Discovery HD á ljósleiðara Vodafone


Höfundur
codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Discovery HD á ljósleiðara Vodafone

Pósturaf codec » Þri 01. Sep 2009 14:02

Sælir,
Er í smá vandræðum með ljósleiðaran eða öllu heldur Discovery HD. Ég er sem sagt með ljósleiðara frá Vodafone og Tilgin HD afruglara og ég verð bara að segja að Discovery HD hefur verið niðri í nánast allt sumar :x . Þetta var allt í fínu lagi og svínvirkaði hjá mér og gekk vel jafnvel þó ég væri með aukamyndlykil (Amino dót) líka í gangi.

Sá reyndar um helgina að hún var komin inn aftur en það vantar hljóðið og myndin hökktir eftir svona 15-20 sek. Eru fleiri á sama kerfi með þetta vandamál eða er það bara ég?



Skjámynd

Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Discovery HD á ljósleiðara Vodafone

Pósturaf Gothiatek » Fim 03. Sep 2009 16:14

Var að tengja HD myndlykil í gær við ljósleiðara Vodafone...Discovery HD hagar sér eins og þú lýsir, ekkert hljóð og mynd höktir eftir nokkrar sec.


pseudo-user on a pseudo-terminal

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Discovery HD á ljósleiðara Vodafone

Pósturaf hagur » Fim 03. Sep 2009 17:28

Er með þetta yfir Digital Ísland, virkar fínt. Reyndar er hljóðið stundum á eftir myndinni.




Höfundur
codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Discovery HD á ljósleiðara Vodafone

Pósturaf codec » Fös 04. Sep 2009 14:53

Er þetta sem sagt búið að vera í lagi á örbylgjunni allan tíman?

Þetta er alveg hrikalega pirrandi.
Ég hringdi í Vodafone og þeir sögðu rásina hafa verið bilaða í þó nokkurn tíma (áskriftin þeirra við Discovery datt út eða eitthvað svoleiðis) og þeir væru að vinna í þessu, en myndu ekki rukka fyrir þann tíma sem rásin er í bulli. Ég tók því sem svo að sama ætti við öll kerfin.
Það er svo sem allt í lagi, en maður vill auðvitað að þetta sé bara í lagi og helst fá fleiri HD rásir inn. Comon, maður vill auðvitað nota þetta rándýra HD dót fyrst maður var að kaupa það.

Síðan er það annað, í Tilgin boxinu er harður diskur og græjan á að vera með PVR möguleikum en af hverju er það ekki virkt í þessu viðmóti? Djöf** væri ég til í það, HD upptökulykill er algjörlega málið í þessum geira.



Skjámynd

Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Discovery HD á ljósleiðara Vodafone

Pósturaf Gothiatek » Mán 07. Sep 2009 16:33

Það hlýtur að koma síðar.

En fyrst við erum að tala um HD myndlykilinn hjá Vodafone, hafið þið sem eruð með þennan Tilgin lykil prófað leiguna? Prófaði í fyrsta skiptið í gær og varð var við örlitlar hljóðtruflanir nokkrum sinnum - þurfti þá að ýta á pásu og aftur á play til að fá hljóðið að fullu inn aftur.

Eins finnst mér pirrandi hvernig myndlykillinn er að fikta í skjáhlutfalli, er með lykilinn stilltan á 16:9 og að 4:3 efni eigi að fylla út í skjáinn..samt kemur t.d. Discovery með klippta á alla kanta . . . . eins og útsendingin sé í 16:9 en myndlykillinn fyllir ekki út í skjáinn :roll:


pseudo-user on a pseudo-terminal


Höfundur
codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Discovery HD á ljósleiðara Vodafone

Pósturaf codec » Mán 07. Sep 2009 17:33

Gothiatek skrifaði:Það hlýtur að koma síðar.

En fyrst við erum að tala um HD myndlykilinn hjá Vodafone, hafið þið sem eruð með þennan Tilgin lykil prófað leiguna? Prófaði í fyrsta skiptið í gær og varð var við örlitlar hljóðtruflanir nokkrum sinnum - þurfti þá að ýta á pásu og aftur á play til að fá hljóðið að fullu inn aftur.

Eins finnst mér pirrandi hvernig myndlykillinn er að fikta í skjáhlutfalli, er með lykilinn stilltan á 16:9 og að 4:3 efni eigi að fylla út í skjáinn..samt kemur t.d. Discovery með klippta á alla kanta . . . . eins og útsendingin sé í 16:9 en myndlykillinn fyllir ekki út í skjáinn :roll:


Ég kannast við öll þessi atriði, frekar pirrandi maður hefði haldið að þetta virkaði betur en þetta á ljósleiðartenginu. Ég hef hringt í Vodafone útaf hiksti í hljóði á leigunni en þeir sögðu bara að athuga netsnúruna í telsey boxið. Veit ekki hvort það sé málið sérstaklega í ljósi þess að þetta kemur bara í leigunni.

Varðandi það sem þú nefnir með Discovery þá held ég að útsendingin sé í 4:3 en lykillnn er ekki að skala þetta. Þetta kemur reyndar líka á öðrum rásum t.d. stundum með Skjá Einn þegar þeir sýna þætti sem eru í 4:3.

Þetta virðist tengjast HDMI tenginu, ég prófaði að tengja með scart dótinu og þá scalaðist þetta en myndin samt verri fyrir vikið.
Ég held að þetta hljótið að vera bundið við software viðmótinu í lyklinum því hann á skv. specum meira að segja að styðja sd-HD upscaling.
Úr specs PDF skjali:
Scaling
Upscaling of SD content to HD displays
Downscaling of HD content to SD displays

Og hvar er textavarpið :?
Það virðist vera fullt á fídusum í þessu tæki sem eru ekki virkir í þessu viðmóti, t.d. PVR, PIP, textavarp, HD upscaling.
Discovery HD virðist hins vegar vera komin í lag núna sem er vel.



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Discovery HD á ljósleiðara Vodafone

Pósturaf ManiO » Þri 08. Sep 2009 09:50

Fáránlegt að Vodafone bjóði ekki upp á að menn noti sinn eigin myndlykil. Sérstaklega þegar þeir bjóða bara upp á handónýt tæki.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2544
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Discovery HD á ljósleiðara Vodafone

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 16. Sep 2009 11:05

Eða bara fá sér myndlykil frá Símanum og HD rásirnar þar.

hef aldrei lennt í neinu veseni þar nema þegar stöðin sjálf er einfaldlega niðri.



virðist alltaf vera að heyra meira og meira vesen tengt Vodafone og þeirra dreifileiðum. Geta ekki gert þetta almennilega og boðið upp á desent lykla.. jhvað er það eiginlega :S


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s