Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf GuðjónR » Mið 18. Feb 2009 22:02

Síminn verður alltaf grófari og grófari!
Rukka líka fyrir router....og núna eru þeir hættir að telja á 10sec fresti í gsm heldur þarftu að borga heila mínútu þó þú farir aðeisn eina sec inn í nýja mínútu.
Og svo rukka þeir fyrir upphal til útlanda líka!

Ég væri farinn annað ef það væri eitthvert að fara...og það vita þeir og þess vegna drulla þeir hlæjandi yfir okkur.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf depill » Mið 18. Feb 2009 23:50

GuðjónR skrifaði:Síminn verður alltaf grófari og grófari!
Rukka líka fyrir router....og núna eru þeir hættir að telja á 10sec fresti í gsm heldur þarftu að borga heila mínútu þó þú farir aðeisn eina sec inn í nýja mínútu.
Og svo rukka þeir fyrir upphal til útlanda líka!

Ég væri farinn annað ef það væri eitthvert að fara...og það vita þeir og þess vegna drulla þeir hlæjandi yfir okkur.


Ég var alveg ofurspenntur fyrir IceCell, en mér sýnist ekkert ætla að verða úr því, er ekki viss um hvort það átti að vera eithvað úr því eða hvort þeir ætluðu að endurselja leyfið en þeir segja að þetta sé kreppunni að kenna, en mér hefur allavega fundist það heillandi hvað þeir virðast ætla að byrja með rosalega litla yfirbyggingu.

Annars samkv http://pta.is/upload/files/Farsimagjold_%20feb09.pdf ásamt því sem mér var líka sagt hjá Símanum, þá er það bara fyrsta mínútan sem er mæld til fulls og svo 10 sekúndur eftir það. Og það ber saman við gögn frá PTA sem ég birti hér að ofan.

Sel það ekki dýrarara en ég keypti það.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf GuðjónR » Fim 19. Feb 2009 01:00

Mér sýnist þeir hafi mælt 60 fyrst og svo 10, en séu að breyta í 60/60
Allar svona aðgerðir hækka síðan neysluvísitöluna sem aftur hækkar lánin okkar :evil:
Viðhengi
svik.jpg
svik.jpg (88.26 KiB) Skoðað 1167 sinnum



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf ManiO » Fim 19. Feb 2009 08:50

GuðjónR skrifaði:Og svo rukka þeir fyrir upphal til útlanda líka!



Ertu með hlekk eða eitthvað sem staðfestir þetta? Er ekki að draga þetta í efa, er bara mjög áhyggjufullur um þetta þar sem jú ef einn gerir þetta þá fylgja eflaust allir eftir.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf GuðjónR » Fim 19. Feb 2009 09:51

4x0n skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Og svo rukka þeir fyrir upphal til útlanda líka!



Ertu með hlekk eða eitthvað sem staðfestir þetta? Er ekki að draga þetta í efa, er bara mjög áhyggjufullur um þetta þar sem jú ef einn gerir þetta þá fylgja eflaust allir eftir.


Sjálfsagt mál að sanna þetta, hér er linkurinn. Skoðaðu grein 14. en þar segir:
14. Síminn áskilur sér rétt til að takmarka þjónustu til rétthafa tengingar, verði hann uppvís að síendurteknu
óhóflegu erlendu niðurhali sem hefur áhrif á tengingar annarra viðskiptavina. Í þessum efnum skal miðað
við að niður- eða upphal viðskiptavinar fari ekki umfram 10 gígabæti á 7 daga tímabili
, óháð áskriftar- og
þjónustuleið hans. Fari notkun viðskiptavinar umfram nefnd mörk mun Síminn takmarka þjónustu hans
tímabundið og lækka hraða tengingar hans. Síminn mun tilkynna viðskiptavini samstundis um slíkar
þjónustutakmarkanir með tölvupósti. Bregðist viðskiptavinur ekki við þeim takmörkunum áskilur Síminn sér
rétt á því að takmarka þjónustu til viðskiptavinarins enn frekar.


Þið getið líka prófað að hringja í 8007000 og spyrja þjónustufulltrúa, ég gerði það þar sem ég trúði þessu ekki og þjónustufulltrúinn sagði þetta rétt vera.
Þeir hefðu haft val um að hækka adsl reiknina hjá fólki verulega eða rukka fyrir upphal.

