Tolla- og sendingagjöld

Allt utan efnis

Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Tolla- og sendingagjöld

Pósturaf coldcut » Þri 28. Júl 2009 17:08

Daginn kollegar

Nú ætla ég að fara að kaupa mer fartölvu fyrir háskólann í haust og er að spá í að kaupa mér hana af Amazon. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort þið vitið nokkuð hvort reiknirinn á http://www.shopusa.is taki vsk inn í heildarverðið hjá sér.
Og enn betra væri ef að einhver veit hver öll þessi gjöld eru sem eru lögð ofan á tölvubúnaðinn.
Ég setti í reiknirinn vöru sem kostar 579,99$ og þá kemur Samtals gjöld kr: 43.082 og heildarverðið er þá kr: 118.237.

Vona að einhver geti svarað þessu fyrir mig ;)



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tolla- og sendingagjöld

Pósturaf hagur » Þri 28. Júl 2009 18:03

Já, reiknivélin hjá Shopusa.is sýnir ÖLL gjöld. Þessi gjöld eru væntanlega 24,5% vaskur og svo tollmeðferðargjöld. Einverstaðar heyrði ég að tölvubúnaður væri tollfrjáls. Svo eru inní þessu vörugjöld hugsa ég, nema tölvubúnaður beri þau ekki ..... er ekki viss.

En þú getur samt verið nokkuð viss um að það mun ekki bætast neinn kostnaður ofan á það sem þú sérð í reiknivélinni þeirra.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Tolla- og sendingagjöld

Pósturaf depill » Þri 28. Júl 2009 18:54

hagur skrifaði:Já, reiknivélin hjá Shopusa.is sýnir ÖLL gjöld. Þessi gjöld eru væntanlega 24,5% vaskur og svo tollmeðferðargjöld. Einverstaðar heyrði ég að tölvubúnaður væri tollfrjáls. Svo eru inní þessu vörugjöld hugsa ég, nema tölvubúnaður beri þau ekki ..... er ekki viss.

En þú getur samt verið nokkuð viss um að það mun ekki bætast neinn kostnaður ofan á það sem þú sérð í reiknivélinni þeirra.


Tölvur og tölvubúnaður inniheldur engin vörugjöld né tolla. Þannig að það leggst bara á þetta vsk ( sem leggst á eftir að flutningur+þóknun ShopUSA hefur verið bætt við verðið ). Ef þú ert að spá í að jafnvel splæsa þér til U.S.A og kaupa vél þá geturðu bætt bara við VSKi það er það eina sem þú munt þurfa að greiða þegar þú kemur til Íslands ( ef þú vilt gera þetta algjörlega löglega )




omare90
Nörd
Póstar: 104
Skráði sig: Lau 03. Maí 2008 20:02
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tolla- og sendingagjöld

Pósturaf omare90 » Þri 28. Júl 2009 19:14

http://www.tollur.is/upload/files/calc_netverslun(20).htm


Fínt að nota þessa reiknivél ef þú hefur sendingarkostnaðinn :D


Gigabyte GA-P35-DS3L - E2180 @ 2.00 GHz - 2x 1GB GeIL DDR2-800MHz - ATI Radeon R4650 - Samsung Syncmaster 203b - WD 640GB-sata - 2x200gb-ide - Samsung Superwrite Master - Logitech Elite - Logitech G500 mús - Logitech Rumblepad 2

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7597
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Tolla- og sendingagjöld

Pósturaf rapport » Þri 28. Júl 2009 19:19

VSK reiknast af verði + flutningskostnaði...




Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Tolla- og sendingagjöld

Pósturaf coldcut » Mið 29. Júl 2009 00:09

En nú er málið það að familían á fyrirtæki, þarf ég þá nokkuð að greiða vaskinn?




Vectro
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 20:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tolla- og sendingagjöld

Pósturaf Vectro » Mið 29. Júl 2009 00:15

coldcut skrifaði:En nú er málið það að familían á fyrirtæki, þarf ég þá nokkuð að greiða vaskinn?


Þarft að borga vsk já.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Tolla- og sendingagjöld

Pósturaf Gúrú » Mið 29. Júl 2009 00:20

coldcut skrifaði:En nú er málið það að familían á fyrirtæki, þarf ég þá nokkuð að greiða vaskinn?


