Pandemic skrifaði:Hvernig er það, núna er ég viðskiptavinur Vodafone og er "happy camper", er búið að takmarka erlent niðurhal mitt án þess að láta mig vita? Úr ótakmörkuðu niður í e-h pakka sem þeir bjóða eða held ég sama þjónustu standard?
Langar nefninlega ekkert sérstaklega að fá reikning uppá marga tugi þúsunda fyrir erlent niðurhal, ég get alveg eins bara lagt CAT5 yfir atlantshafið.
Hér ætla ég ekki að reyna vera leiðinlegur, Vodafone var eftir því sem ég best man eina fjarskiptafyrirtækið sem auglýsti aldrei ótakmarkað erlent niðurhal. Best auglýstu þeir 80 GB og voru gagnrýndir fyrir það, þeir voru líka fyrstir til að taka action á móti "ofur"-niðurhölum með bréfsendingum og hótunum á lokun á þjónustu.
Eftir því sem ég best næ þá eru gömlu viðskiptavinir Vodafone sem voru viðskiptavinir fyrir þessa gullpakka hjá þeim enn í gömlu þjónustuleiðunum og eru þess vegna með 80 GB erlent niðurhal og eftir 80 GB þá lenda þeir í cappi ( núna þegar þeir eru greinilega byrjaðir að mæla ljósleiðarakúnna þá munu þeir líka lenda í þessu sem þeir hafa ekki gert hingað til ).
Þannig að ef þú ert viðskiptavinur áður en þeir kynntu þessa gull-pakka ( og ert ekki með 50 Mb/s ljósleiðarapakka ) að þá ættir þú að vera safe, það er d/lað eins og fáviti og bara lent í cappi en ekki ofurrukkunum.
Annars gætirðu fengið stóra reikningin og ég held að magir séu að fara lenda í því um næstu mánaðarmót...