Og á þjónustuvef símans (skráir þig inn með notanda og passwd) eru eftirfarandi skilmálar:
Viðhengi
siminn1.jpg
siminn1.jpg (20.59 KiB) Skoðað 1110 sinnum



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf ManiO » Fim 19. Feb 2009 10:09

Skelfilegt.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf GuðjónR » Fim 19. Feb 2009 10:11

Já vægast sagt, græðgisvæðingunni er hvergi nærri lokið því miður.
Ég held að menn hafi ekkert lært af kreppunni, enda er hún varla byrjuð.




Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf Tesli » Fim 19. Feb 2009 10:35

Ég hringdi í þjónustuver Símans og fékk þetta allt staðfest, hringdi líka í Vodafone og þeir eru með 40gb á mánuði mælt frá 1.-1. en rukka fyrir routerinn og myndlykilinn eins og Síminn. Vodafone stoppar menn STRAX eftir 40gb og svo þurfa menn að borga 9.900kr fyrir auka 20gb.
Mér sýnist Tal vera með besta pakkann og er að spá í að skipta frá Símanum og þangað, hvernig liggur þetta fyrir ykkur?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf GuðjónR » Fim 19. Feb 2009 10:39

laemingi skrifaði:Mér sýnist Tal vera með besta pakkann og er að spá í að skipta frá Símanum og þangað, hvernig liggur þetta fyrir ykkur?

Veistu, ég veit það bara ekki. Þú ferð yfir til TAL og gerir 12 mánaða samning (sem er bindandi fyrir þig en ekki þá) og eftir viku þá gætur þeir tekið upp á því að breyta skilmálunum og þá ertu kannski í verri málum en í dag!



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf depill » Fim 19. Feb 2009 10:51

laemingi skrifaði:Mér sýnist Tal vera með besta pakkann og er að spá í að skipta frá Símanum og þangað, hvernig liggur þetta fyrir ykkur?


Það eru reyndar 6 mánaða samningar, en ég er samt sammála GuðjónR, neytendur virðast alltaf vera screwed og fyrirtæki eru alltaf látin hafa benefit of the doubt. Og ofan á það eru 99% af kúnnum ekki nógu stórir í sér til þess að standa upp fyrir sér. Það að rökræða við svona fólk sem vinnur þarna um skilmálana jafnvel yfirmenn er eiginlega bara delicious, það er eins og þetta fólk rökræða aldrei við neitt fólk og þú vinnur það alltaf. ( kannski 99% líka : P )

Ég var að pæla í því að fara til Tal ( það er líka leiga á router þar og þar öfugt við Vodafone máttu ekki koma þinn eigin router ( þú ert ekki neyddur til að leigja router hjá Vodaofne ) ) og þú getur fengið ADSL sjónvarp hjá Vodafone ofan á tengingu hjá Tal og greiðir þá það til Vodafone. En Tal kemur lang best út, helsta ástæðan fyrir því að ég treysti mér ekki til Tal er einföld. Samkeppnisstofnun vildi fá harðar kvaðir á kaup Teymis á Tal. Tal verslar mikið Vodafone, ég held að Tal verði að lokum gjaldþrota, þar sem fyrirtækið á akkurat ekkert og er í miklum fightingin við stærsta birgjann sinn og hluthafa, held ennfremur að Vodafone muni ekki fá að merga við Tal og í staðinn fari fyrirtækið í gjaldþrot og þar sem kúnnanir í tímabundið limbo sem ég sorry tek ekki sénsins á. Ég vill vera á netinu :) og fjölskyldan mín er ennþá verri, ég man enn eftir því þegar við urðum netlaus árið 2005 um sumarið, ég var ekkert heima allan tímann næstum því og það var hringt í mig allan helvítis daginn var að verða vitlaus. Og netfíknin á heimilinu hefur sko ekki skánað.

En TAL er klárlega með besta dealin í dag.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2852
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf CendenZ » Fim 19. Feb 2009 12:30

Hversu mikið mál skildi það vera að kaupa gátt hjá Farice og starta ispa ?

Ég held að það væri ekkert mál að fá viðskiptavini í slíkan bisness.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf depill » Fim 19. Feb 2009 12:52

CendenZ skrifaði:Hversu mikið mál skildi það vera að kaupa gátt hjá Farice og starta ispa ?

Ég held að það væri ekkert mál að fá viðskiptavini í slíkan bisness.


