Eitthvað varið í EVE Online?
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 339
- Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 15:02
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Eitthvað varið í EVE Online?
Postaði þessu fyrst í vitlausan flokk*
Hefur einhver einhverja reynslu af honum?
Get ég spilað hann? *kíkið á signature'ið mitt fyrir specin af fartölvuni minni*
Hefur einhver einhverja reynslu af honum?
Get ég spilað hann? *kíkið á signature'ið mitt fyrir specin af fartölvuni minni*
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
Ég hef spilað hann svoldið og þetta er solid leikur, en hann er mjög tímafrekur. Ættir að geta fengið 2-3 vikna trial til að prófa hann bara það kostar ekkert.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 339
- Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 15:02
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
andydoh skrifaði:Ég hef spilað hann svoldið og þetta er solid leikur, en hann er mjög tímafrekur. Ættir að geta fengið 2-3 vikna trial til að prófa hann bara það kostar ekkert.
Jebb, ég er að installa honum 83% done
jamm þú færð 2 vikur trial hjá þeim
Ef þið viljið, þá er linkurinn hérna
https://secure.eve-online.com/ft/FreeTr ... p.aspx?aid
-
- spjallið.is
- Póstar: 401
- Skráði sig: Mið 15. Apr 2009 14:44
- Reputation: 0
- Staðsetning: fyrir framan skjáinn.
- Staða: Ótengdur
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
Ég persónulega þori ekki að byrja að spila , er svo hræddur um að ég verði algjörlega addicted
nVidia 9600GT - 600GB HD- ASRockP43DE - Intel E6600 2.4 GHz - GeIL Ultra 4GB 1066 MHz
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 339
- Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 15:02
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
binnip skrifaði:Ég persónulega þori ekki að byrja að spila , er svo hræddur um að ég verði algjörlega addicted
hvað á maður að gera í honum
-
- spjallið.is
- Póstar: 401
- Skráði sig: Mið 15. Apr 2009 14:44
- Reputation: 0
- Staðsetning: fyrir framan skjáinn.
- Staða: Ótengdur
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
TwiiztedAcer skrifaði:binnip skrifaði:Ég persónulega þori ekki að byrja að spila , er svo hræddur um að ég verði algjörlega addicted
hvað á maður að gera í honum
Andriante skrifaði:Hann er hrikalega flókinn..
haha
nVidia 9600GT - 600GB HD- ASRockP43DE - Intel E6600 2.4 GHz - GeIL Ultra 4GB 1066 MHz
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
Ég persónulega mæli ekki með trail. Það er mjög takmarkað og þú hefur enga ánægju á því að spila í 14 daga og geta ekki komist í Corp og enginn vill halda í hendina á þér fyrstu vikurnar.
Fyrstu vikurnar jafnvel mánuðirnir fara í að traina þessa grunn hæfileika fyrir karakterinn og EVE er þannig að skills kerfið er byggt á tíma og ekki hversu mörg "Xp" þú færð á að drepa hina og þessa óvini. Þetta kerfi pirrar marga sem hafa spilað wow, everquest, COH... En aftur á móti gerir þetta það að verkum að leikurinn er með fólk á öllum stigum spilamennsku og það er í raun ekkert markmið að vera með sem flestu hæfileikana(skills) þó það auðvitað auðveldi allt val á vopnum etc.
Byrjendur sem og lengra komnir geta allir tekið þátt í flota bardögum og nýlegir spilarar spila stóra rullu í supporti við þá sem lengra eru komnir. Mörg fyrirtæki í leiknum eru með "frigate comp" þar sem allir berjast er á byrjendaskipum og úrslitin ráðast á því hversu góðir leikmenn eru í að reikna út óvininn og vopnbúa skipin sín. Þetta er gott dæmi um hversu gaman það getur verið að vera byrjandi.
Eve spilarar eru flestir mjög næs, mörg fyrirtæki hjálpa byrjendum við kaup á skipum og búnaði. Einnig eru margir sem halda í hendurnar á nýjum spilurum og sýna þeim hvernig hlutirnir virka og geta ráðlagt.
Ég man t.d. eftir því í gamla fyrirtækinu mínu að við tókum byrjendur með okkur á NPC veiðar og leyfðum þeim að spreyta sig á minni ógnunum og hjálpa okkur við support á þeim stærri, þetta er mjög gaman fyrir fólk sem er að byrja og gefur sig mun betur en að safna minerals allan daginn.
Þessi leikur er alveg æðislega tímafrekur eins og allir MMO's en hann er svo miklu meira gefandi að mínu mati heldur en Wow og sambærilegir leikir.
Fyrstu vikurnar jafnvel mánuðirnir fara í að traina þessa grunn hæfileika fyrir karakterinn og EVE er þannig að skills kerfið er byggt á tíma og ekki hversu mörg "Xp" þú færð á að drepa hina og þessa óvini. Þetta kerfi pirrar marga sem hafa spilað wow, everquest, COH... En aftur á móti gerir þetta það að verkum að leikurinn er með fólk á öllum stigum spilamennsku og það er í raun ekkert markmið að vera með sem flestu hæfileikana(skills) þó það auðvitað auðveldi allt val á vopnum etc.
