Yank svarar START

Allt utan efnis

Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Yank svarar START

Pósturaf Yank » Þri 29. Jan 2008 17:17

Þar sem þessi þráður var kominn í tómt tjón og ég ætla ekki að taka þátt í rökræðum starfsmanna verslanna um gæði eða ókosti ákveðinna merkja sem þeir selja, þá færði ég þetta hingað.

start skrifaði:Einnig má nú Yank fara að hægja á sér með sín review sem eru nú alls ekki hlutlaus þó þau séu nú vel gerð. Einungis vörur frá Tölvuvirkni og IOD ehf (þar sem bróðir hans vinnur) eru þar enda er "skilyrði" fyrir að fá að láta skoða vöru að hún sé gefins!


Áhugaverðar fullyrðingar, en kolrangar, sem ég skal sýna hér fram á og allir geta séð. Hef beðið í raun eftir þessu í nokkurn tíma. Þ.e. að forsvarsmanni einhverjar verslunar myndi finnast á sig hallað, eða umfjallanirnar farnar að hafa slík áhrif að einhverjum myndi finnast nóg um. En í dauða mínum átti ég frekar von en að það kæmi frá START. Ekki síst fyrir þær sakir að þar hef ég verslað nokkuð í gegnum árin og það er eina verslunin með tölvuvörur sem ég hef einhvern tíman verið bullandi auglýsing fyrir. Enda spilaði ég BF1942 undir merkjum START fyrir ekki svo mörgum árum. Hef ekki fengið beiðni frá START eða boð um að skrifa um einhverja vöru sem þar er seld þannig svona biturt commnet kemur mér á óvart. Hefði kostið að þið hefðuð haft samband við mig beint.

Það er rétt að ég hef haft auðvelt aðgengi að IOD sökum þess að þar vinnur bróðir minn, því hefur ekkert verið haldið leyndu af mér. Hann hefur líka verið duglegur, að halda að mér vörum og oftar en ekki hefur hann fengið nei sem svar. Ég ætla ekki að eyða tíma í vörur sem ég hef ekki áhuga á eða tel að umfjöllum um hana verði ógagnleg. Það hefur því verið auðveldara fyrir mig að fá "Lánaðar vörur þar eða þær skaffaðar" en annarstaðar. Þar hefur mér einnig verið hjálpað að koma á sambandi við erlenda byrgja, það eru helst þeir sem eru tilbúnir að skaffa vörur frítt enda tíðkast það oft þegar slík review eru skrifuð erlendis. Þetta eru framleiðendur eins og Corsair, Logitech, Raidsonic ofl. Það er í raun Deadman bróður mínum að kenna að ég byrjaði á því að skrifa umfjallanir en hugmyndin kom ekki frá honum heldur hafði erlendur framleiðandi samband við hann og var að leita af aðila á Íslandi sem gæti skrifað slík.

Ég hef kosið að hafa frekar samstarf við heildverslanir eða verslanir á Íslandi heldur en að fara beint í framleiðendur sjálfur. En sá tímapunktur er löngu komin að ég þarf þess ekkert frekar, en ég vil samt halda því áfram.

Það vill svo skemmtilega til að Tölvutek hefur einnig skaffað mér hluti í samstarfi við Gigabyte. Mér vitanlega er ekki neinn sérstakur kærleikur samkeppnislega á milli IOD, att og Tölvulistans. Þótt IOD sé ekki lengur beintengt Tölvulistanum.

Tölvuvirkni hefur séð sér hag í því að halda að mér vörum og þeir höfðu við mig samband að fyrra bragði, og komu á "samstarfi" við BenQ og SPARKLE. Tölvuvirkni hefur fremur en aðrar verslanir verið mjög fljótir má markað með nýjungar í skjákortum bæði frá SPARKLE og Jetway, því hafa þeir verið kjörnir í að skaffa vélbúnað, því það er gaman að geta birt Íslenska umfjöllun á sama tíma eða jafnvel fyrr en þær birtast erlendis.
Sama má segja um Tölvutek því þeir hafa verið fljótir að koma með Gigabyte móðurborðin á markað jafnvel fljótari en aðrir í Evrópu.

