Sautján ára piltur á 212 km hraða

Allt utan efnis
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2784
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 128
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf zedro » Fös 07. Des 2007 19:46

Well.
Gamall Skodi klessir á vegfaranda á 200 km/klst
vs
Nýr Skodi klessir á vegfaranda á 200 km/klst

Held að vegfarandinn er pretty much dauður.
Einnig myndi ökumaður stórslasast ef ekki farast ef vegfarandin kæmi inn í gengnum rúðuna á 200 km/klst

Gamall Skodi klessir á vegg á 200 km/klst
vs
Nýr Skodi klessir á vegg á 200 km/klst

Nýrri skodi brotnar í tætlur, Eldri skodi brotnar minna.
Ökumaðurinn er samt örugglega dauður í báðum tilvikum.

Fólk þarf ekki að fara svona hratt! Ef það vill fá einhverja útrás getur það
drullast niðrá kvartmílubraut í smá drag eða út til Vegas í nokra nascar hringi.

EDIT:
Varðandi drenginn þá flúði hann lögregluna og finnst mér það miklu alvarlegra en hraðaksturinn.

Nokkra ára akstursbann og 500 þ.kr sekt. :?


Kísildalur.is þar sem nördin versla


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 07. Des 2007 20:25

Þarna ertu að tala um slys þar sem skiptir ekki máli hvort ökumaðurinn er á 90 eða 200.



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf DaRKSTaR » Lau 08. Des 2007 11:27

þarf að breita lögunum.

ef þú ert 17 ára máttu keyra bíl upp að vissi hestaflatölu / stærð vélar.
svo eftir því sem þú verður eldri hækkar þessi tala.

hvaða 17 ára gutti getur setið á sér í 200 hestafla bíl?
allir reina á orkuna, því er best að leyfa þeim bara að keyra ww polo eða eitthvað álíka í hestafla tölu.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless


CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Lau 08. Des 2007 13:38

DaRKSTaR skrifaði:þarf að breita lögunum.

ef þú ert 17 ára máttu keyra bíl upp að vissi hestaflatölu / stærð vélar.
svo eftir því sem þú verður eldri hækkar þessi tala.

hvaða 17 ára gutti getur setið á sér í 200 hestafla bíl?

Ég.. En afturá móti þá er ég frekar rólegur.. "gutti".. :wink:
Þó að það sé allveg stuð að þrykkja þessu




Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf Veit Ekki » Lau 08. Des 2007 13:55

DaRKSTaR skrifaði:þarf að breita lögunum.

ef þú ert 17 ára máttu keyra bíl upp að vissi hestaflatölu / stærð vélar.
svo eftir því sem þú verður eldri hækkar þessi tala.

hvaða 17 ára gutti getur setið á sér í 200 hestafla bíl?
allir reina á orkuna, því er best að leyfa þeim bara að keyra ww polo eða eitthvað álíka í hestafla tölu.


Uuu, bara flestir held ég. Þó svo að einhverjir nokkrir hálfvitar séu að keyra eins og hálfvitum sæmir, þá eru langflestir sem eru bara til fyrirmyndar í umferðinni í þessum aldurshópi.

Málið er að það bylur hæst í tómri tunnu.




ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ErectuZ » Lau 08. Des 2007 16:43

Ég er nú sjálfur 17 ára og fékk prófið fyrir 6 mánuðum síðan, minn fyrsti bíll var tæplega 170 hestafla Benz. Ég hef aldrei fengið punkt eða sekt, aldrei verið stöðvaður af lögreglunni (Bara í svona routine check rétt eftir að ég lagði bílnum og löggan var á sama stæði) og það hraðasta sem ég hef nokkurn tíman keyrt var 110km hraði á tómum, beinum vegi um hásumar og hábjartan dag úti á landi.

