Hvað á að kaupa?


Höfundur
gislih
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fim 21. Sep 2006 19:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvað á að kaupa?

Pósturaf gislih » Sun 27. Júl 2008 03:23

Ætla skella mér á nýtt sjónvarp, 32" eða 37" hugsa ég eigi þó eftir að hallast af 32" þarsem að þetta er hugsað í herbergi sem er ekkert rosalega stórt, en hef bara ekki hugmynd um hvað er best að kaupa.

Vill geta tengt leikjatölvur við það, wii, ps3 og þessi pakki og helst geta tengt sjónvarpið við tölvuna líka þó það sé ekki most, en yrði aðallega bara notað til að horfa á fótbolta og bíómyndir þannig þetta þarf svosem ekkert að vera neitt brjálað.

Býst alveg við því að eiga þetta í nokkur ár svo það væri nú ekkert verra að hafa það nægilega gott til að geta dugað almennilega þann tíma, verðið er ekkert að stoppa mig en vill samt ekki vera kaupa eitthvað rándýrt með fullt af fídusum sem ég hef ekkert að gera við.

Var svoldið að skoða 37" plasma hjá http://www.simnet.is/plasma gæjanum, og einnig einhver 32" lcd sjónvörp á tilboði hjá sjónvarpsmarkaðnum(http://www.sm.is)

En ég veit bara ekki hvað ég þarf að vera leita af, svona almennt finnst mér flestum lítast betur á LCD og að það sé víst most að hafa sjónvörpin HD ready, þannig var bara spá, fyrir svona basic notkun þarf maður að kaupa einhver 300þ kr sjónvörp eða gera 100þ kr tækin alveg sama gagn? Og já hver er best að kaupa sjónvörp í dag?




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 642
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kaupa?

Pósturaf dadik » Sun 27. Júl 2008 04:43

Sony KDL-40W4000 eða Sony KDL-40V4000 hjá Elko

"Regardless of these flaws, at this time of writing the Sony KDL40W4000Buy this for £885.00 at Dixons
Britain's leading HDTV retailer remains the best LCD HDTV – in terms of both picture and sound quality – we've reviewed in 2008. We haven't seen the latest Samsung 5 and 6 series nor Toshiba's ZF range of LCD TVs, but equalling (let alone surpassing) the stellar performance delivered by the Sony KDL40W4000 will be no easy feat."

Sjá meira hjá http://www.hdtvtest.co.uk/Sony-KDL40W4000/Conclusion/


ps5 ¦ zephyrus G14


gunnicruiser
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Þri 29. Jan 2008 23:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kaupa?

Pósturaf gunnicruiser » Sun 27. Júl 2008 12:18

þegar ég var að kaupa sjónvarp um daginn þá sögðu flestir sölumennirnir að ef að þetta á að endast þá er LCD framtíðin og plasma er að detta út.
kv,,,gunni




Prags9
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Fim 09. Ágú 2007 18:58
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á að kaupa?

Pósturaf Prags9 » Sun 27. Júl 2008 15:25

gunnicruiser skrifaði:þegar ég var að kaupa sjónvarp um daginn þá sögðu flestir sölumennirnir að ef að þetta á að endast þá er LCD framtíðin og plasma er að detta út.
kv,,,gunni


Ég vil meina að flestir sölumenn eru vitleysingar :)
http://www.plasma-lcd-facts.eu/