varðandi kaup á Örgjörva


Höfundur
spark
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Þri 27. Jan 2009 09:57
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

varðandi kaup á Örgjörva

Pósturaf spark » Þri 27. Jan 2009 10:16

ég er kominn með grunnsemdir um að örgjörvinn sé farinn hjá mér... allavega frosnar tölvan reglulega, er búin að skipta um heatsink, ryksuga og allt þar frameftir götum, en þar sem ég er alger nýgræðingur þá spyr ég ykkur á vaktinni, hverskonar örri myndi passa á þetta móðurborð


eða er bara um að gera fyrir mig að kaupa mér bara uppfærslu eða turn....


Base processor
Pentium4 550 (P) HT 3.4 GHz:

*
800 MHz Front side bus
*
Socket 775

Chipset
Intel 915P
Motherboard

*
Manufacturer: Asus
*
Motherboard Name: PTGD1-LA
*
HP motherboard name: PufferM-UL8E




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1350
Staða: Ótengdur

Re: varðandi kaup á Örgjörva

Pósturaf Klemmi » Þri 27. Jan 2009 10:33

Af hverju heldurðu að það sé örgjörvinn frekar en eitthvað annað ? :)




Höfundur
spark
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Þri 27. Jan 2009 09:57
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: varðandi kaup á Örgjörva

Pósturaf spark » Þri 27. Jan 2009 11:26

ég hef prófað að formatta 2x eða 3x, gengur ekkert upp vírusskönnun segir voðalega lítið, myndi örgjörfin haga sér semsagt öðruvísi? gætu líka verið snúrur eða PSU ef eg opna tölvuna og ýti á snururnar i harðadiskanna (stundum ef ég aftengi geisladrifið) amk þetta er eitt stórt mystery hvað er að gerast í tölvukassanum mínum. stundum getur hún verið í gangi heilan dag, annars frosnar hún alltaf svona sirkabát reglulega

er með 1,5gb í minni (3x512) og nvidia geforce 6600 ef það hjálpar eitthvað... langar svolítið að breyta um tölvu (bara ef peningar leyfðu) annars er ég ekki pottþéttur hvað þetta gæti verið. virðist ekki vera software, myndi hún láta svona ef snúrurnar væru eitthvað sjúskaðar ? um leið og hun er buin að frosna og ég restarta vill hún ekki fara í gang strax, kemst ekki í gegnum bios skjáin, stoppar alltaf áður en hún telur upp öll drifin og viftan fer á fullt. þá yfirleitt virkar að opna hana og já ýta á SATA snúrurnar eða snururnar úr aflgjafanum




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: varðandi kaup á Örgjörva

Pósturaf Gets » Þri 27. Jan 2009 12:25

Gæti verið bilað vinsluminni ef svo er þá kemur það í ljós ef þú skannar vélina með memtest.

http://www.memtest86.com/download.html

Veldu efri linkinn sem er undir þessum haus ISO images suitable for creating a bootable Memtest86 CD-ROM það er zip skrá
Þegar þú ert búin að hala henni niður þá afzipparðu henni og ert þá komin með iso skrá sem þú skrifar á disk.
Setur diskin í geisladrifið ræsir tölvuna ferð inn í bios og stillir hann á að ræsa tölvuna upp á cd-room.

Svo kemur bara í ljós hvort memtest forritið gefur upp einhverjar villur, ef ekki þá er þetta eitthvað annað.




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: varðandi kaup á Örgjörva

Pósturaf coldcut » Þri 27. Jan 2009 12:39

þetta getur verið móðurborði, skjákortið, örgjövinn, minnin...hvaða vélbúnaður sem er í rauninni.

prófaðu til dæmis að gá hvort að minnin séu nægilega föst í móðurborðinu.
prófaðu að nota annað skjákort.

svona það fyrsta sem ég mundi prófa ;)




Höfundur
spark
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Þri 27. Jan 2009 09:57
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: varðandi kaup á Örgjörva

Pósturaf spark » Fim 29. Jan 2009 09:46

fæ ekki memtest til að virka, buin að reyna að boota upp með tölvunni og alles, er ekki önnur leið til að finna út en að boota upp af disk ?