunga sem er að selja vöruna ódýrar eða að ákveðinn leikur sé ömurlegur.


Þú hefur engin réttindi þarna á síðunni umfram þessa skilmála.

Samanburður þinn hefur heldur engann grundvöll í raunveruleikanum. Ný Xbox 360 ELITE vél frá birgja kostar hérlendis 79.995 ISK og ber tveggja ára ábyrgð. Pantir þú hins vegar af Amazon.co.uk þá lítur dæmið svona út hingað komið til lands berandi eins árs ábyrgð og mikið vesen við að senda vélina út ef hún bilar: stök ELITE 57.435 ELITE BUNDLE kr. 60.248 kr.

Ef þú ætlar að reikna út eitthvað á annaðborð þá mæli ég með því að þú reiknir dæmið til enda.


Ég endaði útreikninginn á:
Er þetta ekki annars rétt hjámér?

Þar sem ég var ekki viss í hvaða tollflokk þetta færi í, ég svosem sló þessu fram sem spurningu,ekki fullyrðingu, sérstaklega þar sem ég hef áhuga á svona vél og er að spá í að panta hana af amazon

Svo benti mér einhver á að það væri 10% tollur í þessu sem myndi setja verðið upp í 50k, með 2 leikjum

Svo ef þú ætlar e-ð að rengja póstinn minn, lestu hann til enda.


24.5 %


Nörd


Höfundur
Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf Cascade » Mán 28. Sep 2009 18:51

BjarniTS 24.5% hvað?


ég veit að það er 24.5% vsk af þessu, en pælingin var hvort þetta sé flokkað sem tölvuvara, sem ber engan toll.

Einn sagði í þræðinum að það væri 10% tollur á þessu, spurning hvort það sé þá ekki 24.5% vsk og 10% sem myndi koma verðinu upp í 50k með 2 leikjum heim komið.



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf BjarniTS » Mán 28. Sep 2009 18:54

beatmaster skrifaði:
BjarniTS skrifaði:Þú hefur ekkert með það að gera hver er á vaktinni eða ekki.
Josef Fritzl gæti verið á vaktinni eins mikið og hann vildi , það kæmi þér bara ekkert við.
Þú veist að Vaktin er stytting á Verðvaktin er það ekki? og til hvers þessi síða og spjallborðið í kringum hana var stofnað er það ekki...?


Hlutir af öllum toga ræddir hérna , óháð því hvað var í huga þegar að hún var stofnuð.
Sé ekki afhverju það ætti að hafa nokkur áhrif.
Finnst ég ekki sjá rauðan þráð í gegn um þetta spjall að allt eigi að vera "ódýrast".
Frábært spjall sem að ég á svo margt að þakka , en fátæklingaþrasspjall er það ekki.


Cascade skrifaði:BjarniTS 24.5% hvað?


ég veit að það er 24.5% vsk af þessu, en pælingin var hvort þetta sé flokkað sem tölvuvara, sem ber engan toll.

Einn sagði í þræðinum að það væri 10% tollur á þessu, spurning hvort það sé þá ekki 24.5% vsk og 10% sem myndi koma verðinu upp í 50k með 2 leikjum heim komið.

Já , æi ég ætla ekki að fullyrða eitthvað út í loftið , svosem sjálfsagt að kynna sér þetta bara með að senda mail upp á toll eða álíka.
Einn notandi gæti sagt hitt , einn sagt annað , en tollararnir ljúga allavega ekki að þér.
Gangi þér vel með þetta.


Nörd

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf Daz » Mán 28. Sep 2009 18:59

(Xbox360 elite 120gb með 2 leikjum)
Heildarverð frá Amazon.co.uk (var að athuga, miðað við mastercard gengið núna (203 kr)) = 36.714,58 kr
Að viðbættum vsk 24,5% og 10% toll = 50.280,61731 kr
+ tollskýrslugjald 1200 kr (minnir mig)
= 51.480,61731 kr
Þetta er s.s. heildarverð sem kaupandi borgar, sent með póstinum heim að dyrum. Þetta er þá skv upplýsingum sem komu hér áður fram 28 þúsund kr ódýrara en hérna heima og með fylgja 2 leikir.

