Varðandi útlit/virkni vaktin.is

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

Höfundur
raRaRa
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Þri 10. Okt 2006 11:18
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Varðandi útlit/virkni vaktin.is

Pósturaf raRaRa » Sun 27. Apr 2008 17:37

Sælir.

Ég er ekki að gera neitt út á útlitið sjálft, en það væri fallegt ef það yrði breytt tabs hnöppunum að ofan, s.s Forsíða, Örgjörvar, Vinnsluminni o.sfv. Eins og er, þá hafið þið <li> sem bindur á sig class t.d. icon-home, þannig það nægir ekki að smella á hnappa myndina heldur verður maður að smella á textann í hnappinum. Sniðugri leið væri að breyta icon-home svo það á við tagið <a>.
Gott dæmi væri:

Kóði: Velja allt

.icon-home a
{
   background: url('Bakmynd.jpg') no-repeat;
   color:white;
   display:block;
   width:89px; /* Breyddin á hnappinum */
   font-weight:bold;
   margin: -4px 2px 0 0; /* Stilla textann rétt á hnappinn*/
   padding: 8px 1px 8px 0; /* Láta myndina sýnast rétt í kringum textann */
   text-align:center; /* Miðjuseta textann */
}


Þá væri einfalt að gera

Kóði: Velja allt

<li class="ButtonBack"><a href="#">Forsíða</a></li>

og þá myndi hnappurinn allur virka sem hlekkur, ekki aðeins textinn.

Svo var önnur pæling, afhverju það er haft headerinn sem iframe, er einhver sértakur tilgangur með því? Síðan er skrifuð í PHP svo það yrði ekkert mál að includa header þarna uppi? Mér persónulega finnst síðan frekar þung eins og er, mætti aðeins létta útlitið, ekki hafa það of þétt.

Afhverju ekki festa logo-ið "Vaktin.is" þannig það sé fast uppi vinstra megin, að það færist ekki með eftir hvað taflan er stór. Endurhanna headerinn með table-less, þar sem töflur eru hannaðar fyrir töflugögn, ekki útlit. Það er allveg rosalega þungt að nota töflu/r sem hönnun á síðu. Ef ykkur vantar hjálp með að gera css-ið fyrir headerinn á ákveðinn hátt, þá er ég alltaf til að hjálpa.

En þetta er aðeins mín persónuleg skoðun, ekkert sem er endilega nauðsynlegt, bara væri þægilegra og skemmtilegra að sjá ;o)

Takk fyrir.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi útlit/virkni vaktin.is

Pósturaf GuðjónR » Sun 27. Apr 2008 23:01

Flott hjá þér að koma með þessa punkta, tökum þig á orðinu varðandi aðstoðina, höfum samband fljótlega.
Takk takk.
GuðjónR....over and out.




Haddi
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 23:17
Reputation: 0
Staðsetning: Ísland
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi útlit/virkni vaktin.is

Pósturaf Haddi » Mán 28. Apr 2008 14:44

Mjög góðir punktar sem ég myndi vilja sjá. Varðandi <li> þá virkar það mjög vel sem hnappur, ekkert endilega þannig að það sé bara textinn í myndinni, ég nota það yfrleitt í forritun. Einnig myndi ég vilja fá "hover" á hnappana.

Það væri þá svona (ef ég tek þinn kóða og breyti í hover):

Kóði: Velja allt

.icon-home a:hover
{
   background: url('mynd-hover.jpg') repeat-x; /* Þetta væri þá hover myndin */
   color: white;
   width:89px; /* Breyddin á hnappinum */
   font-weight:bold;
   margin: -4px 2px 0 0; /* Stilla textann rétt á hnappinn*/
   padding: 8px 1px 8px 0; /* Láta myndina sýnast rétt í kringum textann */
   text-align:center; /* Miðjuseta textann */
}


Fatta ekki alveg af hverju þú ert með display:block; þarna, þetta er jú ekki blokk.

Annað sem ég myndi vilja sjá er slóð á aðalsíðu spjallsins þegar maður smellir á vaktarlogoið.
Svo væri gaman að fá þannig að sá hnappur sem maður er á verði sama mynd og er á hoverinu.
Skal gera kóða fyrir það ef ég verð beðinn um það..



