Nota SATA-disk sem primary?


Höfundur
phrenic
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Nota SATA-disk sem primary?

Pósturaf phrenic » Fös 09. Nóv 2007 14:43

Guten Tag!

Ég er í smá veseni með hörðu diskana mína, sem eru tveir; annar IDE (primary atm) og hinn SATA.

Málið er að fyrir svolitlu síðan krassaði IDE'inn all-illilega og allt fór í klessu. Þá keypti ég mér SATA-diskinn og ætlaði að taka hinn úr og nota bara SATA. Málið er að það gekk ekki alveg og ég varð að hafa IDE'inn áfram í sem primary til að tölvan mundi starta sér.

Núna er staðan semsagt að ég er með tóman IDE-disk (þori ekki að nota hann aftur eftir krassið), sem væri svosem ekkert vandamál, ef tölvan væri ekki svona djöfulli lengi að detecta hann! Það tekur mig örugglega 5 mínútur að starta tölvunni bara út af þessu og ég er orðinn nett þreyttur á því.

Því spyr ég ykkur, á ekki alveg að vera hægt að hafa bara SATA disk? Hvernig?

Kv,
phrenic.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Nota SATA-disk sem primary?

Pósturaf Halli25 » Fös 09. Nóv 2007 15:48

Minnir að þú þurfir að fikta í BIOS stillingum ef þetta er gamalt móðurborð. Alla vega þurfti ég að breyta forgangsröðinni á servernum mínum í bios.


Starfsmaður @ IOD


Drulli
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Fim 09. Okt 2003 22:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Drulli » Þri 20. Nóv 2007 20:17

Er þetta leyst?

Gætir þurft að breyta HDD boot order og jafnvel breyta access mode úr Auto í Large.




Höfundur
phrenic
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf phrenic » Mið 21. Nóv 2007 00:40

Nei þetta er ekki leyst. Ég er ekkert svakalega reyndur í boot-fikti... kann að breyta boot-röðinni en ég er ekki viss með access mode?



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Pósturaf Minuz1 » Mið 21. Nóv 2007 01:48

Þarft líklegast að breyta boot order þannig að SATA sé fyrst, annars heitir það SCSI eða eitthvað sem lætur BIOSinn láta boot order í friði ef þetta er gamalt móðurborð.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


Drulli
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Fim 09. Okt 2003 22:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Drulli » Fös 23. Nóv 2007 02:28

Til að breyta Access mode ferðu í fyrstu valmyndina, Standard CMOS Settings eða eitthvað álíka. Ferð þar í harðadiskinn og þar ætti Access mode að vera.