P4 Xeon, AGP Pro og 64bit PCI


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mið 12. Nóv 2003 23:29

MezzUp skrifaði:
Pandemic skrifaði:Þá fariði bara í typpastærðar keppni :twisted:

úff, þá myndi ég nú hlaupa út :)

þegar ég segi 20 þús króna kassi þá er ég að m.v. Thermaltake(þekki hann best af dýrari kössum), hurðin á því drasli er nú nokkuð þykk

ps. meinti audda rafeindir

Ég hef aldrei heirt að hreifing rafeinda fari eftir hita því þá væti best að halda hitanum sem hæstum innan bræðslumarka.



Skjámynd

Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Fim 13. Nóv 2003 12:23

Eftir því sem ég best veit, hreyfast rafeindir á milli staða jafnhratt óháð hitastigi. Það sem mig grunar að sé að vefjast fyrir ykkur er það að þegar að leiðari kólnar þá þéttist hann, þ.e. frumeindir liggja nær hvorri annari sem gerir það að verkum að rafeindir eiga auðveldara að fara á milli. Að sama skapi verður bilið lengra á milli þegar hitinn hækkar. Þannig virkar þetta með flest alla leiðara, þegar hitinn lækkar minnkar viðnámið, en þegar hitinn hækkar eykst viðnámið.
Einnig á þetta við um örgjörva. Þegar hitinn hækkar úr hófi þá eykst viðnám í leiðurum sem á endanum lækkar spennuna á áfangastað því leiðarinn virkar sem hálfgert viðnám. Þar af leiðandi getur örgjörvinn ekki starfað eðlilega vegna þess að spennan er komin úr jafnvægi.

Ég vona að þetta hafi leiðrétt einhvern misskilning... Ég vissi að það skilaði sér einhverntíman að hafa klárað Grunndeild Rafiðna :roll: :lol:


OC fanboy

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fim 13. Nóv 2003 13:21

Bendill skrifaði:Það sem mig grunar að sé að vefjast fyrir ykkur er það að þegar að leiðari kólnar þá þéttist hann, þ.e. frumeindir liggja nær hvorri annari sem gerir það að verkum að rafeindir eiga auðveldara að fara á milli. Að sama skapi verður bilið lengra á milli þegar hitinn hækkar. Þannig virkar þetta með flest alla leiðara, þegar hitinn lækkar minnkar viðnámið, en þegar hitinn hækkar eykst viðnámið.
Einnig á þetta við um örgjörva. Þegar hitinn hækkar úr hófi þá eykst viðnám í leiðurum sem á endanum lækkar spennuna á áfangastað því leiðarinn virkar sem hálfgert viðnám.

amm, en þyrfti ekki meiri en +- 50°C ef að maður ætti að finna mun á vinnslunni í tölvunni?



Skjámynd

Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Fim 13. Nóv 2003 14:22

MezzUp skrifaði:amm, en þyrfti ekki meiri en +- 50°C ef að maður ætti að finna mun á vinnslunni í tölvunni?


Nei, eiginlega ekki. Þú finnur engan mun á vinnslu því örgjörvinn hættir að vinna ef eitthvað fer úrskeiðis, þ.e. ef hitinn verður of mikill...
Það sýnir sig best í því að ef þú tekur venjulegan 1700XP örgjörva og sprautar 2.3Vcore inná hann, þá eykst vinnslan ekkert, hann hitnar bara meira. Að sama skapi ef þú lækkar Vcore þá minnkar vinnslan ekki, hann hitnar þá aðeins minna. Þegar örgjörvi hitnar of mikið þá endar með því að hann hættir að geta unnið þær skipanir sem hann fær, lógíkin fer út í buskan og hann skilar til baka einhverri steypu sem veldur því að forrit frjósa eða"krassa".

Eina ráðið við því að laga svona vandamál er að kæla kvikindið betur! :D


OC fanboy

Skjámynd

Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Fim 13. Nóv 2003 14:29

Vá...

Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu illilega er búið að hijacka þessum þræði... :cry:


OC fanboy

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fim 13. Nóv 2003 20:29

skiþig.
málið er að gnarr sagði: "þar að auki keyrir of heit tölva mun hægar en "rétt-yfir-herbergishita" tölva" og held ég að hann hafi verið að meina útaf því að: "Það sem mig grunar að sé að vefjast fyrir ykkur er það að þegar að leiðari kólnar þá þéttist hann, þ.e. frumeindir liggja nær hvorri annari sem gerir það að verkum að rafeindir eiga auðveldara að fara á milli. Að sama skapi verður bilið lengra á milli þegar hitinn hækkar. Þannig virkar þetta með flest alla leiðara, þegar hitinn lækkar minnkar viðnámið, en þegar hitinn hækkar eykst viðnámið." og ég vildi meina að maður fyndi ekki neinn mun á vinnslu hvort að örrinn væri rétt-yfir herbergishita eða 70°, bara á meðan örrinn bræðir ekki úr sér



Skjámynd

Lakio
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Mið 18. Des 2002 20:10
Reputation: 0
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Pósturaf Lakio » Fös 14. Nóv 2003 00:59

wow, ég hélt að við værum meiri nördar en þetta...

Aflgjafar: Þetta PSU er best af mínu mati Antec, TRUECONTROL550P
Maður getur stilt V3.3, V5 og V12 á honum!

Kassar: Kassar eru eins mismunandi og þeir eru margir... PSU er það mikilvæga!!!

Vcore: Ég hef heyrt að ef þú ert að yfirklukka þá er gott að hækka Vcore! (t.d. á linknum hans elv http://forum.oc-forums.com/vb/showthread.php?s=&threadid=207088)

Tippastærð: :twisted:


Kveðja,
:twisted: Lakio


Corey
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Sun 12. Okt 2003 23:03
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Corey » Fös 14. Nóv 2003 13:39

true..


Dont Worry.. you can sleep when your dead

Skjámynd

Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Fös 14. Nóv 2003 15:11

Lakio skrifaði:Vcore: Ég hef heyrt að ef þú ert að yfirklukka þá er gott að hækka Vcore! (t.d. á linknum hans elv http://forum.oc-forums.com/vb/showthread.php?s=&threadid=207088)


Vcore er einungis hækkaður til þess að auka stöðugleikann á hærri tíðni. Það virkar svona:

Þegar leiðarinn er við 40 gráðu hita þá veitir hann lítið sem ekkert viðnám.

1.5V >---40°C---> 1.5V

En þegar hitinn hækkar, hækkar viðnámið einnig.

1.5V >---70°C---> 1.4V

en með því að hækka spennuna (Vcore) er hægt að jafna út töluna á hinum endanum.

1.6V >---75°C---> 1.5V

ATH! Ég vill endilega leggja áherslu á það að þegar spennan (Vcore) er hækkuð hækkar hitinn í 99.999% tilvika einnig. Það þarf ekki að vera mikið en það getur munað um það :shock:
Aðeins þeir sem eru í stífum yfirklukkunum og þeir sem eru með almennilega kælingu ættu að vera að fikta í spennustillingum. Það á við um alla íhluti, örgjörva, minniseiningar, skjákort eða kubbasett. Aukinn hiti dregur úr endingu hlutsins og ef ranglega er farið að getur þetta skemmt...

Góða skemmtun


OC fanboy