Hjálp við Uppfærslu

Skjámynd

Höfundur
Mr.Kaspersen
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 22:35
Reputation: 0
Staðsetning: In a galaxy far, far away
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hjálp við Uppfærslu

Pósturaf Mr.Kaspersen » Mán 31. Ágú 2009 21:35

Sælir!

Var að spá í að skella mér á eina uppfærslu , eitthvað sem ég hefði átt að gera fyrir löngu :)

1. Það helsta sem ég væri að leitast í þessari uppfærslu væri að fá smá extra kraft fyrir tölvuleiki, eitthvað sem ætti ekki að vera erfitt þar sem ég á tölvu sem var keypt árið 2004 :oops: Einnig myndi ég nota hana í ýmislegt annað á borð við myndvinnslu, internet, ritvinnsluforrit og eitthvað annað létt.

2. Í þessari uppfærslu hafði ég hugsað mér að kaupa einungis móðurborð, örgjörva og vinnsluminni. Upphæðin sem ég myndi spreða í þetta væri
þá í kringum 40-50þúsund krónur, ekki voða mikið en ætti þó að geta fengið eitthvað fyrir það :þ

3. Hérna er eitthvað sem ég púslaði saman sjálfur en veit ekki hvort þetta sé besti kosturinn, endilega kommentið og segjið ykkar skoðun.
Örri:Intel Core 2 Duo E8400 3.0GHz, 1333FSB
Móðurborð: MSI P31 Neo V2
Vinnsluminni: Corsair XMS2 pöruð 2 stk. 1GB (=2GB) DDR2, 800MHz
Vifta: CoolerMaster Vortex 752

Helst væri ég til í að fagmenn settu saman þetta dótarí þar sem nokkur óhöpp hafa átt sér stað í fortíðinni :oops: en ég er ekki einu sinni viss hvort @tt.is bjóða upp á slíka þjónustu. Eins og ég sagði þá púslaði ég þessu bara eitthvað saman og er alls ekki viss hvort að þetta sé besta búðin til að versla við eða hvort þessir partar vinna vel saman :roll: Endilega komið með ykkar skoðanir einnig sakar ekki ef þið finnið betri díl en ég. En það sem ég er helst að leita af er þessi Intel örgjörvi eða einhver álíka góður.

Kveðja Mr.Kaspersen



Skjámynd

sakaxxx
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 16:22
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Uppfærslu

Pósturaf sakaxxx » Mán 31. Ágú 2009 21:42

þú getur örigglega ekki notað aflgjafan úr gömlu tölvunni 500w væri fínn í þetta
ef þú ert ekki að fara spila neina þunga leiki og nota eithvað gamallt skjákort þá er 8400 örrinn soltið mikið overkill


2600k gtx780 16gb

sjónvarps Intel Core2 Quad q6600 @3.0 Gtx660
  ▲
▲ ▲


JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Uppfærslu

Pósturaf JohnnyX » Mán 31. Ágú 2009 21:50

Ég er að runna mitt setup á 400W PSU. Works fine for me...



Skjámynd

Höfundur
Mr.Kaspersen
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 22:35
Reputation: 0
Staðsetning: In a galaxy far, far away
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Uppfærslu

Pósturaf Mr.Kaspersen » Mán 31. Ágú 2009 21:50

sakaxxx skrifaði:þú getur örigglega ekki notað aflgjafan úr gömlu tölvunni 500w væri fínn í þetta
ef þú ert ekki að fara spila neina þunga leiki og nota eithvað gamallt skjákort þá er 8400 örgjörvinn soltið mikið overkill

Ok, ég er með 350W aflgjafa og er með GeForce 7800GT 256MB 256-bit Sapphire sem ég hafði hugsað mér að nota með þessari nýju uppfærslu, ekkert rosalegt skjákort en þó betra en það sem ég er með núna. Langar soldið að geta spilað leiki á borð við Mass Effect, Bioshock og COD4...soldið gamlir leikir ég veit en hef aldrei getað spilað þá með þessari brauðrist sem ég er með núna :) Er þá einhver annar örgjörvi sem þú mælir með?




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Uppfærslu

Pósturaf SteiniP » Mán 31. Ágú 2009 22:19

Þetta skjákort er stór flöskuháls. Ertu viss um að það sé PCI-e einu sinni?
Þótt að þessi örgjörvi sé alls ekki slæmur þá gerir hann lítið fyrir þig í leikjum með svona lélegt skjákort.
Værir betur settur ef þú fengir þér ódýari örgjörva og betra skjákort, til að gera meira balanced vél. En þú þyrftir þá nýjan aflgjafa í leiðinni.