Ef að familíufyrirtækið getur pantað tölvuna á sína kennitölu þá borgar familíufyrirtækið það sama og fyrirtæki í vsk :)


Modus ponens

Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1570
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 44
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tolla- og sendingagjöld

Pósturaf Benzmann » Fim 06. Ágú 2009 08:46

hagur skrifaði:Já, reiknivélin hjá Shopusa.is sýnir ÖLL gjöld. Þessi gjöld eru væntanlega 24,5% vaskur og svo tollmeðferðargjöld. Einverstaðar heyrði ég að tölvubúnaður væri tollfrjáls. Svo eru inní þessu vörugjöld hugsa ég, nema tölvubúnaður beri þau ekki ..... er ekki viss.

En þú getur samt verið nokkuð viss um að það mun ekki bætast neinn kostnaður ofan á það sem þú sérð í reiknivélinni þeirra.



tölvubúnaður er ekki tollfrjáls


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tolla- og sendingagjöld

Pósturaf MezzUp » Fim 06. Ágú 2009 09:33

Gúrú skrifaði:
coldcut skrifaði:En nú er málið það að familían á fyrirtæki, þarf ég þá nokkuð að greiða vaskinn?

Ef að familíufyrirtækið getur pantað tölvuna á sína kennitölu þá borgar familíufyrirtækið það sama og fyrirtæki í vsk :)

Fyrirtæki greiða sama virðisauka og allir aðrir, ég hef allavega ekki heyrt um nein sér vsk. þrep fyrir fyrirtæki. Á móti kemur að fyrirtæki fá endurgreiddan vsk. af vörum sem keyptar eru og notaðar til reksturs. Coldcut gæti hugsanlega skráð tölvuna á fyrirtækið, en þá held ég að hann væri í raun að fremja skattsvik.

benzmann skrifaði:tölvubúnaður er ekki tollfrjáls
uuuu, víst?

Maður borgar allavega hvorki tollgjöld né vörugjöld af tölvubúnaði, heldur bara vsk. Endilega komdu með tengil á aðrar upplýsingar ef að þú ætlar áfram að halda þessu fram.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Tolla- og sendingagjöld

Pósturaf depill » Fim 06. Ágú 2009 09:47

MezzUp skrifaði:Fyrirtæki greiða sama virðisauka og allir aðrir, ég hef allavega ekki heyrt um nein sér vsk. þrep fyrir fyrirtæki. Á móti kemur að fyrirtæki fá endurgreiddan vsk. af vörum sem keyptar eru og notaðar til reksturs. Coldcut gæti hugsanlega skráð tölvuna á fyrirtækið, en þá held ég að hann væri í raun að fremja skattsvik.

Fyrirtækið þarf að kaupa tölvuna ( og greiða hana ) og hlutirnn ( í þessu tilviki tölvan ) á að vera notuð í reksturinn. Og fyrirtækið þarf jafnframt að vera í virðisaukaskyldum rekstri ( og þar með VSK númer ) og þá getur fyrirtækið talið VSKinn fram sem Innskatt og fengið VSKinn endurgreiddan í næsta uppgjöri ( þarf samt að leggja út fyrir honum í byrjun ).

Vona að þetta skýri þetta út aðeins fyrir þér, þetta er ekki ætlað til þess að fyrirtæki geti verið VSK frjáls :P Heldur að þau séu eingöngu að greiða virðisaukann á vörunum/þjónustunni sem þau selja og eins og MezzUp segir að þá yrði það skattsvik ef það sé ekki notað í reksturinn ( sem gæti orðið erfitt að sanna að sé ekki samt )

MezzUp skrifaði:
benzmann skrifaði:tölvubúnaður er ekki tollfrjáls
uuuu, víst?

Maður borgar allavega hvorki tollgjöld né vörugjöld af tölvubúnaði, heldur bara vsk. Endilega komdu með tengil á aðrar upplýsingar ef að þú ætlar áfram að halda þessu fram.

Bara taka undir með MezzUp. Tölvubúnaður er með 0% tolli og 0% vörugjöldum eingöngu VSKi :) ( Það eru samt alveg undantekningar, og það fer eftir skilgreingu þinni á tölvubúnaði hvort að "allur2 tölvubúnaður sé tollfrjáls. En hins vegar tölvur o.s.frv eru tollfrjálsar.