SLI eða Crossfire???

Skjámynd

Höfundur
Zorglub
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Pósturaf Zorglub » Þri 11. Mar 2008 23:34

RaKKy skrifaði:Grátlegt að sjá fólk eyða pening í raptor þegar hægt er að raid0 og fá helmingi meiri hraða.


Það er þó engin afsökun til að spreða peningum.



Það er nú ekki alveg svo einfalt að það sé helmingi meiri hraði með 2 diskum í raid 0, stundum græðirðu hreinlega ekki neitt á því.
Það væri frekar að rökræða af hverju ég fór ekki í aðrar tegundir sem eru að skáka raptornum í hraða. (á sama eða meiri pening, nota bene)

En hinsvegar skil ég ekki alveg kommentið þar sem ég er með tvo raptor diska í raid 0 þannig að ...... ???

ps. Tölvukaup eru alltaf spreð á peningum, það sem þú kaupir í dag, er úrelt á morgun ;)




Malici0us
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Lau 10. Des 2005 22:17
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re:

Pósturaf Malici0us » Lau 10. Maí 2008 10:44

Zorglub skrifaði:Jæja ég ætlaði nú að vera löngu búinn að bæta við hérna nokkrum línum.
Byrja á því að þakka svörin og pælingarnar, en ég er semsagt búinn að versla.

Evga 780 SLI
2 x Asus 8800 GTS 512
E8400 Wolfdale sem ég smellti strax í 3.6 GHz
Zalman CNPS9500 LED fyrir örrann
OCZ Reaper HPC 4G
2 x WD Raptor 74G
WD 500 G SE 16
Fortron Epsilon 1010W
Antec 900 kassi

Eins og sést þá var ekki verslað með sparnað eða hagkvæmni að leiðarljósi enda var það ekki hugmyndin í upphafi, heldur að leika sér aðeins og spreða :wink:

780 borðið er með nánast óendanlega fikt möguleika og peningana virði myndi ég segja.
8800, þarf eitthvað að ræða það eða?
8400, dual virkar mun betur í leiki heldur en quad.
Zalman, hefur staðið fyrir sínu hingað til.
OCZ, hmmm á að virka, kemur í ljós.
Raptor, já já ég veit, þetta er bara sérviska í mér og ekkert annað :wink:
WD 500, tja ekkert um það að segja.
Fortron, allt of dýr en góður. Þoli heldur ekki vattavesen.
Antec, fínn kassi með frábæru loftflæði, en dáldið hávær.

Er með þetta á Vista, í bili allavegana, rúm 17000 í 3D mark 06 í fyrstu atrennu en maður á nú eftir að leggjast yfir þetta og stilla og fikta.

Þegar menn reyna að segja mér að 250 kall í tölvu sé mikið þá horfi ég bara út um gluggann á sleðakerru á 500 kall með sleða innanborðs á 1000 kall, sem er notað 5 sinnum á ári og hugsa með mér "nei mitt áhugamál er ekki svo dýrt" :D


Hvernig er nvidia kubbasettið á 780 borðinu að virka hjá þér, er til dæmis ekkert mál að horfa á video án þess að allt frjósi ?


ASUS P5K PRO•Intel E8400@3.6Ghz•TRUE+Zalman SF3 120mm•MSI 560 GTX TF OC•4GB OCZ PC6400@4-5-4-15•Corsair AX 850w•Antec P182 Case
Abit IC7•Intel 2.8GHz•Zalman CNPS-7000B-Cu•ATi x800 Pro 256mb•2GB OCZ PC3200 @ 2-2-2-5•SilenX PSU 450w

Skjámynd

Höfundur
Zorglub
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: SLI eða Crossfire???

Pósturaf Zorglub » Mán 12. Maí 2008 22:37

He he, á maður einhverntíman að viðurkenna að það sé vesen með nýa og flotta dótið :^o ;)
En jú það er hellingur að böggum með þetta borð og nvidia hafa ekki verið að standa sig með bios uppfærslur.
Spilar illa videó, styður illa sata geisladrif, lélegur raid stuðningur og sitthvað fleira, en það er orðið hægt að komast fyrir þetta allt með ýmsum krókaleiðum, nota til dæmis drivera frá 790 borðinu og margt annað sem er best að lesa um á spjallborðinu hjá evga.
Eftir stendur að þetta er ágætis borð, en alls ekki fyrir aðra en þá sem hafa getu og tíma til að fara þessar blessuðu krókaleiðir.

Ég var reyndar orðin það pirraður að ég skipti um móðurborð, setti Gigabyte X-38 og seldi bróður mínum vélina #-o stakk borðinu ofaní skúffu í mánuð
og var í þessum töluðu að setja saman aftur með IDE drifi, einum raptor diski og vista 64. Virkar fínt það sem af er 7-9-13 :lol:

ps. er reyndar með aðra öfluga vél í alla eðlilega vinnslu plús einhverjar tvær vanalegar þannig að svona leikaraskapur gengur alveg upp án þess að konan missi sig :wink:


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15