Skjámynd

Höfundur
raRaRa
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Þri 10. Okt 2006 11:18
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi útlit/virkni vaktin.is

Pósturaf raRaRa » Mán 28. Apr 2008 15:24

Sæll Haddi.

Ástæðan fyrir því að ég hef block er vegna þess að <a> hefur ekki breydd, með því að skilgreina block þá get ég ráðið breyddinni. Þar sem myndin verður bakgrunnur á hlekknum þá myndi það bara eiga við svæðið þar sem textinn nær yfir. Með block þá get ég ráðið breyddinni. Ég vona að ég hafi náð að koma þessu úr mér á skiljanlegan hátt.

Ef þú veist um betri leið til að höndla þetta, endilega komdu með það :-)

Kv, raRaRa.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi útlit/virkni vaktin.is

Pósturaf hagur » Mán 28. Apr 2008 16:13

Float:left; meikar kannski meiri sense en display:block; í þessu tilviki, en með því að setja float á hlut, þá fær hann hæð og breidd, líkt og ef sett væri á hann display:block; :wink:




Haddi
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 23:17
Reputation: 0
Staðsetning: Ísland
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi útlit/virkni vaktin.is

Pósturaf Haddi » Mán 28. Apr 2008 16:58

Ég get alveg komið með skemmtilegar og þægilegar útfærslur á þessu.
Ég nota sjálfur aðeins display:block; þegar ég er með valmynd sem er lóðrétt niður. Auðvitað er hægt að breyta þessu á marga vegu. Skal búa til nákvæma lausn á þessu, ætla að skoða css skránna hérna fyrst og smíða svo útfrá því.



Skjámynd

Höfundur
raRaRa
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Þri 10. Okt 2006 11:18
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi útlit/virkni vaktin.is

Pósturaf raRaRa » Mán 28. Apr 2008 23:17

Haddi skrifaði:Mjög góðir punktar sem ég myndi vilja sjá. Varðandi <li> þá virkar það mjög vel sem hnappur, ekkert endilega þannig að það sé bara textinn í myndinni, ég nota það yfrleitt í forritun. Einnig myndi ég vilja fá "hover" á hnappana.

Það væri þá svona (ef ég tek þinn kóða og breyti í hover):

Kóði: Velja allt

.icon-home a:hover
{
   background: url('mynd-hover.jpg') repeat-x; /* Þetta væri þá hover myndin */
   color: white;
   width:89px; /* Breyddin á hnappinum */
   font-weight:bold;
   margin: -4px 2px 0 0; /* Stilla textann rétt á hnappinn*/
   padding: 8px 1px 8px 0; /* Láta myndina sýnast rétt í kringum textann */
   text-align:center; /* Miðjuseta textann */
}


Fatta ekki alveg af hverju þú ert með display:block; þarna, þetta er jú ekki blokk.

Annað sem ég myndi vilja sjá er slóð á aðalsíðu spjallsins þegar maður smellir á vaktarlogoið.
Svo væri gaman að fá þannig að sá hnappur sem maður er á verði sama mynd og er á hoverinu.
Skal gera kóða fyrir það ef ég verð beðinn um það..


Ég las þetta líklega ekki nógu vel yfir seinast, en með a:hover þá yrði það ekkert mál, já, en það er samt sem áður óþarfi að endurtaka allt, nóg er að skilgreina einungis background-image fyrir a:hover, þar sem a:hover erfir a ef ég man rétt.

Ég er allveg sammála með að nota <li> sem hnapp, ég neitaði því aldrei, bara hvernig það var notað.

Svo með hover, þá er spurning hvort hover myndin væri sameiginleg fyrir alla hnappana, þá þarf t.d. ekki að skilgreina a:hover fyrir sérhvern hnapp, því það eru 2 tegundir af hnöppum, s.s 2 mism. bakgrunnsmyndir eins og er.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi útlit/virkni vaktin.is

Pósturaf GuðjónR » Fim 01. Maí 2008 15:00

Hvernig gengur að laga headerinn ?




Semboy
1+1=10
Póstar: 1143
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi útlit/virkni vaktin.is

Pósturaf Semboy » Fös 02. Maí 2008 23:07

mér finnst old school vera betra , enn maður getur reynt að venjast þessu:)

-svo ,TILhamingju með nyja útlitið -' "klap klap"


hef ekkert að segja LOL!