Það er ekki rétt að allir þeir hlutir sem ég hef gert umfjöllun um eða notað í umfjöllunum hafi endað frítt í mínum vasa. Þegar ég fór af stað með þessar umfjallanir, þá bauð ég öllum sem vildu að skaffa, eða lána mér vörur og þeir gætu komið með hugmyndir af umfjöllunum. Í versta falli segi ég nei hef ekki áhuga að skoða þessa vöru.

Kostnaður minn og vinna við að gera þessar umfjallanir veltur á tugum ef ekki hundruðum þúsunda, mig hreinlega langar ekki að vita nákvæmlega hver hann er, það yrði mjög letjandi og konan yrði brjáluð :oops:

Ég lít á mig sem hlutlausan aðila tilbúin að gera fræðandi og leiðbeinandi umfjallanir um vélbúnað, til þess að gera lesenda betur vopnum búinn áður en hann lendir í sölumanni. Þ.e. ég er ekki hagsmuna tengdur verslun með tölvubúnað. Vissulega er ákveðin sölumennska í slíkum umfjöllun en ég tel mig ekki hafa gert hluti fallegri en þeir eru í raun í umfjöllunum hingað til.

Það fer eflaust í taugarnar á einhverjum einstaklingum hagsmuna tengdum verslunum að einhver dúdd eins Yank geti haft áhrif á val einstaklinga um hvar eða hvað þeir versla, og hann ætti ekki að rugga bátnum. Eins og ég hef kynnst verslum með tölvubúnað þá er það harður heimur og ekki öfunda ég aðila sem standa í slíkum rekstri.

Verslanir hafa verið mis fúsar að skaffa vélbúnað, þannig það er bara við þær sjálfar að sakast ef þeim finnst þær skyldar útundan. Hef talað við flesta sumir taka mjög vel í að skaffa vélbúnað en aðrar tregar og hafa sagst ætla að hafa samband með Emil sem síðan aldrei kemur. Það er því ósköp eðlilegt að ég sé ekki að eyða tíma í að ganga á eftir þeim þegar ég get fengið eitthvað mjög auðveldlega annarstaðar. Sumar verslanir hafa haft samband af fyrrabragði.

Varðandi svör mín á vaktin.is. Ef ég hef trú á vörunni og hún er á góðu verði mæli ég með henni. Eðlilega mæli ég helst með þeim vörum sem ég hef góða reynslu af. Hef heldur ekki orðið var við að vera á eintali hér eða eina röddin á Vaktin.is, en ég stend fast á mínu og færi rök fyrir þeirri skoðun. Tel mig ekki vera sérstaklega hliðhollan einu eða neinu merki eða verslun umfram aðra, en ég er pottþétt hliðhollur verðum og þjónustu.

Hef hingað til ekki orðið var við neitt nema mjög jákvæð viðbrögð með þessar umfjallanir, enda fæ ég töluvert af pósti þar sem ég er spurður nánar útí review eða þakkað fyrir þær upplýsingar sem þær gefa. Reyni að svara slíkum fyrirspurnum eftir bestu getu en hef takmarkaðan tíma.

Þær verslanir sem skaffað hafa eða lánað vélbúnað til prófana eru:
Tölvuvirkni
Tölvutek
Tölvulistinn
Tölvutækni
IOD
Kísildalur

Erlendis frá hefur komið frá
Corsair
Raidsonic
Logitech

Kveðja Yank
Síðast breytt af Yank á Mið 30. Jan 2008 22:56, breytt samtals 1 sinni.




Blasti
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Sun 29. Apr 2007 12:14
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blasti » Þri 29. Jan 2008 19:57

Ég hef haft bæði gagn og gaman af öllum þeim umfjöllunum sem ég hef lesið eftir þig. Haltu þessu endilega áfram :)


| MSI P6N SLI V2 Nforce 650i | Core 2 Duo E6400 2.13GHz | Gigabyte 8800GTS 320mb | Mushkin 4GB 800Mhz | Corsair HX520W | WD Caviar Black 640 Gb HDD | Soundblaster X-fi Gamers | Sennheiser HD 555 | Logitech Z-5300 THX 5.1 | Thermalright Ultra-120 eXtreme Rev.C viftulaus örgjörvakæling |


Windowsman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 378
Skráði sig: Sun 23. Sep 2007 11:57
Reputation: 0
Staðsetning: við tölvu
Staða: Ótengdur

Pósturaf Windowsman » Þri 29. Jan 2008 20:39

Þetta eru frábærar umfjallanir.

