mind skrifaði:Það kemur örugglega einhver sem hefur litla vitneskju um þróun tölvuleikja til að mótmæla þessu frá tæknihliðinni en ég ætla samt að láta þetta flakka.
Ef tölva er ætluð í tölvuleiki á maður að forðast eins og heitan eldinn að hafa hana eitthvað annað en 32 bit.
Ástæðan er einföld, flest allir tölvuleikir eru hannaðir og framleiddir í og fyrir 32bit. Því á 32bit stýrikerfi alltaf að gefa manni stöðugustu, afkastamestu og bestu útkomuna í spilun tölvuleikja.
Þú myndir líklega sleppa með 550W orkugjafa án þess að yfirklukka.
Einhverjar viðbætur við tölvuna eða yfirklukkun þá myndi ég fá mér stærri.
Það sem skiptir í raun og veru eru amperin á 12v railinu, ekki hægt að segja vel til um þetta nema þú vitir þau. Án þess að vita fyrir víst þá þarftu sennilega 26-30amp til að ætla keyra allt þetta, ég er samt ekki mjög sérfróður um orkugjafa.
Þú gætir mögulega skipt út þessum 2x 4850 yfir í 4870 og sloppið þá auðveldlega með 550W. Ættir að fá svipað performance og maður á ekki að þurfa mikið öflugra kort en það.
En nýjustu leikir virðast vera Optimizaðir fyrir 64bit og Multi Core að dæma það sem stendur aftan á coverið á leikjunum!