Mér finnst alveg svakalega leiðinlegt þegar einhver 17 ára vitleysingur er að keyra hratt, og í kjölfar þess eru allir 17 ára unglingar kallaðir vitleysingar í umferðinni sem hafa ekki vald á neinu nema 54 hestafla Polo.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Pósturaf SolidFeather » Lau 08. Des 2007 17:14

DaRKSTaR skrifaði:þarf að breita lögunum.

ef þú ert 17 ára máttu keyra bíl upp að vissi hestaflatölu / stærð vélar.
svo eftir því sem þú verður eldri hækkar þessi tala.

hvaða 17 ára gutti getur setið á sér í 200 hestafla bíl?
allir reina á orkuna, því er best að leyfa þeim bara að keyra ww polo eða eitthvað álíka í hestafla tölu.


Þegar að ég fékk bílpróf þá var eini bílinn á heimilinu 300 hestafla BMW 750. Ég fór nú aldrei hraðar en 100 á honum.




mjamja
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Mán 26. Des 2005 20:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf mjamja » Lau 08. Des 2007 19:04

Ef þú ert búinn að setja þér það markmið að keyra eins og fáviti og svefna lífi þínu og annarra í hættu þá skiptir það litlu máli hvort bíllin sem þú ert að keyra er 100 hö. eða 300 hö. Í báðum tilvikum getur viðkomandi keyrt mun hraðar en lög segja til um.

Gumol: Eins og þú sagðir sjálfur, þá hefurðu aldrei keyrt svona hratt. Ég held að þú gerir þér ekki að fullu grein fyrir kröftunum sem eru að verki á 200+ km hraða. Ef eitthvað kemur uppá, t.d. það springur á dekki eða það er hola í veginum, þá missiru algjörlega stjórn á bílum og öll þessi nýju tæki og skynjarar geta ekkert gert í því. Þótt þessir bílar geti keyrt svona hratt segir það ekki að þeir séu hannaðir til að lenda í árekstri á þessum hraða. Þeir "drekka" höggið ekki í sig, eins og þú orðaðir. Þeir dreifa högginu betur um yfirbyggingu bílsins, en þegar komið er upp í þennan hraða þá er orkan orðin svo mikil að bíllinn fer í rúst. Einnig, þegar menn eru að keyra um á þessum hraða þá er bíllinn vopn, alveg sama þótt þeir séu ekki hannaðir til þess þá geta þeir auðveldlega orðið vopn í höndum rangra manna.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Lau 08. Des 2007 21:23

Þetta er bara heimskulegt. Bíll er ekki vopn nema þú notir hann vísvitandi til að ráðast á einhvern.

Ég sagði aldrei að nýr bíll gæti ekki lent í árekstri á þessum hraða. Ég sagði heldur aldrei að tæknin kæmi í veg fyrir að ökumaður geti misst stjórn á bílnum.

Tækning getur samt víst hjálpað þér að missa ekki stjórn á bíl, td. ef hann lendir í holu. Veit ekki hvaðan þú hefur það rugl að hún geti það ekki. Hún kemur ekki í veg fyrir að þú missir stjórnina en hún getur hjálpað til. Semsagt minni líkur á að missa stjórn á bílnum. (eins og ég sagði í upprunalega bréfinu)

Hefur þú keyrt svona hratt mjamja?




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blackened » Lau 08. Des 2007 22:01

Að segja að ef þú lendir í smá holu á veginum á 200kmh og þú bara "missir algjörlega stjórn á bílnum" er bara bull..

Ég er ekkert að réttlæta þetta á einn eða annan hátt.. en ef þú lendir í smá holu á 200kmh þá kemur bara smá högg á bílinn.. það er ekki eins og hann taki á loft og svífi útaf veginum..

Reyndar aðeins annað ef það er stóór hola.. en þá geturu líka misst stjórn á bílnum þó þú værir bara á 90..