Held að það sé bara verst vegna þess að Farice rukkar í evrum og verðið hefur verið frekar hátt, en ég myndi segja að það væri "eini" flöskuhálsinn. Mig samt langar soldið að reyna að starta fyrirtæki einmitt með þetta fyrir hugsjón sem myndi svo bara kaupa skiptan aðgang af annað hvort Vodafone eða Símanum ( í stað þess að fara strax í að byggja upp dýrt DSLAM net ) og reyna sækja um styrk hjá Samgönguráðuneytinu fyrir niðurgreiðslu á gjaldi í fyrirtæki í þeirra eigu FARICE.

Maður þarf bara að fara skoða möguleikan á því.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2852
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf CendenZ » Fim 19. Feb 2009 12:57

depill.is skrifaði:
CendenZ skrifaði:Hversu mikið mál skildi það vera að kaupa gátt hjá Farice og starta ispa ?

Ég held að það væri ekkert mál að fá viðskiptavini í slíkan bisness.


Held að það sé bara verst vegna þess að Farice rukkar í evrum og verðið hefur verið frekar hátt, en ég myndi segja að það væri "eini" flöskuhálsinn. Mig samt langar soldið að reyna að starta fyrirtæki einmitt með þetta fyrir hugsjón sem myndi svo bara kaupa skiptan aðgang af annað hvort Vodafone eða Símanum ( í stað þess að fara strax í að byggja upp dýrt DSLAM net ) og reyna sækja um styrk hjá Samgönguráðuneytinu fyrir niðurgreiðslu á gjaldi í fyrirtæki í þeirra eigu FARICE.

Maður þarf bara að fara skoða möguleikan á því.


Já, ég var einmitt að hugsa um að skoða þennan rekstur, maður þyrfti bara að vita allan þann kostnað sem liggur að baki þess, en ég held að maður myndi frekar kaupa aðgang hjá skiptum en hjá símanum þar sem hann er supplierinn, (og reyndar sömu eigendur)



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2852
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf CendenZ » Fim 19. Feb 2009 13:08

ég hugsa meira segja að margir væru reiðubúnir að greiða 10 þús á mánuði fyrir ótakmarkaðan aðgang @ 8mbsec

Bara spurning hversu margir þyrftu viðskiptavinir að vera til að ná break even




Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf Tesli » Fim 19. Feb 2009 13:41

Ég talaði við mann frá Tal áðan sem sagði að ef ég færi til þeirra þá þyrfti ég að gera 6mán samning. Ég spurði hann hvernig skilmálarnir væru með breytingu á samningnum, hann sagði að það væri þannig að ég þarf að vera í óvissu og þeir meiga breyta hvernig sem þeir vilja og ég get ekki einusinn fengið að hætta hjá þeim ef þeir breyta án þess að borga riftunarsamning-gjald. Ég ætla ekki að taka áhættuna á því.
Eina sem maður getur valið á milli er myndarlegasta fyrirtækið til að taka mann í rassgatið :wink:



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf Gúrú » Fim 19. Feb 2009 14:28

depill.is skrifaði:Og ofan á það eru 99% af kúnnum ekki nógu stórir í sér til þess að standa upp fyrir sér. Það að rökræða við svona fólk sem vinnur þarna um skilmálana jafnvel yfirmenn er eiginlega bara delicious, það er eins og þetta fólk rökræða aldrei við neitt fólk og þú vinnur það alltaf. ( kannski 99% líka : P )


Word.
Síðast breytt af Gúrú á Mán 10. Maí 2010 11:24, breytt samtals 2 sinnum.


Modus ponens

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf depill » Fim 19. Feb 2009 15:28

Neytendastofa skrifaði:Sæll Davíð.
Fann smá tíma til að veita þér upplýsingar um stöðu mála.

Neytendastofa fékk svar frá Símanum varðandi auglýsingar um niðurhalið. Þar kom fram að á næstu dögum myndi fyrirtækið breyta skilmálunum í fyrra horf, þ.e. 40 GB á mánuði. Fellt yrði úr gildi 10GB takmörkun á viku. Neytendastofa mun hinkra með frekari aðgerðir í einhverja daga.

