Eins og ég hef áður sagt og kannski CendeZ er að vissuleyti að koma inná, þá á hýsingaraðilinn bókað mál að taka síðuna niður ef svona viðbjóðslega efni er þarna inni. Lögreglan á að geta gert þetta, við erum með Sendiráð í Bandaríkjunum sem ætti að geta tilkynnt yfirvöldum um að það sé barnaklám á vefsíðunni ringulreid.org ( ef það var þarna )
Heimilisfang fyrirtækisins er
1740 East Garry Ave. Suite 234
Santa Ana, CA 92705.
Kanninn hefur verið mjög aktívur í því að rífa þessar síður niður og láta fyrirtækin finna fyrir því að brjóta lög.
arro skrifaði:Hér tala margir um að þá verði næst lokað á torrent síður osfrv, en þið verðið að horfa á þetta þannig að þarna var beinlínis verið að vinna ungum krökkum mein, sem höfðu ekki til annars unnið en að setja af sér mynd á myspace eða facebook !!! Það er erfitt að setja torrent síður í þann flokk.
Hvað með einkamal.is og MSN ? Kompás sýndi fram á það að á þessum vefsíðum væru ógeðslegir kynferðisafbrotamenn að reyna lokka krakka til sín í viðbjóðslegum tilgangi. Afhverju lokum við ekki fyrir alla IM protocola og alla stefnumótavefi til þess að "verja" krakkana okkar.
Svona aðgerðir eru hættulegar og fordæmisgefandi.
Spurningin sem ég hef ennfremur sett fram til þeirra sem eru með þessu, er ekki allir saklausir þangað til að sekt er sönnuð. Það verður að taka svona mál innan dómsstóla og dæma í málinu, sem ætti að vera auðunnið þar sem það er enginn að verja síðuna. Það gengur ekki að stjórnendur fjarskiptafyrirtækja geta lokað parta af netinu eins og þeim sýnist.
Andriante skrifaði:Þótt að það sé voða gaman að rífast útaf einhverju ISP routing væli og að það sé ólöglegt (Yeah stick it to the man... ) þá eruði samt að ganga í veg fyrir það að síðan haldist lokuð. Ég verð of pirraður að lesa þessa vitleysu..
Þetta er ekki spurning um að "stick it to the man" heldur er þetta spurning um að halda Internetinu opnu og óritskoðuð. Ástæðan fyrir að við tökum torrent málið er vegna þess að þarer búið að dæma í fordæmisgefandi máli. Þar með gætu þrýstihópar svo sem STEF og SMÁIS farið að þrýsta á að loka þetta. Gætu jafnvel boðið fjarskiptafyrirtækjunum parta af tekjum af tonlist.is og Stöð 2 fyrir að loka á síðunum. Rökin væru að það væri verið að brjóta lögin ?
Eða þá að 365 setur af svipaða minnsirkus.com síðu í gang ( bara meira líkari facebook í þetta skipti ) þar sem er skylda að nota rafræn skiríki og fjarskiptafyrirtækin loka fyrir facebook.com vegna þess að allir skuli koma undir réttu nafni.
Það er ekki sjálfgefið að við fáum að ræða þessi mál hérna, og við þurfum að verja allan ágang í þann rétt okkar, og þetta er ágangur í þann rétt að netið sé opið og frjálst.