Byrjendur sem og lengra komnir geta allir tekið þátt í flota bardögum og nýlegir spilarar spila stóra rullu í supporti við þá sem lengra eru komnir. Mörg fyrirtæki í leiknum eru með "frigate comp" þar sem allir berjast er á byrjendaskipum og úrslitin ráðast á því hversu góðir leikmenn eru í að reikna út óvininn og vopnbúa skipin sín. Þetta er gott dæmi um hversu gaman það getur verið að vera byrjandi.
Eve spilarar eru flestir mjög næs, mörg fyrirtæki hjálpa byrjendum við kaup á skipum og búnaði. Einnig eru margir sem halda í hendurnar á nýjum spilurum og sýna þeim hvernig hlutirnir virka og geta ráðlagt.
Ég man t.d. eftir því í gamla fyrirtækinu mínu að við tókum byrjendur með okkur á NPC veiðar og leyfðum þeim að spreyta sig á minni ógnunum og hjálpa okkur við support á þeim stærri, þetta er mjög gaman fyrir fólk sem er að byrja og gefur sig mun betur en að safna minerals allan daginn.
Þessi leikur er alveg æðislega tímafrekur eins og allir MMO's en hann er svo miklu meira gefandi að mínu mati heldur en Wow og sambærilegir leikir.
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
Að sögn margra er þetta alveg stórkostlegur leikur og nær víst ansi sterkum tökum á manni enda tímafrekur eins og áður hefur verið nefnt hér, ég hef hins vegar ekki prófað hann og ætla ekki að gera það, ég þekki nokkra sem eru hættir að vinna út af þessum leik þeir eru bara heima og spila og spila.
Eins hef ég heyrt dæmi þess að upplausn hafi orðið í fjölskyldu þar sem ekkert annað komst að hjá heimilisföðurnum en leikurinn.
Gallinn við þennan leik að mínu mati er því að hann tekur aldrei enda, þannig að ef þér finnst hann hrein snilld þá ertu ekkert að fara hætta að spila hann
Eins hef ég heyrt dæmi þess að upplausn hafi orðið í fjölskyldu þar sem ekkert annað komst að hjá heimilisföðurnum en leikurinn.
Gallinn við þennan leik að mínu mati er því að hann tekur aldrei enda, þannig að ef þér finnst hann hrein snilld þá ertu ekkert að fara hætta að spila hann
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
Man að ég tók trialið hjá þeim einhverntíman, fékk boðsmiða í pósti(ekki tölvupósti, pósti). Ég byrjaði á því að setja leikinn upp... svo átti ég að búa til minn character og ég gafst upp þar.
Hef ekki snert þennan leik síðan.
Hef ekki snert þennan leik síðan.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Besserwisser
- Póstar: 3963
- Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
- Reputation: 0
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
Það flottasta við þennan leik er hagkerfið. Væri til í að prófa hann ef ég væri ekki svona mikill fíkill í mér.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
Ég spilaði Trialið on/off í tvær vikur...
Að segja að leikurinn sé flókinn er smá understatement þar sem leikurinn er ekki bara flókinn, það er einfaldlega allt hægt...
Þegar allt er hægt þá verður þetta eitthvað svo real life -legt = það er ekki hægt að fatta strax hvernig best er að gera hlutina, þetta fer að snúast um reynslu og ekkert annað.
Að verða fær í EVE grunar mig að sé einfaldlega eins og fara í ræktina fyrir reykingamann, hann þarf að byggja upp þolið og ganga í gegnum smá hell áður en hann fer að vilja og hlakka til að mæta í ræktina.
Ég allavega var farinn að fá EVE í blóðið og bailaði.... var í skóla þá o.þ.h. og reynslan af Fallout 2 kenndi manni að skólinn gengur ekki fyrir fíkninni.
Hef ekki snert hann síðan, hef samt heyrt að viðbæturnar og uppfærslurnar síðan þá hafi gert helling fyrir leikinn...
Að segja að leikurinn sé flókinn er smá understatement þar sem leikurinn er ekki bara flókinn, það er einfaldlega allt hægt...
Þegar allt er hægt þá verður þetta eitthvað svo real life -legt = það er ekki hægt að fatta strax hvernig best er að gera hlutina, þetta fer að snúast um reynslu og ekkert annað.
Að verða fær í EVE grunar mig að sé einfaldlega eins og fara í ræktina fyrir reykingamann, hann þarf að byggja upp þolið og ganga í gegnum smá hell áður en hann fer að vilja og hlakka til að mæta í ræktina.
Ég allavega var farinn að fá EVE í blóðið og bailaði.... var í skóla þá o.þ.h. og reynslan af Fallout 2 kenndi manni að skólinn gengur ekki fyrir fíkninni.
Hef ekki snert hann síðan, hef samt heyrt að viðbæturnar og uppfærslurnar síðan þá hafi gert helling fyrir leikinn...