E5200 - 12900
Gigabyte G31M-ES2L - 11900
HD4850 - 22500
Tacens Radix II 520W - 13500
GeIL 2GB Value PC2-6400 DC - 6500

Samtals 67300

Þetta er bara það sem ég týndi saman í fljótu bragði, þetta er aðeins yfir budgetinu þó.
400w aflgjafi ætti reyndar að duga, og það er aldrei að vita nema þú finnir einhverja parta notaða.
Það er allavega einn að auglýsa þennan örgjörva og ég veit fyrir víst að það er alveg fáránlega létt að yfirklukka þá í 3.5 - 4GHz.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Uppfærslu

Pósturaf AntiTrust » Mán 31. Ágú 2009 22:33

JohnnyX skrifaði:Ég er að runna mitt setup á 400W PSU. Works fine for me...


Þú ert nú samt örugglega á limminu með þennan PSU. Ertu með 26A á 12V+ railinu?



Skjámynd

Höfundur
Mr.Kaspersen
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 22:35
Reputation: 0
Staðsetning: In a galaxy far, far away
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Uppfærslu

Pósturaf Mr.Kaspersen » Mán 31. Ágú 2009 22:38

SteiniP skrifaði:Þetta skjákort er stór flöskuháls. Ertu viss um að það sé PCI-e einu sinni?
Þótt að þessi örgjörvi sé alls ekki slæmur þá gerir hann lítið fyrir þig í leikjum með svona lélegt skjákort.
Værir betur settur ef þú fengir þér ódýari örgjörva og betra skjákort, til að gera meira balanced vél. En þú þyrftir þá nýjan aflgjafa í leiðinni.

Hehe, grunaði líka að þetta kort væri ekki uppá marga fiskana, en það er PCI-E :P
Hugmyndin þín er mjög góð, fæ eflaust meira fyrir peningin ef ég kaupi í staðinn betra skjákort í stað þess að fá mér þennan örgjörva.
En spurning hvort ég mun finna mikinn mun :?: :)
Þetta eru brauðristaspekkin mín sem ég er með núna:

AMD Athlon 64-bit 3200 @ 2.21GHz
ATI Radeon 9800SE 128mb 256-bit AGP 8x
Shuttle AN51R móðurborð nVidia chipset
PC3200 400Mhz DDR 1,5Gb




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Uppfærslu

Pósturaf SteiniP » Mán 31. Ágú 2009 23:09

Mr.Kaspersen skrifaði:
SteiniP skrifaði:Þetta skjákort er stór flöskuháls. Ertu viss um að það sé PCI-e einu sinni?
Þótt að þessi örgjörvi sé alls ekki slæmur þá gerir hann lítið fyrir þig í leikjum með svona lélegt skjákort.
Værir betur settur ef þú fengir þér ódýari örgjörva og betra skjákort, til að gera meira balanced vél. En þú þyrftir þá nýjan aflgjafa í leiðinni.

Hehe, grunaði líka að þetta kort væri ekki uppá marga fiskana, en það er PCI-E :P
Hugmyndin þín er mjög góð, fæ eflaust meira fyrir peningin ef ég kaupi í staðinn betra skjákort í stað þess að fá mér þennan örgjörva.
En spurning hvort ég mun finna mikinn mun :?: :)
Þetta eru brauðristaspekkin mín sem ég er með núna:

AMD Athlon 64-bit 3200 @ 2.21GHz
ATI Radeon 9800SE 128mb 256-bit AGP 8x
Shuttle AN51R móðurborð nVidia chipset
PC3200 400Mhz DDR 1,5Gb

Hehe... þú munt finna þónokkuð mikinn mun.

En þessi brauðrist þín er ekki alveg verðlaus, gætir alveg fengið 1-3 bláa fyrir hana.
Myndi samt ekki auglýsa hana sem brauðrist, hún er ekki upp á marga fiska sem slík.



Skjámynd

Höfundur
Mr.Kaspersen
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 22:35
Reputation: 0
Staðsetning: In a galaxy far, far away
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp við Uppfærslu

Pósturaf Mr.Kaspersen » Lau 26. Des 2009 03:07

Jálló!

Svolítið síðan ég lagði fram þennan póst og sé smá eftir því að hafa skilið hann eftir í svona lausu lofti :roll:
Þakka kærlega SteinaP og sakaxxx fyrir að svara og koma með góð svör =D>
En það kom svo til að uppfærslan varð að bíða betri tíma því ég keypti mér eitt stykki BenQ G2220HD 22" skjá í staðinn
og ætla að leggja út fyrir einu stykki PS3 í byrjun janúar.
Þakka enn og aftur góðar tillögur og óska öllum gleðilegra jóla :D

Kveðja Mr.Kaspersen