Headphones. Lokuð vs. Opin

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4330
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Headphones. Lokuð vs. Opin

Pósturaf chaplin » Mið 24. Jún 2009 07:51

Er að íhuga að fá mér ný headphones, uppfæra úr Sennheiser HD515.

Það sem ég hef verið að skoða er Sennheiser HD595 og Bose.

Sennheiser headphonein eru opin en Bose eru lokuð. http://www.bose.com/controller?url=/sho ... /index.jsp

Hvoru mæliði með? Hversvegna kýs fólk lokuð yfir opin og öfugt?..


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Headphones. Lokuð vs. Opin

Pósturaf Cascade » Mið 24. Jún 2009 08:42

http://headphones.com.au/blog/open-vs-closed-headphones

Simply put; open headphones sound better, but closed headphones offer isolation.



Með því að klikka á linkinn sérðu allt svarið



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Headphones. Lokuð vs. Opin

Pósturaf mind » Mið 24. Jún 2009 10:58

Ég á reyndar ekki Bose heyrnatól en ég á 595 og Pro 280.

Ég tek alltaf 595 heyrnatólin framyfir nema þegar ég þarf einangrun.

Opnu heyrnatólin virðast t.d. þreyta eyrun mín minna og vera töluvert þægilegri í notkun til lengri tíma, ég myndi fallast á að hljómgæðin séu örlítið betri á 595 en fá tilvik þar sem ég heyri það.




Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Headphones. Lokuð vs. Opin

Pósturaf Matti21 » Mið 24. Jún 2009 17:06

Með lokuðum heyrnatólum færðu augljóslega einangrun frá hljóðum í kringum þig sem er frábært ef þú ert í hávaðasömu umhverfi en getur verið slæmt ef að einhver er að reyna að ná sambandi við þig. Opin heyrnatól skila "in theory" tærari og betri hljóm þar sem að það er mjög erfitt að fá góðan og nákvæman bassa úr lokuðum heyrnatólum en umhverfishljóð geta truflað og einnig heyra allir í kringum þig nákvæmlega hvað þú ert að hlusta á.

Getur gleymt þessum Bose heyrnatólum. Svo sem allt í lagi hljómur úr þessu en enganvegin góður fyrir þetta verð. Ennig eru umgjarðirnar úr þessu úr plasti og ég held að ég hafi kanski einu sinni séð einhvern með svona heyrnatól sem voru ekki brotin og öll teipuð saman.
Sennheiser HD595 eru flott. Mjög góður og tær hljómur. Þægileg líka. Eina sem að mér finnst að þeim er að það vanntar rosalega upp á bassann í þeim.
Sjálfur á ég Sennheiser HD25 sem ég gjörsamlega elska. Rugl góð einangrun en samt góður bassi og yfir heildina mjög eðlilegur hljómur. Nota þau bæði heima bara til þess að hlusta á tónlist og í hljóðblöndun á tónleikum og upptökum. Mjög solid líka þannig að maður getur kastað þeim frá sér og þarf ekkert að hafa áhyggjur af því að þau brotni.
Ef þú hafðir hugsað þér að kaupa þau erlendis þá ættirðu að geta fundið HD25 á góðu verði en hérna heima er verðið á þeim komið upp úr öllu valdi. Fannst þau dýr þegar ég keypti mín á rúman 20.þús kall, held þau séu núna komin í tæpan 50. þús kallinn :S
Getur líka skoðað td. HD280 Pro þau eru á tilboði hjá Pfaff núna. Síðan er (þótt ótrúlegt sé) til fleiri heyrnatól en Sennheiser og það má líka skoða td. Grado hjá hljómsýn. Flott hljómgæði en kanski ekki jafn sterk byggð og sennheiser tólin....


-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010


Einarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 13. Feb 2009 17:23
Reputation: 0
Staðsetning: hérna
Staða: Ótengdur

Re: Headphones. Lokuð vs. Opin

Pósturaf Einarr » Mið 24. Jún 2009 17:22

ertu að fara nota þau í leiki eða tónlist?




albertgu
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Sun 30. Sep 2007 21:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Headphones. Lokuð vs. Opin

Pósturaf albertgu » Mið 24. Jún 2009 17:54

Var aðeins að pæla hvort þið vissuð hvort væri betra fyrir leiki, opin eða lokuð.

Opin =

Lokuð = Augljóslega betri á t.d. LANi þar sem kallar eins og seven eru öskrandi bakvið þig.

Getiði komið með rök fyrir hvor er betra?


