Ég var að fá gefins 20gb, harðan disk, Western Digital. Þegar að ég tengdi hann við tölvuna mína og ræsti upp, þá fæ ég vélina ekki til þess að lesa hann í réttri stærð. Tölvan les hann ekki nema eitthvað 3 gb. Ég keyri vélina á windows 2000 professional. Er einhver sem að getur leiðbeint mér í þessu máli?
Kveðja Plex
Harðdiskastillingar
-
- spjallið.is
- Póstar: 419
- Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Stillingar og Nýr Bios????
Sælir og takk fyrir aðstoðina.
Biosinn minn er eldgamall, það er víst á hreinu. Móðurborðið sem að ég nota er af gerðinni Epox, og á víst að vera afskaplega stabílt og ágætt, en er að verða barn síns tíma. Málið hjá mér er bara það að ég veit ekki hvernig ég fer að því að setja upp nýjan Bios. Hinn diskurinn minn í vélinni er 20Gb Ibm diskur. Stillingarnar á honum í Biosnum eru á þá leið, að Biosinn getur sjálfur fundið og valið bestu stillingar, og eru heldur engin vandamál með þennan Ibm, primary master. Vandræðin hjá mér felast í því að láta þennan nýja western disk virka í réttri stærð.
Biosinn minn er eldgamall, það er víst á hreinu. Móðurborðið sem að ég nota er af gerðinni Epox, og á víst að vera afskaplega stabílt og ágætt, en er að verða barn síns tíma. Málið hjá mér er bara það að ég veit ekki hvernig ég fer að því að setja upp nýjan Bios. Hinn diskurinn minn í vélinni er 20Gb Ibm diskur. Stillingarnar á honum í Biosnum eru á þá leið, að Biosinn getur sjálfur fundið og valið bestu stillingar, og eru heldur engin vandamál með þennan Ibm, primary master. Vandræðin hjá mér felast í því að láta þennan nýja western disk virka í réttri stærð.
Plex skrifaði:Já það er séns að jömperinn sé vitlaus stilltur. Ef að ég vill að diskurinn sé secondary master, hvaða djömperstillingu á ég þá að nota?
Þetta er venjulega svona límmiði á disknum sem er þessar stillingar...ef ekki þá bara prufa það geðri ég alveg...tókst í 1. tilraun! Held að það sé bara allt í lagi að gera það...
Voffinn has left the building..
WD Caviar er ekki hægt að jumpera til þess að breyta um stærð en ef að diskurinn á að vera secondary master þá eiga jumperarnir að vera svona:
[::::::::::IDE::::::::::::::::][:|:][●●●●]
(flott teikning ha....)
WD Jumper Setting Information
Ég leitaði í soldinn tíma á netinu en fann ekkert BIOS update fyrir móðurborðið þitt. Ég lenti í sama vandamáli með eldgamalt Acorp móðurborð, fann bara engann BIOS
[::::::::::IDE::::::::::::::::][:|:][●●●●]
(flott teikning ha....)
WD Jumper Setting Information
Ég leitaði í soldinn tíma á netinu en fann ekkert BIOS update fyrir móðurborðið þitt. Ég lenti í sama vandamáli með eldgamalt Acorp móðurborð, fann bara engann BIOS
Ég fann núna áðan einhvern Bios á heimasíðu Epox, og svo lét ég bara vaða í fyrsta skipti. Ég flassaði Biosinn í Dos mode af floppy disk, og restartaði svo vélinni og gerði einhverjar save kúnstir í Biosnum. Allavega virðist allt virka fínt með Biosinn, en ég ætla að halda áfram að þreifa mig áfram með Harða diskinn. Ég gefst nefnilega aldrei upp fyrir svona smá tækjadrasli