-
- /dev/null
- Póstar: 1404
- Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
- Reputation: 42
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Tengdur
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
Ég byrjaði í Phase 4 í Betunni nóvember 2002.
Ekki byrja krakkar
Ekki byrja krakkar
13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Reputation: 67
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
ég spilaði í 2 ár... komst að því að þetta var að verða eins og vinna svo ég hreinlega droppaði út honum og eignaðist fyrir viku kærustu og þar frameftir... TÍMAÞJÓFUR dauðans... var fjör en of bindandi mun meira en wow t.d.
Starfsmaður @ IOD
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 339
- Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 15:02
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
ég er strax buinn að fá leið af honum
Síðast breytt af TwiiztedAcer á Fös 24. Júl 2009 17:59, breytt samtals 1 sinni.
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
ég spilaðið þennan leik frá því hann var til í upphafi og stöðugt í 3.5 ár eftir það... en þá kom hingað og ekki lengra.. ég verð að hætta. Þessi leikur er á allan hátt æðislegur ef maður leggur sig í hann allan. Maður er stöðugt að spá og spekulegar og viðskiptavitið þarf að vera gott.
hvað er skemmtilegt við hann....
fer alveg eftir því hvað manni langar að gera. maður getur verið allt. maður getur gert allt. En maður þarf bara að vera þolimóður og gefa sér tíma.
að læra hitt og þetta og velja hvað maður ætlar að vera gerist ekki strax. það tók mig um ár að fatta hvað ég vildi vera og var ég þá búinn að byrja 3 frá grunni.
á endanum var ég komin með 4 kalla(og konur) og spilaði stundum alla í einu og hver og einn hafði sitt hlutverk.
ég hef ekki þorað að fara einu sinni inná síðuna til að skoða og eyði póstinum strax sem ég fæ frá EVE án þess að lesa
þessi leikur getur verið hitt versta dóp þannig að ef maður er leikjafíkill.... og með fjölskyldu... þá er þessi leikur algert neinei
Annars mæli ég hiklaust með honum og þá bara reina að koma sér strax í gott corp og þeir (flestir) eru mjög hjálpsamir og leiðbeina mjög vel
hvað er skemmtilegt við hann....
fer alveg eftir því hvað manni langar að gera. maður getur verið allt. maður getur gert allt. En maður þarf bara að vera þolimóður og gefa sér tíma.
að læra hitt og þetta og velja hvað maður ætlar að vera gerist ekki strax. það tók mig um ár að fatta hvað ég vildi vera og var ég þá búinn að byrja 3 frá grunni.
á endanum var ég komin með 4 kalla(og konur) og spilaði stundum alla í einu og hver og einn hafði sitt hlutverk.
ég hef ekki þorað að fara einu sinni inná síðuna til að skoða og eyði póstinum strax sem ég fæ frá EVE án þess að lesa
þessi leikur getur verið hitt versta dóp þannig að ef maður er leikjafíkill.... og með fjölskyldu... þá er þessi leikur algert neinei
Annars mæli ég hiklaust með honum og þá bara reina að koma sér strax í gott corp og þeir (flestir) eru mjög hjálpsamir og leiðbeina mjög vel
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16519
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2117
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
faraldur skrifaði:...og eignaðist fyrir viku kærustu og þar frameftir...
Og settir mynd af henni í avatar hjá þér...
Flottur!
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Reputation: 67
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
GuðjónR skrifaði:faraldur skrifaði:...og eignaðist fyrir viku kærustu og þar frameftir...
Og settir mynd af henni í avatar hjá þér...
Flottur!
Hehe amms .. google Faraldur og þessi mynd kom upp
Starfsmaður @ IOD
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1694
- Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
Besti mmo-inn klárlega, ég er að spila núna og þetta er í þriðja skipti sem ég byrja aftur, alltaf hef ég ætlað að "quit for good" en hann togar mann alltaf aftur
Og þeir sem segja að hann sé tímafrekur þá er hann bara jafn tímafrekur og þú vilt hafa hann þar sem skillpoints fara eftir tíma en ekki xp-grinding. Ég er í trade buisness núna svo ég þarf bara að logga 3-4 á dag inn til að manage-a orders
Og þeir sem segja að hann sé tímafrekur þá er hann bara jafn tímafrekur og þú vilt hafa hann þar sem skillpoints fara eftir tíma en ekki xp-grinding. Ég er í trade buisness núna svo ég þarf bara að logga 3-4 á dag inn til að manage-a orders
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
Þetta er bara eins og hver annar leikur, maður getur eytt miklum tíma í hann eða verið casual player. Ég t.d spila hann svona on-off
Re: Eitthvað varið í EVE Online?
its all about money and sp.
I7-950 4.2Ghz1.4VStable! Rampage III Extream Corsair H70 Corsair Dominator 8-8-8-24 3x2Gb DDR3 1600 Asus R9 280x Samsung 470 series 64Gb SSD WD Green 2 TB Raven II Turn Beng Q V2420 Corsair AX850