Niðurhalið er alls ekki ótakmarkað!

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2116
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Niðurhalið er alls ekki ótakmarkað!

Pósturaf GuðjónR » Fös 04. Jan 2008 11:59

Þá er það staðfest, síminn cappar við 20GB og Vodafone cappar við 80GB.
Viðhengi
Fréttablaðið 4.jpg
Fréttablaðið 4.jpg (401.54 KiB) Skoðað 6509 sinnum




hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Fös 04. Jan 2008 12:02

Svipað og það sem kom fram í þræðinum sem ég startaði í netkerfishluta spjallsins.

Þetta eru lélegir viðskiptahættir.


count von count

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2116
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 04. Jan 2008 12:04

hallihg skrifaði:Svipað og það sem kom fram í þræðinum sem ég startaði í netkerfishluta spjallsins.

Þetta eru lélegir viðskiptahættir.

Hey já....var ekki búinn að taka eftir þeim þræði :)




halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1006
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 19
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf halldorjonz » Fös 04. Jan 2008 12:09

Er hive svona líka? var þar fékk alltaf 1.2mbs hraða núna er ég hjá símanum með sömu tengingu fæ hámark 960kb/s.. hmm þetta er nú skrautlegt.. þegar þetta "ótakmarkaða" niðurhal byrjaði þá var þetta í 60GB núna 20



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2116
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 04. Jan 2008 12:10

halldorjonz skrifaði:Er hive svona líka? var þar fékk alltaf 1.2mbs hraða núna er ég hjá símanum með sömu tengingu fæ hámark 960kb/s.. hmm þetta er nú skrautlegt.. þegar þetta "ótakmarkaða" niðurhal byrjaði þá var þetta í 60GB núna 20

Hive er allra verst að öllu slæmu.




CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Fös 04. Jan 2008 12:17

Hvernig virkar þetta cap?
Ég hef ekki tekið eftir neinu, µtorrent clientin sýnir 70gb down (og ég næ bara í efni utanlands) og ég formataði í byrjun desember.. ~60gb á mánuði og ég er hjá símanum, ég sé enga breytingu (ég er að dl-a á samtals 1,3mb/s atm)
Þetta er auðvitað allt saman linux distró og hlutir tengdir þeim ;)



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2116
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 04. Jan 2008 12:19

Kannski er þetta bara hræðsluáróður?




Runar
Ofur-Nörd
Póstar: 298
Skráði sig: Fös 27. Jún 2003 19:31
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Pósturaf Runar » Fös 04. Jan 2008 12:37

Meina.. fyrirtækin segja skýrt og klárt að þau séu með eitthvað víst mikið niðurhal sem fólk má fara í.. fyrst svo er.. ættu þeir ekki að auglýsa það? "með allt að 80 GB niðurhali erlendis á mánuði"



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2116
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 04. Jan 2008 12:42

Runar skrifaði:Meina.. fyrirtækin segja skýrt og klárt að þau séu með eitthvað víst mikið niðurhal sem fólk má fara í.. fyrst svo er.. ættu þeir ekki að auglýsa það? "með allt að 80 GB niðurhali erlendis á mánuði"

Akkúrat!
Í stað þess þá hamra þau öll á "ótakmörkuðu" niðurhali sem svo er takmarkað við 20 eða 80 eða eitthvað annað sem fer eftir þeirra geðþótta.



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dagur » Fös 04. Jan 2008 12:57

GuðjónR skrifaði:
halldorjonz skrifaði:Er hive svona líka? var þar fékk alltaf 1.2mbs hraða núna er ég hjá símanum með sömu tengingu fæ hámark 960kb/s.. hmm þetta er nú skrautlegt.. þegar þetta "ótakmarkaða" niðurhal byrjaði þá var þetta í 60GB núna 20

Hive er allra verst að öllu slæmu.


Hvaða rökstuðning hefur þú fyrir því? Ég hef verið hjá hive frá upphafi og er bara mjög ánægður.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Pósturaf depill » Fös 04. Jan 2008 13:03

Ég held nú að ef þessi fyrirtæki myndi auglýsa 20 GB og 80 GB myndu þau taka uppá því að rukka fyrir umframgagnamagn á grimmu verði, held að þetta sé skömminni skárra að hafa þetta svona, þá ef maður fer yfir þá er maður allavega ekki rukkaður ef maður niðurhelur aðeins of mikið á mánuði.

Hins vegar er ég alveg sammála að þetta er ekki beint "ótakmarkað".



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2116
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 04. Jan 2008 13:27

Dagur skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
halldorjonz skrifaði:Er hive svona líka? var þar fékk alltaf 1.2mbs hraða núna er ég hjá símanum með sömu tengingu fæ hámark 960kb/s.. hmm þetta er nú skrautlegt.. þegar þetta "ótakmarkaða" niðurhal byrjaði þá var þetta í 60GB núna 20

Hive er allra verst að öllu slæmu.


Hvaða rökstuðning hefur þú fyrir því? Ég hef verið hjá hive frá upphafi og er bara mjög ánægður.

