Python + ???


Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Python + ???

Pósturaf coldcut » Lau 09. Maí 2009 15:45

Sælir forritarar

Svo er mál með vexti að ég ætla að fara að demba mér útí forritun í sumar og var að spá í að nota Python málið. Er búinn að vera að lesa mikið um það og sé að margir eru að mæla með að nota Gtk+ toolkit með því. Er Gtk+ það besta til þess að nota með Python eða lumiði á einhverju öðru sniðugu.
Ég fíla mjög hvernig VisualStudios dæmið virkar með C# og er að leita að einhverju svipuðu.

með fyrirfram þökk ;)

EDIT: er líka búinn að fá ábendingu um að nota wxPython og líst helvíti vel á það.




Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Python + ???

Pósturaf coldcut » Þri 12. Maí 2009 18:09

þegar stórt er spurt er oft fátt um svör :?:

engin með reynslu af python forritun?



Skjámynd

djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Reputation: 0
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Re: Python + ???

Pósturaf djjason » Þri 12. Maí 2009 18:28

coldcut skrifaði:Sælir forritarar

Svo er mál með vexti að ég ætla að fara að demba mér útí forritun í sumar og var að spá í að nota Python málið. Er búinn að vera að lesa mikið um það og sé að margir eru að mæla með að nota Gtk+ toolkit með því. Er Gtk+ það besta til þess að nota með Python eða lumiði á einhverju öðru sniðugu.
Ég fíla mjög hvernig VisualStudios dæmið virkar með C# og er að leita að einhverju svipuðu.

með fyrirfram þökk ;)

EDIT: er líka búinn að fá ábendingu um að nota wxPython og líst helvíti vel á það.


Ég myndi segja að ég forrita svona 80% af öllu sem ég geri í Python. Python er mjög kröftugt forritunarmál og ég er mjög feginn að hafa valið/þurft að skoða það á sínum tíma. Ég nota það mikið í stærri verkefni og í svona minni one-time scripts sem ég þarf á hverjum tíma.

Ég hef reyndar ekki gert mikið af gluggaforritun í Python (eiginlega mjög litla). Í þau skipti þá notaði ég wxPython og bara líkaði mjög vel. Ég reyndar "skrifaði upp" kóðann sjálfur (notaði ekkert WYSIWYG eins og í Visual Studio).

Ég hinsvegar nota Komodo Edit til að forrita í Python. Hefur suma fítusa sem ég vil (code completion), get keyrt terminal skipanir inn í Komodo, osfrv. en ekkert GUI build mode ef það er úrslitakostur fyrir þig.

En ég mæli klárlega með því að prófa Python.


"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3124
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Python + ???

Pósturaf hagur » Þri 12. Maí 2009 18:32

Ég hef smá reynslu af Python, ég notaði það í skólanum með Panda3d þrívíddarvélinni. Það var mjög skemmtilegt og þægilegt. Við félagarnir gerðum 3d pool-leik sem lokaverkefni í áfanganum og notuðum PyODE physics vél til að gera þetta raunverulegt.

Ég sótti í raun bara Panda3d vélina, með henni kom Python og allskyns libraries til að forrita á móti Panda. Svo notaði ég bara notepad2 til að editera og keyrði í CMD prompt glugga með python.exe

Prufaði aðeins Komodo umhverfið en var einhvernveginn ekki að fíla það almennilega.

Ég mæli alveg með Python-fikti, ég er annars harður C#/.Net maður en Python kom mér skemmtilega á óvart.



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Python + ???

Pósturaf Dagur » Þri 12. Maí 2009 20:13

Mér skilst að það séu aðallega fjórir valmöguleikar.

Tkinter:
Kostir: Fylgir með python og virkar á öllum platformum (Windows/Linux/MacOSX og fl). Mikið notað (nóg af dæmum á netinu) og frekar þægilegt í notkun.
Gallar: Mjög takmarkað, ljótt, lítið/ekkert uppfært
Hentar vel ef þú vilt henda upp einhverju fljótlegu.

wxPython:
Kostir: Virkar á öllum platformum. Reynir að nota native stýringar í stýrikerfunum eins mikið og hægt er.
Gallar: Hef heyrt að það þurfi að hafa töluvert fyrir því að láta forritin lita vel út á Linux og MacOSX (þ.e.a.s að windows hafi forgang hjá þeim).

pygtk:
Kostir: Fyrsti kostur ef þú ert að þróa fyrir Gnome þar sem það er byggt ofan á gtk. Er í stöðugri þróun og er mjög mikið notað (pidgin notar gtk t.d.).
Gallar: Virkar bara á Linux og Windows enn sem komið er. Kemur ekkert voðalega vel út á windows að mínu mati.

PyQt
Kostir: Virkar allstaðar. Mjög "advanced" og lítur vel út. Qt er núna í eigu Nokia. KDE er hannað með Qt.
Galli: Qt var nýlega gert open source og ókeypis. PyQt er líka open source en þú þarft að kaupa leyfi ef þú ert að gera eitthvað í commercial tilgangi.


ath: Ég hef lítið sem ekkert stundað GUI forritun en þetta er byggt á því sem ég hef lesið um efnið. Ég held að valið standi á milli PyQt og wxWidgets nema þú sért að gera eitthvað mjög einfalt (tkinter) eða bara fyrir Gnome (pygtk).




starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Python + ???

Pósturaf starionturbo » Lau 16. Maí 2009 18:05

Prufaðu að skoða PHP GTK.

Annars bara C#.


Foobar

Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Python + ???

Pósturaf Dagur » Mán 18. Maí 2009 11:16

Já og þú gætir notað IronPython ef þú vilt forrita í .NET umhverfinu.