Battery líftími Toshiba Satellite P100-208

Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Battery líftími Toshiba Satellite P100-208

Pósturaf Hargo » Þri 28. Júl 2009 10:02

Nú fer að styttast í að skólarnir byrji aftur og ég þarf án efa að fjárfesta í nýju battery fyrir fartölvuhlunkinn minn. Það verður þá þriðja batteryið fyrir þessa tölvu... 8-[

Þetta er Toshiba Satellite P100-208 17" fartölva. Skiljanlega hefur battery líftíminn aldrei verið góður (enda stór fartölva) en ég var kannski að ná svona um einum og hálfum tíma á fullri hleðslu til að byrja með. Þá var ég með brightnessið á skjánum í lágmarki. Svo get ég stillt í bios hvort viftan eigi að hámarka performance eða vera eins silent og hægt er.

Ég er ávallt með tölvuna í hleðslu og tek þá batteryið alltaf úr ef það er fullhlaðið. Það er cirka ár síðan ég keypti mér nýtt battery síðast og ég var mjög samviskusamur að passa upp á það. Hinsvegar liðu oft langir tímar á milli þess sem ég setti batteryið aftur í tölvuna, oft 2 vikur eða meira. Þá var það bara fullhlaðið ofan í skúffu. Ég hafði ekki notað það neitt í sumar og ákvað að setja það í um daginn, þá kláraðist það bara á 10 mín. Ég fullhlóð það aftur og það var sama sagan, klárast alltaf bara strax. Þetta er battery sem ég pantaði af eBay.

Batteryið sem fylgdi upprunalega með tölvunni er 4000mAh. Batteryið sem ég keypti sem replacement var 4400mAh sem þýðir þá væntanlega bara að það getur geymt aðeins meiri hleðslu, eða hvað? Núna er ég að skoða battery replacement sem er 6600mAh 9 cells.

Núna langar mig að fá einhver góð ráð hvernig ég eigi að láta þetta battery endast sem lengst. Ég nota fartölvuna mjög mikið enda er ég ekki með borðtölvu. En eins og ég sagði þá læt ég batteryið aldrei hanga í tölvunni þegar það er fullhlaðið, tek það alltaf úr og geymi það þannig. Er vitleysa að vera að kaupa svona battery replacements af eBay? Á maður frekar að reyna að kaupa þetta beint af Toshiba? Ég geri mér alveg grein fyrir að ég mun aldrei ná meira en einum og hálfum tíma í líftíma á fullri hleðslu...en ég vil fá meiri líftíma en nokkra mánuði úr batteryinu sjálfu.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Battery líftími Toshiba Satellite P100-208

Pósturaf dori » Fös 07. Ágú 2009 00:54

Lithium Ion batterí (eins og eru notuð í öllum fartölvum í dag) eyðast sama hvað, þó svo þau séu ofan í skúffu. Þau hafa heldur ekki minni svo að það skiptir ekki máli hvort þú leyfir batteríinu að klárast eða byrjar strax að hlaða.
Helsta svona "tips" til að halda batteríinu góðu er að hafa það ekki í miklum hita. Þannig eyðist það nefnilega hraðar.

Btw. ekki kaupa þér batterí á ebay nema þú treystir söluaðilanum mjög vel. Því að eins og ég sagði þá eyðast þau hægt og rólega sama hvað svo það skiptir máli að þau séu ný. Það sem þú færð á ebay gæti verið þess vegna eldra en batteríið sem þú varst með fyrir (ólíklegt, en samt gæti það gerst).



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Battery líftími Toshiba Satellite P100-208

Pósturaf Pandemic » Fös 07. Ágú 2009 01:36

Líftíminn á báðum Dell rafhlöðunum mínum var um 2-3 ár og ég hef gefið fólki góð ráð í sambandi við þetta með góðum árangri.
Það er númer 1,2 og 3 að NOTA rafhlöðuna, ekki geyma hana í hleðslu og ekki geyma hana ofan í skúffu.


:arrow: Ekki láta hana vera tóma lengi, ef þú getur hlaðið hana smá þá er það betra en að halda henni tómri.
:arrow: Geymdu rafhlöðuna með 40%-60% hleðslu ef þú nauðsynlega þarft að geyma hana í lengri tíma.
:arrow: Ekki hafa hana lengi í 100% hleðslu
:arrow: Geymdu hana á köldum stað
:arrow: Passaðu þig á að halda henni í hleðslu í smá tíma, ekki vera alltaf að taka hana úr hleðslu og setja í.

Annað sem mikill misskilningur er um hér á landi er að það þurfi að hlaða hana í 16-24 tíma áður en hún er tekin í notkun fyrst, þetta er tóm þvæla. Rafhlöðurnar eru hlaðnar uppí 40-60% í verksmiðjunum og síðan eyðist af þeim hægt og bítandi yfir tíma í geymslu og það er nóg að byrja bara að hlaða hana uppí 100% við fyrstu notkun.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Battery líftími Toshiba Satellite P100-208

Pósturaf Hargo » Fös 07. Ágú 2009 02:03

Takk fyrir þessar ábendingar drengir.

En munurinn á 4000mAh battery og 6600mAh battery felst í hleðslunni sem batteryið getur geymt, ekki satt?

Væri sniðugt að geyma battery sem maður ætlar ekki að nota í einhvern tíma í kæliskáp? Er það of kalt?