Búinn að rökstyðja það á ótal þráðum, nenni ekki að endurtaka mig einu sinni enn.
Ég þraukaði þar í 2 ár og í restina var ég að fá 2-15kbs hraða frá útlöndum dag eftir dag. Reynar var þetta ekki slæmt hjá þeim í byrjun.
En að auglýsa endalaust og taka inn nýja kúnna í massavís án þess að auka bandvídd lofar aldrei góðu.
depill.is getur líka án efa staðfest það því á þessum tíma var hann starfsmaður þar og ég skaut oft á hann á "hive spjallinu RIP".



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf audiophile » Fös 04. Jan 2008 13:46

Ég hef alltaf vitað að Síminn sé ekki með alvöru ótakmarkað niðurhal og vari fólk við ef þeim finnst að hala niður óhóflega. Ég hélt hinsvegar alltaf að það miðaðist við cirka 40-50gb á mánuði, ekki 20gb. Og ekki vissi ég að þeir hægi hraða ef farið er yfir 20gb.

Ég t.d. sótti u.þ.b. 45gb í desember mánuði og hef ekki tekið eftir neinni hraðabreytingu og ég hef oft áður sótt svipaða upphæð. Ég sæki þó vanalega ekki nema 10-20gb á mán. en það gerist að maður sækir meira, en aldrei hef ég tekið eftir minnkun á hraða.

Ég hef heldur aldrei fengið viðvörun.


Have spacesuit. Will travel.


thorgeir
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf thorgeir » Fös 04. Jan 2008 13:53

Hef fengið viðvörun og núna í des lækkaði simin erlenda hraðan hjá mér í 1mb í nokkra daga...

En er þetta ekki áget fyrir þá sem eru fastir í td 12 mánaða samning og vilja losna út.. fá þá til að rifta samningin og þú þarft ekkert að borga fyrir það




elfmund
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Fös 08. Sep 2006 14:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf elfmund » Fös 04. Jan 2008 14:14

þetta er bara enn eitt dæmið um fjölþroskahefta blaðamenn

Síminn er að miða við 20GB á 7 daga tímabili
þannig að ef þú sækir 15GB á degi 1 þá máttu bara sækja 5GB næstu 6 dagana

og svo á 8.degi detta 15GB út....
þetta kallast rúllandi meðaltal og mér finnst þetta fáránlega sanngjarnt

ath. ég er kúnni, ekki starfsmaður og mér finnst snilld að fá alltaf FULLAN erlendan hraða svo lengi sem ég sæki ekki meira en 80GB á mánuði

ég fór yfir þessi 20GB á viku viðmið rétt fyrir jól og var því í 2 daga í skammarkróknum :)

mér finnst þetta snilld, því ótakmarkað niðurhal er vissulega til staðar en það er líka enginn að selja 12Mb tengingu með ótakmörkuðu niðurhali miðað við 24/7/365 non-stop niðurhal erlendis frá

a.mk. finnst mér æði að hugsa til þess að ég fæ fullan hraða á meðan að þeir sem eru gjörsamlega geðsjúkir og taka 100GB plús, mánuð eftir mánuð eru á 512k tengingu :)



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2116
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 04. Jan 2008 14:21

elfmund skrifaði:þetta er bara enn eitt dæmið um fjölþroskahefta blaðamenn
Síminn er að miða við 20GB á 7 daga tímabili
þannig að ef þú sækir 15GB á degi 1 þá máttu bara sækja 5GB næstu 6 dagana

Mig grunaði að þetta væri svona...
Samt eru allt aðrar fullyrðingar í greininni.




thorgeir
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf thorgeir » Fös 04. Jan 2008 14:26

Samt.. siminn lækkaði hraðan hjá mér niðri 1mb þegar ég náði í 50gb á 7 dögum.. svo þetta 20gb held ég sé þá eitthvað alveg nýtt eða bara eitthvað sem þeir segja til að fólk rói sig í downloadinu...



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Pósturaf depill » Fös 04. Jan 2008 14:54

GuðjónR skrifaði: ég skaut oft á hann á "hive spjallinu RIP".


Lol, good times @ Hive spjallið, ég man alltaf eftir því að vera skyldaður að segja að það væri "alveg" ... að fara koma aftur :P




DoRi-
</Snillingur>
Póstar: 1023
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:18
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoRi- » Lau 05. Jan 2008 01:07

ég fékk kvörtunarbréf frá símanum vegna þess að ég downloadaði 118gb á einum mánuði

skal reyna að finna það einhverstaðar



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2116
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Lau 05. Jan 2008 01:30

depill.is skrifaði:
GuðjónR skrifaði: ég skaut oft á hann á "hive spjallinu RIP".


Lol, good times @ Hive spjallið, ég man alltaf eftir því að vera skyldaður að segja að það væri "alveg" ... að fara koma aftur :P

Og maður sá svooooo í gegnum þetta....