Svo langar mig til að benda á að þessi vél sem var auglýst á xbox360.is (og hérna á vaktinni) er með nákvæmlega sömu leikjum og eru í boði frá Amazon.co.uk... tilviljun?




DOT COM
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Þri 01. Apr 2008 02:42
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf DOT COM » Mán 28. Sep 2009 19:20

Daz skrifaði:(Xbox360 elite 120gb með 2 leikjum)
Svo langar mig til að benda á að þessi vél sem var auglýst á xbox360.is (og hérna á vaktinni) er með nákvæmlega sömu leikjum og eru í boði frá Amazon.co.uk... tilviljun?


Einmitt, ég gerði einmitt athugasemd við það í þræðinum á xbox360.is og spurði hvort vélin hefði verið keypt hérlendis hvað ábyrgðina varðar. Hef ekki fengið svar við því. Það er hægara sagt en gert að senda vél til baka til Amazon.co.uk ef hún fær E-70-79 Error eða RROD almennt. Þess vegna setti ég spurningarmerki á auglýsingu viðkomandi þegar hann segir vélina vera í
fullri ábyrgð
. Það er því miður ekkert hægt að gera við því að fólk sé að flytja inn vélar erlendis frá og skapa sér nokkrar aukakrónur á því. Þú auglýsir vöruna þína á því verði sem þér finnst sanngjarnt. Stendur eða fellur með því. Ég er ekki að skoða smáauglýsingar í dagblöðunum og hringjandi í fólk sem er að auglýsa bílana sína og væla yfir verðinu sem þeir setja á þá.

Ég vil þó ítreka að við hjá xbox360.is eigum það til að setja spurningarmerki við marga þræði í Kauphöllinni okkar sjáum við að það er eitthvað "funny" við þá eins og raun ber vitni í umræddum þræði.

Ég vil einnig benda cascade á að í skilmálum xbox360.is stendur einnig:

14. Stjórnendur taka við kvörtunum hvenær sem er sólarhringsins og skulu þær berast sem PM (private message). Stjórnendur taka einnig við hrósum.


Kær kveðja, Örvar.
Stjórnandi xbox360.is




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf SteiniP » Mán 28. Sep 2009 19:46

DOT COM skrifaði:Það er hægara sagt en gert að senda vél til baka til Amazon.co.uk ef hún fær E-70-79 Error eða RROD almennt

Myndi maður ekki bara senda hana beint til microsoft frekar?
Ég hef staðið í þeirri trú að það sé 3 ára alheimsábyrgð fyrir RROD og 1 ár fyrir aðrar bilanir, þannig maður ætti að geta sent hana til MS í Danmörku þessvegna.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf dadik » Mán 28. Sep 2009 20:07

Það hefur nú verið þrautin þyngri að fá gert við þetta hérna heima.

Það kaupir enginn heilvita maður xbox meðan bilanaðtíðnin er í kringum 50%.

Lesiði bara xbox360.is til að sjá vesenið sem menn hafa þurft að ganga í gegnum til að láta gera við þetta.


ps5 ¦ zephyrus G14


DOT COM
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Þri 01. Apr 2008 02:42
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: verðlöggur-löggur á xbox360.is

Pósturaf DOT COM » Mán 28. Sep 2009 20:17

SteiniP skrifaði:
DOT COM skrifaði:Það er hægara sagt en gert að senda vél til baka til Amazon.co.uk ef hún fær E-70-79 Error eða RROD almennt

Myndi maður ekki bara senda hana beint til microsoft frekar?
Ég hef staðið í þeirri trú að það sé 3 ára alheimsábyrgð fyrir RROD og 1 ár fyrir aðrar bilanir, þannig maður ætti að geta sent hana til MS í Danmörku þessvegna.


Því miður er þetta rangt.