Lesa fyrst: Lýsandi sölutitlar

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1574
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Lesa fyrst: Lýsandi sölutitlar

Pósturaf depill » Þri 17. Feb 2009 18:48

Sælir

Í samræmi við hinar einföldu reglur, sérstaklega varðandi nr. 2 þá langar mig að ýta undir það hér verði notaðir meira lýsandi sölutitlar. Þá til dæmis með því að sleppa Til sölu Tölva( þráðurinn heitir Til Sölu og ætti að vera nógu lýsandi ) en þá heldur eithvað í líkingu við "[TS] Borðtölva: P4 2.4 Ghz - 512 MB RAM - 80 GB diskur" eða "[TS] Fartölva: Dell XPS m1330 - 2,1 Ghz C2D - 2 GB RAM - 120 GB diskur". Apple vörur væri hægt að sérmerkja einmitt með kannski Apple: og svo fram vegis.

Þannig getur hinn venjulegi notandi farið í Til sölu þráðinn og séð akkurat hvað er til sölu án þess að þurfa smella sig sífellt áfram... auðvita þurfa þeir ekki að vera í þessu formati sem ég nefni hérna akkurat, en hins vegar er svona næstum því bannað að vera með ólýsandi þræði eins "Tölva til Sölu", Borðtölva til sölu, Fartölva til sömu, Vinnsluminni til sölu. Undantekiningin fyrir þessu væri þá helst bílskúrssölur þar sem verið er að selja marga hluti í einu. Hins vegar væri gott ef það væri tekið fram í titli eins og "Bílskúrssala: 2 x vinnsluminni, 2 x harðir diskar".

---

Ennfremur verður hjá blátt bann við því að setja hérna eingöngu inn tengil á vöru á annari síðu í stað þess að setja inn lýsingu á vörunni. Þú ert að selja hana á vaktinni ekki einhverja annari síðu. Það má hins vegar alveg tengja í ítarupplýsingar, en ekki segja x vara til sölu og svo bara tengil.