Vifta á örgjörvakælingu - blástur upp eða niður?

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Vifta á örgjörvakælingu - blástur upp eða niður?

Pósturaf DoofuZ » Mið 10. Des 2008 22:29

Ég er búinn að vera að fikta með slatta af örgjörvakælingum, mest allt stock kælingar, og ég hef verið að taka eftir því að vifturnar á þeim virðast flestar vera að blása lofti niður á örgjörvann í staðinn fyrir að soga hita uppúr kælingunni, er það eðlilegt? Á viftan ekki að sjá um að koma hitanum frá örgjörvanum? Eða er ég kannski eitthvað að misskilja hvernig kælingin virkar? :-k Viftan á Big Typhoon kælingunni í aðalvélinni minni blæs lofti frá sem er alveg þveröfugt miðað við þessar stock kælingar... :?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vifta á örgjörvakælingu - blástur upp eða niður?

Pósturaf Sydney » Mið 10. Des 2008 22:34

Held nú að Big Typho blæs láft niður á heatsinkinn. Virkar mun betur að blása á kælinguna en að soga held ég. Ef þú kíkir nánar kælinguna sérðu að loftið fer niður og dreifist síðan frá örgjörvanum eftir heat finnunum.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Vifta á örgjörvakælingu - blástur upp eða niður?

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 10. Des 2008 23:34

Ég held að það virki betur að blása inná heatsinkið og kæla örgjörvann í stað þess að taka hitann frá honum.. Meikar einhvernveginn meiri sens fyrir mig




Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vifta á örgjörvakælingu - blástur upp eða niður?

Pósturaf Matti21 » Fim 11. Des 2008 00:46

Viftan á að sjá um að halda heatsinkinu köldu. Varminn flyst frá örgjörvanum yfir á heatsinkið vegna þess að varmi leitar alltaf af svæðum þar sem mikið er af honum á svæði þar sem lítið er af honum.
Viftan sér bara til þess að heatsinkið sé kalt svo að meiri varmi flytjist frá örgjörvanum í heatsinkið og heldur þar með örgjörvanum köldum (volgum).
Hvernig viftan snýr skiptir tæknilega séð ekki máli. Annaðhvort er viftan bara að blása köldu lofti að heatsinkinu = ýta heitu lofti frá því, eða blása heitu lofti frá heatsinkinu = soga kalt loft að því. Báðar leiðir kæla heatsinkið/örgjörvan.
Hinsvegar nýtir það mun betur "lofthreyfigetu" viftunar að blása köldu lofti að heatsinkinu og ég mundi giska á að 99.98% allra örgjörvakælinga séu hannaðar með það í huga.
Örgjörvakælingar í dag virka annaðhvort þannig að viftan blæs lofti að móðurborðinu og kælir þar með örgjörvan, móðurborðið og hlutina í kring (td. Big Typhoon).
Eða þær blása heitu lofti frá örgjörvanum í viftuna aftan á kassanum til þess að losa heitt loft úr kassanum sem fyrst. (td. Thermalright ultra extreme)
Ef Big Typhoon viftan þín blæs heitu lofti frá örgjörvanum þá snýr hún vitlaust :/


-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Vifta á örgjörvakælingu - blástur upp eða niður?

Pósturaf DoofuZ » Fim 11. Des 2008 00:55

Já, það er nú nokkuð til í því, sérstaklega þar sem það eru oft loftgöt á kassa beint fyrir ofan þar sem örgjörvinn er. Svo var ég að athuga með viftuna á Typhoon kælingunni og ég sé ekki betur en að hún blási niður á örgjörvann :) Svo mér skjátlaðist bara varðandi hana :roll: En gott að vera með þetta á hreinu framvegis ;) Sérstaklega þar sem maður er varla að gera annað þessa dagana en að fikta í móðurborðum, örgjörvum og kælingum :D


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Vifta á örgjörvakælingu - blástur upp eða niður?

Pósturaf KermitTheFrog » Fim 11. Des 2008 01:13

Bara til að vera viss

Ég er hér með Xigmatek Achilles og þetta lítur svona út hjá mér:

Mynd

Meikar þetta ekki alveg sens?? Blæs inná heatsink og svo er exhaust vifta þarna fyrir aftan



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Vifta á örgjörvakælingu - blástur upp eða niður?

Pósturaf ManiO » Fim 11. Des 2008 09:07

Kermit jú.

En eitt annað sem fólk hefur ekki minnst á. Cross flow heatsink, eins og Thermalright Ultra, kæla bara örgjörvan, á meðan heatsink sem vísa niður kæla líka chipsettið á móðurborðinu. Cross flow heatsink eru oftast að kæla örgjörvan betur, minnir að í flestum prófunum sem ég hef séð hefur ultra verið að fá um 0,5-5 °C lægra (hærra delta þá) heldur en Big Typhoon á meðan chipset hitastigið hefur verið talsvert lægra hjá Big Typhoon. Finn því miður ekkert um þetta á google í augnablikinu en er líka of þreyttur til að hugsa nógu skýrt til að detta í hug sniðug leitarorð, en ef þið farið í gegnum nóg af gagnrýnum þá ættu þið að sjá þetta. Og í raun er það ástæðan fyrir því að menn vilja blása köldu lofti niður í stað þess að sjúga heitt loft upp.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."