Er talsvert búinn að vera að dunda mér með hina og þessa servera (http, ftp, einn og einn leikjaserver) og þarafleiðandi mikið þurft að vera að port forwarda, ekkert mál, hringi í Tal og bið þá um hitt og þetta port og svo framvegis. Eftir að hafa hlustað á biðtónana þeirra í eitthvert hundraðasta skiptið hugsa ég "nei, screw it, ég redda eigin router" og fæ ágætis D-Link sett (router, switch, WLAN access point).
Tengi kvikindið, opna config síðuna og hringi (vonandi í síðasta skiptið) í Tal. Eftir að hafa heyrt það sem hlýtur að vera meirihlutann af biðlögunum þeirra fæ ég það svar að það sé ekki hægt að bæta inn router á netið þeirra, það séu ekki til lausir user og passar ( ). Með það í huga að ég hafði hringt og spurt hvort að þetta væri nú ekki örugglega hægt (og fengið svar í ætt við "Njaeee, kannski...") reyni ég að fá eitthvað meira upp úr mann greyinu. Hann segist í mesta lagi geta boðið mér að setja upp DMZ á annan router fyrir innan þann sem ég borga þeim fyrir (gengur ekki, það sem ég er með er adsl router) en að það gangi enganveginn að hafa aðra routera en þeirra eigin þrællæstu kvikindi.
Svo, hvað er til ráða? Er einhver hér sem hefur fengið þá til þess að gefa upplýsingarnar sem þarf til þess að tengjast netinu? Ef svo, hvert á að snúa sér?
Eigin router á Tal neti
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 89
- Skráði sig: Þri 19. Sep 2006 12:48
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Eigin router á Tal neti
"But a pig is smarter than twenty cats stapled to a three-legged horse" - OverCompensating.com
E8400 - 9600GT - 3GB RAM
E8400 - 9600GT - 3GB RAM
-
- /dev/null
- Póstar: 1339
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 100
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eigin router á Tal neti
ég myndi líka vilja hafa minn eigin router, en það er ekki hægt og ef þeir segja ekki afhverju þá er það augljóslega vegna þess að þeir mega ekki segja það.
en þú getur verið viss um að það er óskaplega þægilegt að hafa alla með sama búnaðinn fyrir þá.. já og suma aðra.
en þú getur verið viss um að það er óskaplega þægilegt að hafa alla með sama búnaðinn fyrir þá.. já og suma aðra.
Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eigin router á Tal neti
Ég myndi biðja um að fá að tala við yfirmann eða einhvern með viti þegar þú hringir.
Þeir eru sumir alveg úti á þekju þarna í þjónustuverinu.
Ég hef verið að pæla í þessu sjálfur eftir að hafa eitt fleiri klukkutímum í að hlusta á þessi 3 biðlög sem þeir eru með.
Hef einmitt fengið svipuð svör þegar ég hef spurt hvort ég gæti fengið aðgang að routernum. "Jaaneeiii... ég get sent inn beiðni..."
Þeir eru sumir alveg úti á þekju þarna í þjónustuverinu.
Ég hef verið að pæla í þessu sjálfur eftir að hafa eitt fleiri klukkutímum í að hlusta á þessi 3 biðlög sem þeir eru með.
Hef einmitt fengið svipuð svör þegar ég hef spurt hvort ég gæti fengið aðgang að routernum. "Jaaneeiii... ég get sent inn beiðni..."
Re: Eigin router á Tal neti
Ég veit ekki betur en að þú sért að kaupa internettenginu.
Þá er þjónustuaðilanum ekki heimilt að neita þér um notendanafnið og lykilorðið að þinni eigin tengingu.
Restin af upplýsingunum er nú frekar auðvelt að redda sér eða prufa.
U: Uppgefið hjá tal
P: Uppgefið hjá tal
VPI: 0
VCI: 33(held 35 sé ekki notað)
Nota PPPoA eða PPPoE
Þá er þjónustuaðilanum ekki heimilt að neita þér um notendanafnið og lykilorðið að þinni eigin tengingu.
Restin af upplýsingunum er nú frekar auðvelt að redda sér eða prufa.
U: Uppgefið hjá tal
P: Uppgefið hjá tal
VPI: 0
VCI: 33(held 35 sé ekki notað)
Nota PPPoA eða PPPoE
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1270
- Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
- Reputation: 13
- Staðsetning: Router(config)#
- Staða: Ótengdur
Re: Eigin router á Tal neti
Auðvita mjög kjánalegt af þeim þar sem þeir auglýsa á Tal.is að þeir selji þér tengingu og svo geturu leigt af þeim router fyrir 390kr á mánuði, hvað ef maður leigir ekki af þeim router og maður vinn nota sinn eigin router þá verða þeir að geta þér notanda og lykilboð, fáðu að tala við einnhvern sem er þarna yfir eða bara fara niðureftir.
reyndar fékk ég þá til að opna fyrir mig routerinn svo ég gæti opnað port og configað routerinn sjálfur
reyndar fékk ég þá til að opna fyrir mig routerinn svo ég gæti opnað port og configað routerinn sjálfur
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
-
- Geek
- Póstar: 802
- Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
- Reputation: 65
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eigin router á Tal neti
Þegar ég var með ADSL hjá þeim þá lét ég þá opna fyrir öll portin og slökkva á wifi og hafði svo minn eigin router á bakvið þeirra. Það er auðvitað ekki fullkomið en þú hefur þá amk einhverja stjórn.