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf audiophile » Lau 05. Jan 2008 15:31

elfmund skrifaði:þetta er bara enn eitt dæmið um fjölþroskahefta blaðamenn

Síminn er að miða við 20GB á 7 daga tímabili
þannig að ef þú sækir 15GB á degi 1 þá máttu bara sækja 5GB næstu 6 dagana

og svo á 8.degi detta 15GB út....
þetta kallast rúllandi meðaltal og mér finnst þetta fáránlega sanngjarnt

ath. ég er kúnni, ekki starfsmaður og mér finnst snilld að fá alltaf FULLAN erlendan hraða svo lengi sem ég sæki ekki meira en 80GB á mánuði

ég fór yfir þessi 20GB á viku viðmið rétt fyrir jól og var því í 2 daga í skammarkróknum :)

mér finnst þetta snilld, því ótakmarkað niðurhal er vissulega til staðar en það er líka enginn að selja 12Mb tengingu með ótakmörkuðu niðurhali miðað við 24/7/365 non-stop niðurhal erlendis frá

a.mk. finnst mér æði að hugsa til þess að ég fæ fullan hraða á meðan að þeir sem eru gjörsamlega geðsjúkir og taka 100GB plús, mánuð eftir mánuð eru á 512k tengingu :)


Vá takk fyrir þessar upplýsingar. Var farinn að halda að 20gb væri hámarkið núna á mánuði. :roll:

Það er alveg vit í þessari aðferð þeirra og við megum telja okkur heppin því netveitur í bretlandi t.d. takmarka allt niðurhal svoleiðis, ekki bara erlent.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Pósturaf depill » Lau 05. Jan 2008 15:59

audiophile skrifaði:Það er alveg vit í þessari aðferð þeirra og við megum telja okkur heppin því netveitur í bretlandi t.d. takmarka allt niðurhal svoleiðis, ekki bara erlent.


Gaman að þú komir með þetta dæmi, sem er rétt & rangt. Við nefnilega Íslendinga græðum & töpum á því hvað landið er fámennt og smátt. Úti eru til tengipunktar eins og við höfum hér á Íslandi eins og RIX ( reyndar eru ISPar líka mikið beintengdir saman ) sem gerir innlent niðurhal auðveldlega frítt, umferðin eru heldur ekki það há að það þurfi mjög stóra búnaði.

Þetta er til erlendis en hins vegar er erfiðleikinn að halda oft stóru ISPunum inná þessi tengipunktum, til dæmis fór Telenor út úr samsvarandi tengipunkti í Noregi og gerði allt vitlaus vegna þess að þeir rukka svo fyrir alla umferð innan þeirra kerfis. Þannig gætu Vodafone og/eða Síminn gert allt vitlaust með því að gera það sama, pulla sig út úr RIX og byrjað að rukka fyrir peering umferð innanlands. Og þeir myndu að öllum líkindum sleppa við að borga fyrir umferð yfir í önnur kerfi vegna þess að það væri ásóknarvert að sækjast í að peera við þá.

Svo þessi markaður er viðkvæmur vegna þess að það eru tveir risar á þessum markaði sem meiri segja eru að skipta mest allri umferð sinni á milli sín ekki í gegnum RIX.

Hins vegar finnst mér gaman að horfa á breskt sjónvarp og veit þess vegna að ótakmarkað netsamband er líka til í Bretlandi og er reyndar líka með fair-use policyum eins og við erum með hérna hiema. T.d.

Vodafone UK

FastHosts uk

O2

Orange

Þau eru reyndar flest öll bara með í skilmálunum, að þau áskilja sér að cappa þig ef þú ert að d/la frekar mikið, en ef þú ert nógu góður og sækir lítið sem ekkert milli 18:00 - 23:00 þá er þeim eiginlega alveg sama. :P




Olli
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Reputation: 25
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Olli » Mán 07. Jan 2008 03:34

Hvaða dagtal er þetta blað?




elfmund
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Fös 08. Sep 2006 14:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf elfmund » Mán 07. Jan 2008 10:55

GuðjónR skrifaði:
elfmund skrifaði:þetta er bara enn eitt dæmið um fjölþroskahefta blaðamenn
Síminn er að miða við 20GB á 7 daga tímabili
þannig að ef þú sækir 15GB á degi 1 þá máttu bara sækja 5GB næstu 6 dagana

Mig grunaði að þetta væri svona...
Samt eru allt aðrar fullyrðingar í greininni.


jamm.... ég tek líka aldrei mark á því sem ég les í blöðunum um tæknimál

ótrúlegt að þessi dagblöð geti ekki haft sín facts straight




andrig
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 14. Júl 2004 21:33
Reputation: 0
Staðsetning: Ártún
Staða: Ótengdur

Pósturaf andrig » Þri 08. Jan 2008 00:02

haha fékk bréf í dag um að hóta að loka internetinu mínu útaf erlendu downloadi.
seinasta mánuði 220gb, það sem liðið er af þessum mánuði 80 gb.
þetta segir mér bara eitt.
HD myndir eru alltof stórar!


email: andrig@gmail.com