Ég var að setja upp þráðlaust hérna hjá mér, ég er með 128bita wep kóðun á merkinu, og ég er að pinga gatewayið svona 5-6 ms, meðan víranetið er svona 0.x ms
Það er í raun engin ástæða fyrir að vera með 128bita wep kóðun, 64bita er meira en nóg.
Eini munurinn er í raun sá, að 128bita hægir meira á netinu.
Ef að einhver ætlar að reyna að brjóta upp wep kóðann þinn, þá skiptir engu máli hvort þú ert með 64 bita eða 128bita encryption, því að fyrir þann sem er að brjóta wep kóðann upp tekur bara aðeins lengri tíma að brjóta upp 128 bita kóðann.
(Þegar ég meina aðeins lengri tíma, þá erum við að tala um ca. 40-60mín til eða frá).
Það er til nóg af forritum sem brjóta upp wep fyrir mann, svo að nóg er að koma með lappann, kveikja á forritinu, og láta tölvuna keyra í ca 1-2 klst og voila.
Þannig að ástæðan fyrir að nota bæði 64bit web+MAC addressu filtering er bara að filtera út "stupidity" level. S.s. að einhver detti ekki inn á netið hjá þér. En þeir sem hafa eitthvað smá vit á því sem þeir eru að gera og langar inn geta það auðveldlega.