Jæja eftir að hafa fengið 3 reikningin frá Vodafone uppá yfir 300 ( frá sem sagt 340 - 812 ) þúsund krónur að þá gafst ég upp á þeim að þeir gætu gert reikninga. Og í dag kláraðist mitt 3 vikna ferli að komast yfir til Símans með allt. Og bætti meiri segja í miðað við síðast og fékk með aukamyndlykil frá Símanum. Frekar ánægður með það.
Flest allt hefur gengið mjög vel fyrir utan að loka þessum fjandans beiðnum ( sem sagt vegna þess að einhver sulli tekur viku+ að loka einhverri beiðni fyrir ADSL Sjónvarp Símans var ég í Símanum við 8007000 að ég held svona 20 sinnum í gær og í dag og þurfti að reyna pulla strengi hjá fólki sem ég þekki innan Símans til að geta fengið áskriftina mína ofan á þetta ).
Ég er ekki að taka eftir þessu Torrent blocki, ég er að nota protocol encryption eins og ég hef alltaf gert og er að nota Vuze ( áður Azureus ) jafnframt hef ég verið að sækja af Usenet og fæ alltaf fullan hraða þar ( mínus TV, synca á 14 Mb/s ( er með 8 Mb/s tengingu ) vegna TV''s ( aukamyndlykill ) ).
Allavega þrátt fyrir að mér finnst þetta 30 daga tímabil algjört BS þá fannst mér eitt sem mér finnst svo sem ágætt að benda á, þar sem ég hef ekki alveg lesið alla pósta og veit ekki hvort að það hefur verið nefnt hérna er að Síminn hætti loksins þessu B.S. sínu að mæla upphal líka. Sem sagt bara verið að mæla niðurhal, þetta veitir mér næstum því endalausa hamingju þar sem að þá ætla ég aftur að hætta með Usenet ( ég basicly sæki í bara þætti og ekkert annað og fæ þetta allt frá BitMeTv ). Ég var alltaf að neglast uppí þetta anskotans þak vegna þess að ég var alltaf að uploada alltof miklu.
Ennfremur vegna þess að ég er með ISDN línu og get ekki verið með ADSL án Heimasíma og tími ekki að fá mér analog línu aftur ( var fyrir faxið sem er núna bara á aukanúmeri og virkar fínt á ISDNinu ) að þá þurfti ég að losa mig við elskulega Ciscoinn minn sem þið hafið séð til sölu hérna. Og vill ennfremur lýsa ánægju minni með ST585v6i routerinn sem er búinn að vera standa sig ágætlega
( þótt hann sé enginn Cisco ).
Langaði aðallega að koma því frá mér
Og já ég er á því að Síminn sé skítskástur
( fæ allavega yfirleitt rétta reikninga og get skoðað ALLT á þjónustuvefnum, sem er hreinlega það besta sem Síminn býður uppá )