Þvílíkt vesen með USB búnað :o

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Þvílíkt vesen með USB búnað :o

Pósturaf Viktor » Mið 10. Sep 2008 21:50

Sæl.
Þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera nota þessa "nýju" tölvu mína í uþb. eitt ár og allt hefur gengið smurt. Hef verið að nota MX518 mús í USB allan tíman. Svo ákveð ég að fá mér Logitech Wave lyklaborð (usb) og tengi það í tölvuna og allt lítur ágætlega út, því það kemur svona "New device found" gluggi í vinstra hornið, og USB Multimedia Keyboard kemur í Device Managerinn. Svo reyni ég að installa þessu "automaticly" en það kemur bara "We could not find drivers...blabla" og lyklaborðið virkar ekki. Fór með það niðrí búð og þeir prufuðu það á nokkrum tölvum og það virkar vel þar. Svo kem ég heim og set það í gömlu tölvuna og það virkar fínt í henni líka. Fer aftur í nýju og þetta sama vandamál.

Svo var ég að kaupa mér nýja hátalara núna áðan, ákvað að kaupa nýtt hljóðkort til að losna við suðið í inbyggða kortinu. Keypti USB X-fi kort og getiði hvað gerist? Sama vandamál með það. Þegar ég er búinn að installa driverunum, þá er eins og að tölvan sjái USB hljóðkortið, en ekki driverinn fyrir það, kemur alltaf bara "No devices found for this driver" eða eitthvað sambærilegt.

Svo nú sit ég uppi með tvær dýrar vörur sem virka ekki útaf einhverju vandamáli sem ég get ekki leyst. Er búinn að setja upp drivera aftur, fikta í BIOS og sitthvað fleira. Það er eins og tölvan finni búnaðinn í USB portinu, en viti ekki hvað hún á að gera við hann, þetta kemur allt bara upp þarna í spurningamerkjaflokknum í Device Manager.

Getur einhver hjálpað?
Viðhengi
usb.JPG
usb.JPG (38 KiB) Skoðað 697 sinnum


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


machinehead
Geek
Póstar: 829
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Þvílíkt vesen með USB búnað :o

Pósturaf machinehead » Mið 10. Sep 2008 22:44

Lenti í þessu nákvæmlega sama...
Ertu búin að prufa önnur Usb device?

Ég skipti bara móðurborðinu út, var búinn að formatta, uppfæra BIOS og allan andskotann.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Þvílíkt vesen með USB búnað :o

Pósturaf mind » Fim 11. Sep 2008 09:53

Hef leyst sviptað vandamál sem ég lenti í með mús.

Ég þurfti að fjarlægja allt undir Universal Serial Bus controllers.

Svo þurfti ég að mata driverinn fyrir músina inn þegar vélin sagði að hún hefði fundið nýtt hardware.
Mundu að taka allt út og láta bara 1 hlut inni í einu.

Ef ég man rétt þá var þetta einhver ruglingur sem kom á USB reklasafnið á tölvunni , ég fann aldrei út hvernig maður lagaði það.




boot.ini
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fim 04. Sep 2008 21:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Þvílíkt vesen með USB búnað :o

Pósturaf boot.ini » Sun 14. Sep 2008 01:38

Ok ég skil ekki vandamálið. Er svona erfit að installa driverum ef að windows gerir það ekki fyrir ykkur?

String afsökunarbeiðni = breyta("Sorry las þetta ekki nógu vel IGNORE ME", DateTime.now());




public string breyta(string msg, DateTime td)
{
return msg + dt.toString()
}




Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1228
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þvílíkt vesen með USB búnað :o

Pósturaf Selurinn » Mið 01. Okt 2008 05:01

Lennti í þessu nákvæmlega sama með P35-DS4 móðurborði hérna. Helminginn af USB device sem ég setti inn náði hann ekki að setja driver fyrir og aldrei fann ég ástæðuna þrátt fyrir BIOS update og allan andskotann sem flestir hérna eru búnir að nefna. Fór síðan einmitt með eitt lyklaborðið niðrá verkstæði og allt virkaði fínt þar :(

Mjög gott væri að fá skýringu og lausn :)

P.S. Ég hennti nákvæmlega öllu í Universal Serial Bus controller, og ekki get ég sagt að það hjálpaði, allt OSið mitt fór í h4x. (Svosem ekkert USB virkar núna)