Hvað viðkemur gjaldtöku fyrir myndlykla skilst mér að þar sé um að ræða breytingu á skilmálum þjónustunnar. Í 3. mgr. g. liðar 37. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 segir:

"Áskrifendur á einstaklingsmarkaði skulu eiga rétt á því
að segja samningum fyrirvaralaust upp án greiðslu skaðabóta
þegar þeir fá tilkynningu um fyrirhugaða breytingu
á samningsskilmálum. Áskrifendum á einstaklingsmarkaði
skal veittur a.m.k. eins mánaðar uppsagnarfrestur áður en
breytingar taka gildi og skulu þeir jafnframt upplýstir um rétt
sinn til að segja upp samningi að skaðlausu vilji þeir ekki
samþykkja hina nýju skilmála."

Fjarskiptalög heyra undir Póst- og fjarskiptastofnun. Rétt væri að vekja athygli þeirrar stofnunar á því hvernig breyting á áksriftarskilmálum Símans eru kynntir fyrir áskrifendum.

Með kveðju,
Skiptirekki málison
Neytendastofa
Borgartúni 21
105 Reykjavík
Sími 5101100
Fax 5101101
http://www.neytendastofa.is


Jæja nú er ég að fara leggja fram kvörtun til Póst og fjarskiptastofnunnar.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf GuðjónR » Fim 19. Feb 2009 15:49

depill.is skrifaði:
Neytendastofa skrifaði:Sæll Davíð.
Fann smá tíma til að veita þér upplýsingar um stöðu mála.

Neytendastofa fékk svar frá Símanum varðandi auglýsingar um niðurhalið. Þar kom fram að á næstu dögum myndi fyrirtækið breyta skilmálunum í fyrra horf, þ.e. 40 GB á mánuði. Fellt yrði úr gildi 10GB takmörkun á viku. Neytendastofa mun hinkra með frekari aðgerðir í einhverja daga.

Hvað viðkemur gjaldtöku fyrir myndlykla skilst mér að þar sé um að ræða breytingu á skilmálum þjónustunnar. Í 3. mgr. g. liðar 37. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 segir:

"Áskrifendur á einstaklingsmarkaði skulu eiga rétt á því
að segja samningum fyrirvaralaust upp án greiðslu skaðabóta
þegar þeir fá tilkynningu um fyrirhugaða breytingu
á samningsskilmálum. Áskrifendum á einstaklingsmarkaði
skal veittur a.m.k. eins mánaðar uppsagnarfrestur áður en
breytingar taka gildi og skulu þeir jafnframt upplýstir um rétt
sinn til að segja upp samningi að skaðlausu vilji þeir ekki
samþykkja hina nýju skilmála."

Fjarskiptalög heyra undir Póst- og fjarskiptastofnun. Rétt væri að vekja athygli þeirrar stofnunar á því hvernig breyting á áksriftarskilmálum Símans eru kynntir fyrir áskrifendum.

Með kveðju,
Skiptirekki málison
Neytendastofa
Borgartúni 21
105 Reykjavík
Sími 5101100
Fax 5101101
http://www.neytendastofa.is


Jæja nú er ég að fara leggja fram kvörtun til Póst og fjarskiptastofnunnar.

Þetta er áfangasigur! Frá og með 1. mars þá hætta þeir með þetta 10GB rugl, en er þeim stætt á því að rukka fyrir upphal? Einhver annar borgar fyrir niðurhal þegar við erum að upphala.
En hvað með að síminn eigi að auglýsa breytingar á skilmálum/þjónustu, ég kalla það ekki að augýsa eins og þeir gera, setja einhverja smáklausu einhversstaðar á heimasíðuna sína.
Eigum við að browsa síðu allra þeirra sem við verslum við daglega til að leita af skilmálabreytingum?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf depill » Fim 19. Feb 2009 16:30

GuðjónR skrifaði:Þetta er áfangasigur! Frá og með 1. mars þá hætta þeir með þetta 10GB rugl, en er þeim stætt á því að rukka fyrir upphal? Einhver annar borgar fyrir niðurhal þegar við erum að upphala.
En hvað með að síminn eigi að auglýsa breytingar á skilmálum/þjónustu, ég kalla það ekki að augýsa eins og þeir gera, setja einhverja smáklausu einhversstaðar á heimasíðuna sína.
Eigum við að browsa síðu allra þeirra sem við verslum við daglega til að leita af skilmálabreytingum?


