Hefur einhver hérna orðið var við að CA forritið haldi bandvíddini niðri þ.e.a.s. rétt undir 500 KBitum. Hef verið að taka eftir því þegar ég hef verið að dl að tengingin virðist ekk hraðari en ADSL512 og ég er með ADSL1500.
Ég hringdi brjálaður í þjónustuverið hjá Símanum í gær(þurfti ekki að bíða nema í 30 sek )strákurinn þar skoðaði tenginguna mína og hún virtist vera í lagi. Hann bað mig um að hringja í línudeildina ef þetta væri ekki í lagi í dag.
Í dag fór ég svo að kanna þetta og viti menn, ekki var það í lagi.
þannig að ég var að fara að hringja í línudeildina þegar mér datt í hug að ath hvort að það væri eldveggurinn e-ð annað forrit sem væri að valda þessu.
Það var ekki eldveggurinn en þegar ég slökkti á CA forritinu þá hoppaði hraðinn á tenginguni strax uppfyrir 1.5Mbps í hraðatestinu.
Svo þegar ég set CA í gang aftur þá dettur tengingin undir 500KB.
Kannst einhver hér við svipað vandamál og hvort að það er til einhver lausn á því?
CostAware vandamál
-
- Kóngur
- Póstar: 6496
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 315
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
sendu strákunum á netinternals e-mail bugs@netinternals.com eða hringdu í þá í 5145040 .
"Give what you can, take what you need."