Mér finnst "rangt" að segja að þetta sé tilraun til morðs og að bíllinn sé vopn og allt það.. því að jú.. það eru miklar líkur á því að ef þú lendir framan á öðrum bíl.. bara á 90 að þú deyjir hvorteðer

..það sem mér finnst skelfilegt í umferðinni samt.. það er gamalt fólk sem ferðast um á 70kmh og er oft og iðulega á miðjum veginum.. og það sér hvorki né heyrir neinn skapaðan hlut og hefur því miður viðbrögð á við múrstein

Það hefur líka verið í fréttunum núna uppá síðkastið.. að í nokkrum "síðustu" stórumferðarslysum á landinu hefur verið áberandi mikið af eldri borgurum..

...Það er eitthvað sem að þarf að huga að ekki síður en þessu unga fólki sem keyrir hratt. það þarf að senda fólk sem er orðið eldra en X í umferðartékk amk einu sinni á ári, og taka bara af því skírteinið þegar að það er orðið ófært um að keyra. í dag er fátt, ef eitthvað, sem að bannar gömlum manni sem er hjartveikur og sér illa og mjög gigtveikur að keyra bíl innanum alla hina

En svo að það fari ekkert á milli mála.. ég er ekki að styðja þennan ofsaakstur né að réttlæta hann, þetta er auðvitað glæpur sem að þarf að taka á.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Lau 08. Des 2007 22:04

Að fara gífurlega hratt yfir holu á vegi er nú oft betra heldur en að gera það á minni hraða. Það er allavega mín reynsla á hrikalegustu holu sem ég hef "ekki" séð rétt hjá nauthólsvíkinni í myrkri.




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blackened » Lau 08. Des 2007 22:05

Pandemic skrifaði:Að fara gífurlega hratt yfir holu á vegi er nú oft betra heldur en að gera það á minni hraða. Það er allavega mín reynsla á hrikalegustu holu sem ég hef "ekki" séð rétt hjá nauthólsvíkinni í myrkri.


Satt.. ekki ósvipað því að það er betra að fara yfir hraðahindrun á 70 heldur en 50 ;)



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf natti » Sun 09. Des 2007 02:17

Það vantar ekki geislabauginn á fólkið hérna.
Nei auðvitað myndi enginn af ykkur keyra hratt...
Jafnvel þó þið væruð á töluvert afmiklu farartæki.

gumol: Einstaklingur á yfir 200km hraða á yfir tonni af járni er ekki bara "hraðakstur". Lífslíkur einhvers sem verður á hans vegi eru engar.
Einnig má benda á að einstaklingur sem er á 200km hraða á "flótta" er ekki að keyra undir bestu mögulegum aðstæðum. Þar sem hann er væntanlega töluvert stressaðri en ella.

Erlendis er ekki óalgengt að ástand vega sé einn af þáttunum sem er skoðaður til að ákvarða hámarkshraða á veginum.
Íslenskir þjóðvegir sem eru með 90km hámarkshraða myndu fæstir fá að fara yfir 50-60 km hámarkshraða erlendis.
Það er tiltöluega stutt síðan að það var farið að malbika íslenska þjóðvegi, en því hafði verið frestað lengi út af kostnaði.
Ennþá í dag er reynt að sleppa eins billega og hægt er með vegi utan þéttbýlis.
Sama gildir t.d. um vegriðin. En í umræðu um víravegriðin eða "ostaskerann" eins og mótorhjólafólk kallar þau, þá var því svarað að ef að mótorhjólamaður myndi detta á svona vegrið og fara í tvennt þá væri það bara "ásættanlegur fórnarkostnaður" því þessi vegrið voru svo ódýr.
Mannslíf á aldrei að vera ásættanlegur fórnarkostnaður.

Varðandi þá refsingu að gera ökutækið upptækt.
Þá gerði ríkislögreglustjóri verklagrreglur sem hafði verið sendar til lögregluembættana public fyrir ekki löngu.
Aðal mótivið þarna er að taka ökutækin af þeim sem láta ekki segjast. T.d. ef að einstaklingur er tekinn 3 sinnum fyrir að aka undir áhrifum áfengis og í þeim dúr.
Lögreglustjórinn á Selfossi ætlar að reyna að nýta þessa lagaheimild gagnvart öðrum einstakling sem var tekinn við of hraðan akstur.
Það verður væntanlega prófmál og áhugavert að fylgjast með.


