Hökkt í leik í 32 bita upplausn en ekki í 16 bita?

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Hökkt í leik í 32 bita upplausn en ekki í 16 bita?

Pósturaf DoofuZ » Mið 26. Mar 2008 01:54

Ég hef verið að spila GTA SA eitthvað að undanförnu og var nýlega aðeins að fikta með grafíkstillingarnar en fram að þessu þá var ég búinn að vera að spila hann í upplausninni 1280x800 þrátt fyrir að 20" Acer skjárinn minn virki best í 1680x1050 en ef ég stilli á þá upplausn þá hef ég hingað til ekki getað haft allar aðrar stillingar í hæsta. En nú var ég að setja leikinn uppí þá upplausn og fór að fikta í hinum stillingunum, bæði í leiknum sjálfum og í Catalyst Control og þá komst ég að því að ef ég stilli upplausnina í leiknum á 1680x1050 og hef það 16 bita þá er leikurinn mjög fínn með allt annað í botni og ekkert hökkt en um leið og ég set það í 32 bita þá fer hann að hökkta.

Er virkilega svona mikill munur á 16 bita og 32 bita upplausn eða?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1228
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Mið 26. Mar 2008 02:38

Ég lennti líka í þessu með SA á X1650Pro korti.

Hafði bara stillt á 16-bitta......:S



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Mið 26. Mar 2008 17:22

Get ég þá engan veginn stillt á 32 bita? Afhverju virkar það svona miklu verr?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Mið 26. Mar 2008 17:53

Margir leikir gefa valmöguleika á að keyra í annaðhvort 16-bita eða 32-bita litadýpt. Þá verið að tala um hversu mikið video minni á að nota fyrir hvern pixel.

32-bita litadýpt gefur meira range af litum sem hver pixel getur notað, sem skilar sér í betri gæðum í leiknum. Vegna þess að þú notar talsvert meira video minni til að fá þessi betri gæði, þá minnkar rammafjöldinn og þú færð hikst í leikinn..