Intel Q6600 @ 2.40 ~ MSI P6N Nforce 680i ~ 2x 150 GB Raptor + 500GB ~ 2x 1GB Corsair XMS Dominator 1066MHz ~ 8800GTS 512MB ~ SB XFI Xtreme ~ 700W Fotron

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Headphones. Lokuð vs. Opin

Pósturaf Gúrú » Mið 24. Jún 2009 19:34

albertgu skrifaði:Var aðeins að pæla hvort þið vissuð hvort væri betra fyrir leiki, opin eða lokuð.
Opin =
Lokuð = Augljóslega betri á t.d. LANi þar sem kallar eins og seven eru öskrandi bakvið þig.
Getiði komið með rök fyrir hvor er betra?


Það var mjög erfitt að velja hvort maður tæki með sér á þetta lan vegna þess að:
Opin = Eiga auðveldara með að framkvæma bassa og þarafleiðandi er auðveldara að soundspotta án þess að þurfa að vera með volume stillt á 10.
Lokuð = Heyrist minna í seven og DethKeik.

En já eins og einhver benti á er langoftast þægilegra til lengri tíma að hafa opin heyrnartól á sér en lokuð.


Modus ponens

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4330
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Headphones. Lokuð vs. Opin

Pósturaf chaplin » Mið 24. Jún 2009 20:31

Takk allir fyrir svörin!

Einarr skrifaði:ertu að fara nota þau í leiki eða tónlist?


Mjög svo bæði, samt örugglega meira tónlist.

Bara finnst það svo nett að heyra 0 í kringum mig en svo segir fólk að opin gefi betri hljóm.. :cry:


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


Andriante
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Lau 04. Jún 2005 22:39
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Headphones. Lokuð vs. Opin

Pósturaf Andriante » Mið 24. Jún 2009 22:03

Finnst opin miklu miklu betri.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Headphones. Lokuð vs. Opin

Pósturaf dori » Mið 24. Jún 2009 22:44

Ég nota alltaf HD-25(-I) heyrnartólin mín (er búinn að skipta út plastpúðunum fyrir flauel) og get ekki sagt að það þreyti mig mikið. Stundum stend ég sjálfan mig m.a.s. að því að hafa verið að hlusta á eitthvað og gleymi svo að taka þau af mér í lengri tíma. Bróðir minn
á svo HD-465 sem eru opin heyrnartól og hljóma mjög vel en mér finnst bara miklu verra að vera með þau á mér. Það er eins með flest þau opnu heyrnartól sem ég hef prufað, eftir að hafa vanist þessari einangrun sem HD-25 bjóða upp á og hvernig þau falla alveg að mér finnst mér alltaf eins og önnur heyrnartól tolli engan vegin og séu í þann vegin að detta :P
Ég get auðvitað ekkert sagt fyrir víst hvernig þetta er með öll heyrnartól (enda ætla ég ekkert að skipta mínum út) en hafðu það bara í huga að velja einhver sem eru semi þæginleg.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Headphones. Lokuð vs. Opin

Pósturaf Danni V8 » Fim 25. Jún 2009 03:05

Ég er með opin heyrnatól og er búin að eiga þú í kringum 2 eða 3 ár, er ekki viss. En þau eru Sennheiser HD555. Mér finnst þau alveg æðisleg, þvílíkt þæginleg og fyrstu heyrnatólin sem ég hef getað notað í marga klukkutíma án þess að verða illt í eyrunum.

Síðan notaði ég um daginn lokuð heyrantól og ég tók eftir hljóðgæðamuninum en reyndar annað sem að ég tók eftir sem mér fannst þæginlegt, ég heyrði ekkert í viftunum í tölvunni, sama hvort að þær voru að snúast til að kæla skjákortið eða ekki. Ég heyrði líka mjög lítið í kringum mig. Tók vel eftir þessu í leiknum Left 4 Dead en þar kemur reglulega dauður kafli þar sem lítil sem engin hljóð heyrast og þá var ég vanur að hlusta á viftuna mína snúast hraðar en trukkur í útslætti, heyrði ekkert með lokuðu heyrnatólunum. Hinsvegar var ekki séns að ná sambandi við mig nema pikka í mig sem er ókostur fyrir mig en kannski ekki aðra.

Ég held að ég vilji frekar hafa opin heyrnatól á lani vegna þess að þá er hægt að ná sambandi við mann án þess að vera með einhver læti, ég myndi giska að þegar einhverjir aðrir eru að öskra bakvið mann eða í kringum mann þá er nóg að gerast í leiknum að það dugar að hækka smá í volume til þess að taka lítið sem ekkert eftir því.

Fyrir þann sem vil eingangrun eru lokuð heyrnatól svarið, fyrir þann sem vil ekki einangrun eru opin svarið.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


heiðar
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Lau 01. Ágú 2009 16:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Headphones. Lokuð vs. Opin

Pósturaf heiðar » Lau 01. Ágú 2009 16:23

ég hlusta mikið á tónlist, mest techno en líka rokk og annað... éger að leita mér að góðum sennheiser heyrnatólum sem kosta u.þ.b. 20.000 kr. hafið þið tillögur???
Hvar get ég fundið hd 380 pro?