Og varðandi að leyfa bara ákveðna hestaflatölu / stærð vélar...
Í dag fá einstaklingar sem eru undir 21 og taka mótorhjólapróf bara próf á "létt" bifhjól.
Þ.e.a.s. mótorhjólið má ekki vera með meira en X mikinn togkraft og ekki meira en þrjátíu-og-eitthvað hestöfl.
Einstaklingurinn fær svo full réttindi þegar hann hefur verið með próf í 2 ár, eða náð 21 árs aldri.
(Og þeir sem eru eldri en 21 fá strax full réttindi)
Þeir sem eru undir 21 og fá próf eru ekkert alltaf svakalega duglegir við að fara eftir þessum lögum... :)

En hvernig ætlaru að færa þetta yfir á bíla? "Venjulegir" fólksbílar eru farnir að verða bara þokkalega öflugir.
Þó að sá sem var að fá bílprófið kaupi sér kannski ekki flottan sportbíl strax, á þá að banna honum að keyra fjölskyldubílinn því hann er alltof aflmikill? Við erum ekkert endilega að tala um neina sportbíla samt.


Mín skoðun er sú að það þarf að gera ökunámið betra. (Ekkert endilega "lengra", þó það gæti eflaust verið fylgifiskur.)
Kennslan virðist einskorðast bara við að drulla nemendum í gegnum prófið á sem stystum tíma, en ekki endilega "kenna" þeim neitt.
Held að allt of margir ökukennarar líti á þetta sem bara færibanda vinnu að reyna að ná sem flestum í gegn til að fá sem mestan pening.
Ökunámið í dag er crap.
Mótorhjolanámið er "aðeins" erfiðara. Þ.e.a.s. þú þarft að gera þrautir til að ná prófinu. Keiluakstur, nauðhemlun og svona sem er prufað.
Þeir sem kenna á mótorhjól eru í ennþá meiri færibandavinnu, því þeir hafa jú bara sumarið.
Alltof mikið af fólki sem fær ökuréttindi án þess að hafa nokkuð með þau að gera, og send bullandi óörugg (og þá hættuleg) út í umferðina.
(Ég byggi þessa skoðun mína á samtölum mínum við ökukennara, prófdómara og aðila sem hafa nýlega tekið bíl- eða mótorhjólapróf).

Hitt sem vantar, er braut. Góð braut þar sem að:
a) Einstaklingum sem finnst hraðakstur skemmtilegur og eiga farartæki í hann geta farið og skemmt sér án þess að eiga það á hættu að skaða aðra.
b) Þar sem ökukennarar gætu þjálfað nemendur, t.d. í hálku, möl, nauðhelmun og fleira sem er ekki æskilegt að gera í umferðinni.


Mkay.


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Sun 09. Des 2007 03:41

natti skrifaði:gumol: Einstaklingur á yfir 200km hraða á yfir tonni af járni er ekki bara "hraðakstur". Lífslíkur einhvers sem verður á hans vegi eru engar.
Einnig má benda á að einstaklingur sem er á 200km hraða á "flótta" er ekki að keyra undir bestu mögulegum aðstæðum. Þar sem hann er væntanlega töluvert stressaðri en ella.

Ég gef mér það að þú sért að gagnrýna mig fyrir að gagnrýna þá sem kalla þetta tilraun til manndráps, þjófnað, skjalafals eða eitthvað álíka:

Það gagnast ekkert að kalla hlutina nöfnun sem eiga sannarlega ekki við viðkomandi brot. Ef fólki finnst það þurfi eitthvað verra lýsingarorð til að lýsa þessu en hraðakstur á það að finna eitthvað þannig orð sem passar.