Logic3 PS stýripinnar sem virka ekki með PS2...

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Logic3 PS stýripinnar sem virka ekki með PS2...

Pósturaf DoofuZ » Fös 05. Jún 2009 21:29

Var að versla mér 2 stykki af Logic3 stýripinnum sem eiga að virka fyrir bæði PS og PS2 en ég er með gamla PS2 tölvu, s.s. hún er ekki þunn, og hvorugur þeirra virkar með tölvunni :| Hvað er málið? Það kemur sko alveg svona rautt ljós þegar ég ýti á analog takkann en að öðru leyti virka stýripinnarnir bara engan veginn með tölvunni. Ég er svo líka með einn svona Sony stýripinna eins og fylgir tölvunni og hann virkar bæði í tengi 1 og tengi 2 á tölvunni. Virka kannski ekki aðrir stýripinnar en frá Sony með tölvunni eða? Þarf ég kannski bara að skipta yfir í nýrri týpuna af tölvunni?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Logic3 PS stýripinnar sem virka ekki með PS2...

Pósturaf SteiniP » Fös 05. Jún 2009 21:36

Ég er með einhvern speedlink stýripinna sem kostaði 1000 kall, hann virkar fínt með gömlu feitu PS2 og PS1.
Ef þér var sagt að þeir ættu að virka fyrir PS2 þá myndi ég bara fara og skila þeim og fá endurgreitt.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Logic3 PS stýripinnar sem virka ekki með PS2...

Pósturaf DoofuZ » Fös 05. Jún 2009 23:15

Mér var nú ekki sagt eitt né neitt um það, sá og sé það bara vel á pakkningunni að þessi stýripinni er gerður fyrir PS1 og PS2 :o En já, það er spurning um að fara bara með þá og skipta, bara verst að það er bara til ein önnur tegund (í ELKO) og það er frá Sony en ég keypti þessa frekar þar sem Sony pinnarnir voru mun dýrari :? Það var bara annað hvort þessir, 2 þúsund hvor, eða þessir frá Sony á 5 þúsund :shock: Auðvitað tekur maður þá ódýrari, svo lengi sem þeir virka... :|


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]