Ég segi bara Yank þú ert ein mikilvægasta manneskja vaktarinnar og það er bara fræðandi og gaman að lesa flottar umfjallanir:D

Endilega haltu áfram.


Intel Pentium 4, Dell Dimension 5000 móðurborð, 1gb 533mhz minni, Ati RadeonX300, 160GB+250GB+500GB HDD, 19" Dell LCD, Lohietch X-530.
Tölvutækni Æðisleg þjónusta, frábært verð og frábært starfsfólk. http://www.Tolvutaekni.is


Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gets » Þri 29. Jan 2008 21:12

Verð að segja það líka að á dauða mínum átti ég von frekar en að fólk færi að agnúast út í þessar umfjallanir þínar á tölvuhlutum.

Sjálfur hef ég bæði gagn og gaman af þessum skrifum þínum og hvet þig eindregið til að halda áfram og láta þessa fáránlegu gagnrýni sem vind um eyru þjóta.

Málið er að það eru alltaf einhverjir sem öfundast út í allt og alla “eða vilja fá allt fyrir ekkert” en ég held að lesendur vaktarinar séu flestir hverjir sammála því að þú haldir þínu striki.

Takk fyrir skemtilegar og góðar greinar.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 29. Jan 2008 21:58

Jahérnahér...
Ef það er einhver að éta einhverja köku í þessum bransa, þá vilja allar búðirnar fá sneið... jafnvel þó þær hafa ekki nennt að mæta í kökuboðið.
Sorgleg afstaða.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Pósturaf axyne » Þri 29. Jan 2008 22:29

Mér finnst það frábært að þú nennir að eyða tíma þínum í þetta.

keep up the good work.


Electronic and Computer Engineer


vldimir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 13:27
Reputation: 0
Staðsetning: otherside
Staða: Ótengdur

Pósturaf vldimir » Mið 30. Jan 2008 15:50

Ert einn aðalmaður Vaktarinnar og átt varla að þurfa svara svona fyrir þig.

Ef Start finnst illa með sig farið, þá ættu þeir einfaldlega að hafa samband við þig og biðja þig um að gera review um eitthvern hlut sem þeir hafa í sölu.

Frábært framtak hjá þér að gera þetta og hvert reviewið er öðru betra og átt skilið mikið hrós.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Pósturaf CendenZ » Mið 30. Jan 2008 20:20

vldimir skrifaði:Ert einn aðalmaður Vaktarinnar og átt varla að þurfa svara svona fyrir þig.

Ef Start finnst illa með sig farið, þá ættu þeir einfaldlega að hafa samband við þig og biðja þig um að gera review um eitthvern hlut sem þeir hafa í sölu.

Frábært framtak hjá þér að gera þetta og hvert reviewið er öðru betra og átt skilið mikið hrós.


Basicly the point í þessari frásögn Yanks.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mið 30. Jan 2008 22:26

Já greinarnar hans Yank's eru frábærar, fróðlegar og vel gerðar.
Ef ég væri með tölvuverslun þá myndi ég gera allt til að koma mínum vörum í svona umfjöllun þó ég þyrfti gefa vöruna og borga með henni.

Enda sér það hver heilvita maður hversu gríðalegan metnað hann leggur í þetta að ekki sé talað um allan tímann. Ég þori nú ekki að hugsa þá hugsun til enda.
Ég held að sá sem skaut fyrsta skotinu á Yank hvort sem það var Vigfús sjálfur eða einhver starfsmaður hjá honum hljóti að sjá eftir því og átta sig á því hvað þetta er mikill misskilningur.

Ég skora bara á Start og hinar búðirnar sem fylgjast með þessu (ég veit að þær gera það allar) að styðja frekar við bakið á Yank bæði með vörum og þess vegna peningum svo hann geti haldið þessu áfram.
Það er öllum til hagsbóta, við fáum vörur sem búið er að prófa og við treystum og búðirnar fá góða sölu.
Og ef allir taka þátt þá er ekki hægt að segja að viðkomandi taki afstöðu með eða móti.

Slíðrið svo sverðin og gerið gott úr þessu.