Sælir
Heyriði ég er búinn að vera að íhuga að fara að yfirklukka tölvuna mína en er í veseni vegna þess að ég veit ekki hvað aflgjafinn minn er öflugur. Þegar ég keypti setupið, í undirskrift, þá var ég ekki viss hvort aflgjafinn mundi duga en Tölvutækni menn sögðu að hann mundi gera það svo ég keypti ekkert nýjan aflgjafa. En asninn sem ég er þá gleymdi ég að spyrja þá hvað aflgjafinn væri öflugur.
En nú er liðið eitt ár og 2 mánuðir síðan og ég þori eiginlega ekki að vera að fara útí einhverja yfirklukkun, örgjörvann í 3ghz, nema vita nákvæmlega hvernig aflgjafa ég er með í höndunum.
Þannig að ég var að spá hvort það væri einhver leið að finna út hvernig aflgjafa maður er með, með einhverju forriti þ.e.a.s., því að það eina sem er sjáanlegt á honum (aftaná og inní) er Turbo Cool og svo eitthvað dæmi. Ætla að setja inn myndir af honum sem ég fann á netinu, þannig að ef einhver kannast við hann þá væri það frábært.
Hérna sést undir hann og eins og sést þá er hann gegnsær
Hérna sést aftan á hann. Grænn I/0 takki, blátt led ljós í viftu og hraðastýring á aflgjafaviftunni.
vantar upplýsingar um aflgjafa [LEYST!]
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
vantar upplýsingar um aflgjafa [LEYST!]
Síðast breytt af coldcut á Lau 07. Mar 2009 20:52, breytt samtals 1 sinni.
Re: vantar upplýsingar um aflgjafa
Fljótlegasta leiðin fyrir þig væri að hringja í þá í Tölvutækni og spurja þá hvað þessi aflgjafi væri öflugur.
Hin leiðin er að losa þessar 4 skrúfur sem halda honum og skoða "ofan" á hann þar sem límmiðinn með öllum tölunum er örugglega falinn.
Hin leiðin er að losa þessar 4 skrúfur sem halda honum og skoða "ofan" á hann þar sem límmiðinn með öllum tölunum er örugglega falinn.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: vantar upplýsingar um aflgjafa
já...en heldurðu að þeir muni það í Tölvutækni? ég meina þeir hafa örugglega sett saman svona 500 tölvur síðan þá =/
vill helst ekki taka hann úr sko, þar sem ég er með tíu þumalputta og mundi pottþétt skemma eitthvað
...það eina sem ég þori að fikta í inní tölvunum eru hörðu diskarnir
vill helst ekki taka hann úr sko, þar sem ég er með tíu þumalputta og mundi pottþétt skemma eitthvað
...það eina sem ég þori að fikta í inní tölvunum eru hörðu diskarnir
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: vantar upplýsingar um aflgjafa
Ef þú sérð engan miða utan á honum þá er hann líklegast ofaná honum eins og eitthver sagði en annars er alls ekkert mál að losa þessar 4 skrúfur sko passaðu bara að halda undir aflgjafann þegar skrúfurnar losna og skoðaðu svo miðann og þá ættiru að sjá hvað hann er öflugur en mundu bara að þú átt ekki að þurfa að aftengja allar snúrurnar bara ekki taka aflgjafann langt frá tölvunni (ekki lengra en snúrurnar ná) og lestu svo á miðann
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: vantar upplýsingar um aflgjafa [LEYST!]
ég skrúfaði hann úr og þetta er 500W Aspire Atx power supply.