Næringarinnihald pósta að minnka?

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Næringarinnihald pósta að minnka?

Pósturaf TechHead » Mán 18. Feb 2008 00:09

Er ég einn um það af "Old School" vaktar mönnum að finnast innihald
pósta síðastliðna viku fara snarversnandi ?

Mikið af nýju ótömdu blóði máski? :roll:



Skjámynd

HR
Ofur-Nörd
Póstar: 247
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 23:59
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf HR » Mán 18. Feb 2008 00:10

Ég hef nú sjálfur verið uppvís af smá rugli, en ég reyni að halda því í skefjum :)


Gigabyte Z68x-UD4 | Intel i7-2600K | 32GB Mushkin Blackline 1333MHz CL8 | Gigabyte GTX660Ti OC 2GB WF2X | 240GB Mushkin Chronos Stripe | Antec P280 | Dell U2410M


Weekend
Nörd
Póstar: 102
Skráði sig: Fös 02. Nóv 2007 22:00
Reputation: 0
Staðsetning: Hef ekki hugmynd !
Staða: Ótengdur

Re: Næringarinnihald pósta að minnka?

Pósturaf Weekend » Mán 18. Feb 2008 00:16

TechHead skrifaði:Er ég einn um það af "Old School" vaktar mönnum að finnast innihald
pósta síðastliðna viku fara snarversnandi ?

Mikið af nýju ótömdu blóði máski? :roll:


Tetta er allveg rétt hjá tér :wink:


Antec: Antec 900 ultimate gaming case // Asus : Striker extreme // Evga: 8800GTS 320mb superclock // ------- //
Intel: Intel core 2 duo E6600 // Hiper: Type M630W

Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2784
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 128
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Næringarinnihald pósta að minnka?

Pósturaf zedro » Mán 18. Feb 2008 00:58

Weekend skrifaði:Tetta er allveg rétt hjá tér :wink:

Já þú mátt nú fara að taka þig til í andlitinu og posta með meira innihaldi.
Er að verða þreyttir á tómum bréfum frá þér :?


Kísildalur.is þar sem nördin versla


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Mán 18. Feb 2008 08:11

Sammála.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 1
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf einzi » Mán 18. Feb 2008 10:16

Jú ég er eiginlega mjög sammála. Mikið af "Its broken, tell my why and how to fix it" þráðum.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf beatmaster » Mán 18. Feb 2008 10:59

Ég gæti ekki verið meira sammála þér TechHead, það þarf að fara að taka alvarlega á þessu, ég hef meira að segja snúið áliti mínu á þessu máli til baka, það þarf að fara að taka heilmikið til hérna og ættu hans stjórnunaraðferðir að henta ágætlega til þess!


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Mán 18. Feb 2008 21:31

Mér finnst vaktin hafa breyst undanfarið.

Væri ekki ágætt að setja upp chat board eða auglýsa betur irc rásina?


Update:

Mér datt annað í hug. Hvernig væri að fá CendenZ til að taka til hendinni hérna og rasskella suma notendur eins og hann gerði við mig á sínum tíma og fékk mig að mér finnst til að hegða mér? Það gerir bara fólki gott ef það hefur vit á taka sönsum.

Ég get alveg játað að ég átti þátt í því draga niður gæði vaktarinnar lengi vel með rugli mínu.

Vaktin virkaði fyrir utan mína þátttöku sem ágætis spjallvefur lengi vel en ég hef verið notandi hérna frá 2004. Það fór fram nokkuð þroskuð umræða hérna í langflestum tilvikum og þó meðalaldur notenda var tiltölulega lár, þá voru óvenjulega þroskaðir ungir notendur sem stóðu mér langtum framar á langflestum sviðum.

Núna þá fæ ég á tilfinninguna að hérna séu margir fyrrrverandi BT spjall notendur á ferðinni eða keimlíkir sem hafi uppi sömu eða allavega nokkurn veginn sömu takta og þar réð ferðinni.

Ég hef undanfarið dregið verulega úr komum mínum hingað vegna þessa að því ég er hræddur. Ég ber mikla virðingu fyrir vaktinni vegna góðrar reynslu af mörgum notendum hérna og ekki síst því að vaktin stendur fyrir sínu og er stór virðingarverður vefur.

Mér hlýnaði um hjartaræturnar um daginn þegar ég las viðtalið við Kidda í Fréttablaðinu. Vaktin átti skilið að fá umfjöllun í fjölmiðli enda hefur hún stuðlað að mörgu góðu fyrir neytendur.