Það er á hreinu hjá PTA og í fjarskiptalögum eða Síminn þarf að gera þær skriflega, er samt iffy hvort að þeim nægir að senda tölvupóst ( sem þeir hafa gert skilmálabreytingu á ADSL og Sjónvarps 1. Janúar sem kom inná netið samt seinna en það ).

Þannig að samkv. lögum eru allir samningar lausir hjá Símanum þangað til að þeir drullast að tilkynna notendum þetta ( nema nottulega þeir sem kvittuðu undir þessa samning eftir 1. Janúar 2009 ).

Ég allavega var uppí síma rétt áðan og þrátt fyrir að vera í bindisamning náði ég að segja upp og skilaði router + myndlykli :)




Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf Tesli » Fim 19. Feb 2009 16:49

depill.is skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þetta er áfangasigur! Frá og með 1. mars þá hætta þeir með þetta 10GB rugl, en er þeim stætt á því að rukka fyrir upphal? Einhver annar borgar fyrir niðurhal þegar við erum að upphala.
En hvað með að síminn eigi að auglýsa breytingar á skilmálum/þjónustu, ég kalla það ekki að augýsa eins og þeir gera, setja einhverja smáklausu einhversstaðar á heimasíðuna sína.
Eigum við að browsa síðu allra þeirra sem við verslum við daglega til að leita af skilmálabreytingum?


Það er á hreinu hjá PTA og í fjarskiptalögum eða Síminn þarf að gera þær skriflega, er samt iffy hvort að þeim nægir að senda tölvupóst ( sem þeir hafa gert skilmálabreytingu á ADSL og Sjónvarps 1. Janúar sem kom inná netið samt seinna en það ).

Þannig að samkv. lögum eru allir samningar lausir hjá Símanum þangað til að þeir drullast að tilkynna notendum þetta ( nema nottulega þeir sem kvittuðu undir þessa samning eftir 1. Janúar 2009 ).

Ég allavega var uppí síma rétt áðan og þrátt fyrir að vera í bindisamning náði ég að segja upp og skilaði router + myndlykli :)


Og hvert á svo að fara með internetviðskiptin?




fleirtolulakkari
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Þri 10. Feb 2009 10:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf fleirtolulakkari » Fim 19. Feb 2009 17:45

Hætti að lesa eftir 3-4 bls og fór á síðustu blaðsíðuna.
Sá að einhver var búinn að senda blöðunum texta um þetta en það ætti auðvitað ekki að ganga þar sem blöðin eru undir sömu mönnunum.
Hvernig væri þá bara, á meðan þetta er alltaf að gerast, að senda góða samantekt til "the underdog"?

Bendi á síður á íslensku sem gætu birt svona texta, ekki endilega til þess að fá meira gagnamagn fyrir notendur en það skilar samt oft meiri samstöðu og meiri "roid-rage" (eins og einhver kaus að kalla þetta, þó aldrei hafi verið sýnt fram á að roid-rade eigi sér í raun einhverjar fastar stoðir í raunveruleikanum).

http://this.is/Nei
http://www.oskra.org

Þetta eru tvær síður sem gætu gagnast eitthvað í "byltingunni" sem talað er um á Íslandi.

Held samt, og kannski yfirfórst mér eitthvað á þessum blaðsíðum sem ég hafði ekki tíma til að lesa, að athyglin liggi á erlendum mörkuðum í dag. Þá er ég bara að tala um að einhver nýti sér einhvern sem býr annarsstaðar en á Íslandi til þess að koma greininni (hver veit, kannski býr einhver hér yfir nægilegri "nennu" til að gera það sjálfur) fyrir á síðum í Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi, Færeyjum, Bandaríkjunum (hver kannast ekki við Perez Hilton - hann myndi samt eflaust ekki benda á þetta þar sem Jóhanna er örugglega komin í top friends á Myspace hjá honum).

Það er ekkert að því að gera ekkert, og sitja bara heima á netinu EN þá er gott að geta látið aðra vinna fyrir sig <- Þannig græðir fólk peninga í dag.
Endilega, einhver að skrifa góða samantekt um þetta (sýnist margir hér búa yfir þekkingu sem hinn "almenni" notandi <- sem ævinlega fær það í bakaríið, hefur ekki hugmynd um).

Ég skal síðan sjá um að koma þessu áfram á einhver tímarit eða vefrit, ef einhver nennir ekki að standa í því.
Samstaða er ekkert slæm, svo lengi sem við vekjum ekki athygli moggabloggsins (grín).