Ég skipti svo yfir í ljósleiðara en þá þurfti ég ekki að nota þeirra router.
Ég skipti svo yfir í ljósleiðara en þá þurfti ég ekki að nota þeirra router.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3111
- Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
- Reputation: 12
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Eigin router á Tal neti
Ef þú ert ekki með síma frá tal þá geta þeir opnað routerinn fyrir þig.
Minn er allavega galopinn og ég stjórna honum alfarið sjálfur.
Minn er allavega galopinn og ég stjórna honum alfarið sjálfur.
Re: Eigin router á Tal neti
Ég er með minn eiginn router. Það var ekkert vandamál þegar ég spurði fyrir 6mán. eitt símtal og fékk allar upplýsingar sem mig vantaði. Skilaði svo hinum og spara 390.kr á mán
Giddiabb
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Eigin router á Tal neti
Ég er akkúrat í sama veseni. Ég er reyndar með aðgang að routernum en það dugar mér bara ekki. Ég er að fara að Draft-N væða allar tölvurnar heima, og hringdi akkúrat sp. hvort það væri nú ekki minnsta mál að fá þessar uppl. sem ég þarf en svo virtist ekki vera.
Eins ánægður og ég er með Tal sem ISP, þá eru allar þessar restrictions farnar að minnka álitið mitt og löngun til þess að vera áfram hjá þeim með þjónustu.
Eins ánægður og ég er með Tal sem ISP, þá eru allar þessar restrictions farnar að minnka álitið mitt og löngun til þess að vera áfram hjá þeim með þjónustu.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Eigin router á Tal neti
Ekki það að þú þurfir endilega að setja Draft-N á miðju-routerinn. Ég er með 2x Draft-N routera ( sem ég nota sem accesspunkta og litla út-svissa ) og búinn að vera með í ja yfir ár man ekki akkurat hvenær ég smellti mér á þá. Routerinn í miðjunni er svo bara með slökkt wifi og hefur þess vegna minna að gera, bara rúta á fullu.
Hins vegar ertu líklegast með ZyXEL router og vilt sem sagt komast að username og password inná TALnetið, ef þú ert með aðgang inná sjálfan routerinn er þetta ekkert mál. Ferð bara WANið ( Network -> WAN á D1, advanced -> WAN minnir mig á 61 ), hægri smellir skoðar grunnkóðan af síðunni. Tvær línur sem er með input field sem heitir username í value er usernameið þitt, hinn heiti password og í value er passwordið þitt.
Þetta virkar auðvita bara fyrir þá sem eru þegar maður aðgang að routerinum sínum og er 100% unsupported by TAL að mér skillst
Hins vegar ertu líklegast með ZyXEL router og vilt sem sagt komast að username og password inná TALnetið, ef þú ert með aðgang inná sjálfan routerinn er þetta ekkert mál. Ferð bara WANið ( Network -> WAN á D1, advanced -> WAN minnir mig á 61 ), hægri smellir skoðar grunnkóðan af síðunni. Tvær línur sem er með input field sem heitir username í value er usernameið þitt, hinn heiti password og í value er passwordið þitt.
Þetta virkar auðvita bara fyrir þá sem eru þegar maður aðgang að routerinum sínum og er 100% unsupported by TAL að mér skillst
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Eigin router á Tal neti
depill skrifaði:Ekki það að þú þurfir endilega að setja Draft-N á miðju-routerinn. Ég er með 2x Draft-N routera ( sem ég nota sem accesspunkta og litla út-svissa ) og búinn að vera með í ja yfir ár man ekki akkurat hvenær ég smellti mér á þá. Routerinn í miðjunni er svo bara með slökkt wifi og hefur þess vegna minna að gera, bara rúta á fullu.
Hins vegar ertu líklegast með ZyXEL router og vilt sem sagt komast að username og password inná TALnetið, ef þú ert með aðgang inná sjálfan routerinn er þetta ekkert mál. Ferð bara WANið ( Network -> WAN á D1, advanced -> WAN minnir mig á 61 ), hægri smellir skoðar grunnkóðan af síðunni. Tvær línur sem er með input field sem heitir username í value er usernameið þitt, hinn heiti password og í value er passwordið þitt.
Þetta virkar auðvita bara fyrir þá sem eru þegar maður aðgang að routerinum sínum og er 100% unsupported by TAL að mér skillst
Takk fyrir tipsið, vissi ekki af þessu.
En já ég er með Zyxelinn frá Tal, ætla bara að brúa yfir í Draft-N routerinn, hann kemur til með að þjóna báðum Media Center-enum, restin af vélunum verður bara á Zyxelnum.