Tiltörlega hreint hjá mér í dag, fyrir algjöra tilviljun, og því ákvað ég að taka nokkrar myndir af aðstöðunni.
Upplýsingar um tölvuna er að finna í undirskriftinni en á myndunum sjást einnig:
PS3 tölva
Logitech Z-5500
Sennheiser HD-25
Logitech G11
Razor Copperhead
Steelseries músamotta
Örgjörvinn er alveg stable hjá mér á 3.195Ghz og er að sigla á um 50°C í load með prime95. Hef ekki prófað að fara með hann hærra þar sem að þetta dugar mér alveg í dag en minnin keyra enþá á stock hraða svo ég held ég komi honum alveg í 3,4-3,6 ef ég mundi reyna. Þessi vél keyrir allt sem ég hef hennt á hana þ.m Crysis í 1680x1050 með allt í High nema textures og shaders í Very High ásamt 4xAA á um 30-40 ramma á sek.
Tölvan var keypt að mestu leiti í tölvutækni í október/nóvember í fyrra, en síðan þá er ég eiginlega búinn að skipta um nánast allt í henni. Bara móðurborðið, örgjörvinn og annar af hörðu diskunum eftir ef ég man rétt.
Býð núna bara eftir fleiri leikjum til þess að spila en það kemur auðvitað ekki neitt út á sumrin. Styttist samt í Crysis: Warhead og þegar maður er orðinn leiður á honum ætti Far Cry 2 að vera að koma, og svo vonandi kemur Starcraft 2 á þessu ári