Plús það að sá sem tæki sig til og setti saman eina góða grein um þetta (ég gæti lagt honum lið, með því að nýta mér tungumálakunnáttu "fagaðila" <- þeas fólks sem vinnur við að yfirfara svona textaklusur og annað slíkt, og skrifar þær sjálft) fengi nafnið sitt birt á INTERNETINU <- sem verður góð saga að segja frá þegar barnabörnin fara að spyrja um kreppuna hræðilegu sem fólkið á Íslandi gekk í gegnum þegar þau voru ung.

.. svo getið þið sleppt þessu, og tuðað á internetinu - ekkert að því - svo lengi sem maður getur horft á vimeo eftir á.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf Gúrú » Fim 19. Feb 2009 18:02

fleirtolulakkari skrifaði:Sá að einhver var búinn að senda blöðunum texta um þetta en það ætti auðvitað ekki að ganga þar sem blöðin eru undir sömu mönnunum.

Erum við ekki komnir í aðeins of miklar samsæriskenningar hérna?
fleirtolulakkari skrifaði:Þetta eru tvær síður sem gætu gagnast eitthvað í "byltingunni" sem talað er um á Íslandi.


Er einhver hér að tala um einhverja "byltingu"?
Viljum við ekki bara að Póst- og Fjarskiptastofnun fari að fylgja eigin reglugreinum?

fleirtolulakkari skrifaði:Endilega, einhver að skrifa góða samantekt um þetta (sýnist margir hér búa yfir þekkingu sem hinn "almenni" notandi <- sem ævinlega fær það í bakaríið, hefur ekki hugmynd um).


Depill er 95% af afþreyingarpartinum í þessari umræðu, annars væri þetta þvaður (kommon þetta væri leiðinlegt ef að allir væru bara að capsa... með enga reynslu af þessu.)

Annars gæti einhver hrúgað þessu sem að komið er á þráðinn í samantekt með Copy paste og lesandinn fengi alveg jafn góða yfirsýn yfir þessar svívirðilegu atburði sem að hrynja yfir netnotandann hver á fætur öðrum vegna þjónustuaðilanna.


Modus ponens

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf GuðjónR » Fim 19. Feb 2009 18:09

fleirtolulakkari skrifaði:.. svo getið þið sleppt þessu, og tuðað á internetinu - ekkert að því - svo lengi sem maður getur horft á vimeo eftir á.

bleehhhh??? and your point is?




zulupark
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Sun 25. Jan 2009 17:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf zulupark » Fim 19. Feb 2009 20:11

Bara svona til að vera memm í þessu.

Ég er að fara frá Vodafone. Hringdi í Tal í kvöld og færði öll viðskipti (net, heimasíma, gsm) yfir. Ástæðan er sú að Vodafone sendi mér póst um að ég hefði farið yfir DL limitið mitt (40gb) og myndi loka erlendu downloadi. Ég hringdi og bað um útskýringar og þá segja þeir mér að sem dæmi hafi ég dl'að 11GB frá miðnætti til hádegis þann 18 febrúar. Þetta þótti mér undarlegt þar sem enginn torrent var í gangi einusinni hjá mér þannig að ég bað um a vita hvaða umferð var í gangi þarna. Þeir tjáðu mér að það kostaði um 15.000 krónur vegna vinnu tæknimanns, og að þeir hefðu aldrei "mælt vitlaust". Það hefði því kostað mig 15.000 kall að fá engu framgengt.

Þeir buðu mér reyndar að kaupa 20GB aukapakka til að halda netinu opnu fram að mánaðarmótum, en það kostaði líka 15.000kr.

Sterkustu mótmælin eru að hætta að borga þeim, og það er nákvæmlega það sem ég gerði. Bless Vodafone, halló Tal.

N.B. Ég skil að ég fór yfir cappið og skal alveg samþykkja það, en ég skal ekki samþykkja að þeir rukki mig fyrir að sanna mál sitt þegar það er mjög augljós og mjög óvenjulegur spike í notkuninni.



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Síminn að taka viðskiptavini sína í bakaríið?

Pósturaf Gunnar » Fim 19. Feb 2009 22:16

ef allir færu yfir í tal þá myndu þeir ekkert breyta neinu þar sem þeir eru þegar með besta dílinn. (sé allaveganna enga ástæðu fyrir þá að breyta)