Léleg þjónusta hjá Símanum

Allt utan efnis

Höfundur
pjesi
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 23:56
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Léleg þjónusta hjá Símanum

Pósturaf pjesi » Sun 28. Okt 2007 15:05

Eftir að hafa verið ánægður viðskiptavinur símans undanfarin ár, þá hafa
þeir valdið mér miklum vonbrigðum síðustu mánuði.

Þannig er mál með vexti að ég flutti til landsins eftir ár erlendis í ágúst og
tók upp áskrift hjá Símanum þar sem ég var mjög sáttur við þeirra
þjónustu áður en ég flutti út.

Konan fór og sótti um netið ásamt Skjánum sem átti að fylgja frítt með
gegn 6 mánaða bindisamning. Þegar hún sótti tengibúnaðinn var henni sagt
að hringt yrði í hana til þess að setja upp Skáinn og ætti það að gerast
næstu 5 virku daga. Hún gaf þeim símanúmerið sitt svo hægt væri að ná í
hana til þess að hleypa þeim inn.

Síðan liðu nokkrar vikur og ekkert gerðist, sem endaði með að hún hringdi
til þess að reka á eftir þessu. Starfsmaður í þjónustuverinu sagði henni að
biðin væri á þriðju viku (en ekki 5 dagar eins og henni var sagt) og ætti
þetta að koma á næstu dögum. En ekkert gerðist nema að reikningurinn
frá símanum kemur.

Á eindaga hringi ég í þjónustuverið og spyr hvernig stendur á því að ekkert
hefur gerst og hafði ekki hugsað mér að borga reikninginn nema við
myndum fá Skjáinn. Þá kemur í ljós að beiðnin okkar virðist hafa "gleymst"
einhverstaðar í ferlinu og hann lofaði að sjálfsögðu að reka á eftir þessu.
Þannig ég borga reikningin í stað þess að skila endabúnaðinum og leita
annað eftir þjónustu.

Ekkert gerist næsta mánuðinn nema næsti símareikningur kemur. Orðinn
frekar pirraður. Ég fór niður í Símann og lét vita að ég væri mjög ósáttur
við þetta og spyr hvort Síminn hefur í hyggju að úthluta mér þessum
búnaði sem samningurinn hljómar upp á. Starfsmaður Símanns segir mér
að beiðnin er hjá starfmanni sem ætti að vera búinn að tengja fyrir löngu
og sendi hún honum póst til þess að leysa málið.

Viti menn. Ekkert gerist. Núna er að líða að eindaga á næsta mánuði og
sirka 10 vikum eftir að við hófum áskrift virðist ekkert líta út fyrir að við
fáum búnaðinn.

Mér finnst það frekar gróft að krefjast þess að viðskiptavinir þurfi að skrifa
undir samning sem þeir þurfa síðan að borga sig út úr ef þeir vilja annað
en Síminn virðist ekkert gera mikið í að standa við sinn enda á
samningnum.

Hafa fleiri verið að lenda í þessu? Hvað myndu þið gera? Eru
samkeppnisaðilar svo slappir að Síminn getur leyft sér svona slöpp
vinnubrögð?

Það er spurning um að rölta niður í Kringluna/Smáralind með routerinn og
það og skila þessu og fara yfir í Vodafone með öll okkar viðskipti. Nema ég
veit ekkert hvort það er eitthvað skárra þar. Þeir geta varla ætlast til þess
að ég standi við þennan bundna samning þar sem þeir eru svo sannarlega
ekki að gera það.



Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Pósturaf Demon » Sun 28. Okt 2007 16:12

Úff, djöfulsins klaufaskapur er þetta!
Síminn eða vodafone, hvorugt fyrirtækið er betra þegar að þessu kemur að minni reynslu. Ég reyndar vel alltaf Símann yfir vodafone sjálfur.
En er ekki ágætt að hringja í neytendasamtökin í svona máli?
Hefði nú haldið að þeir gætu í það minnsta fengið Símann til að hysja upp um sig buxurnar og sett skjáinn upp hjá þér.




Zorba
spjallið.is
Póstar: 450
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Pósturaf Zorba » Sun 28. Okt 2007 16:43

Demon skrifaði:Úff, djöfulsins klaufaskapur er þetta!
Síminn eða vodafone, hvorugt fyrirtækið er betra þegar að þessu kemur að minni reynslu. Ég reyndar vel alltaf Símann yfir vodafone sjálfur.
En er ekki ágætt að hringja í neytendasamtökin í svona máli?
Hefði nú haldið að þeir gætu í það minnsta fengið Símann til að hysja upp um sig buxurnar og sett skjáinn upp hjá þér.


Ég tek Vodafone yfir símann anyday


Antec180b-975X-CorsairXMS2Cl4-8800GTX-E6600 @3.55 GHZ-2xSamsung500GB-700w Fortron-1x WD 500GB

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gúrú » Sun 28. Okt 2007 18:03

Er hjá Símanum með bestu tenginguna þarna og er bara mjög ánægður með hana og þjónustuna.


Modus ponens


Zorba
spjallið.is
Póstar: 450
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Pósturaf Zorba » Sun 28. Okt 2007 18:05

Úff ég var hjá símanum með 6 mbita tengingu....The horror

Þetta var svo óstöðugt,vonlaus hraði og þjónusta


Antec180b-975X-CorsairXMS2Cl4-8800GTX-E6600 @3.55 GHZ-2xSamsung500GB-700w Fortron-1x WD 500GB

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gúrú » Sun 28. Okt 2007 18:11

Tala þú fyrir sjálfan þig, svona hef ég verið með net tengingar:


Síminn, svo var ogvodafone ódýrari svo að við fórum þangað og hvílíkur hryllingur, svo hive vegna sömu ástæðu og ÞAÐ VAR SKO ÖMURLEGT, móðir mín og bróðir voru send út um allan bæ, þangað til að loksins þeim var sagt að fara aftur á upphafsstað! Svo við fórum í Símann og hef verið ánægður ever síðan, dl'aði ca 40-50GB erlent á einum mánuði og fékk enga kvörtun frá þeim.


Modus ponens

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hagur » Sun 28. Okt 2007 18:15

Síminn virðist vera með allt niðrum sig þessa dagana.

Mig vantaði að fá mann til mín um daginn til að kíkja á símainntakið í húsinu með það fyrir augum að fá auka línu inn. 3-5 virkir dagar var mér sagt að biðin væri. Gott og vel ... en þegar ég er búinn að bíða í rúmlega 3 vikur ákveð ég að hringja í Vodafone og ath. hvort þeir geti ekki reddað þessu fyrir mig. Jújú, ekkert mál og maðurinn kom örfáum dögum seinna og reddaði málinu.

Svo núna fyrir stuttu fæ ég loks símtal frá Símanum en ég þakka pent fyrir mig og segi að ég hafi fengið Vodafone til að redda þessu fyrir mig og málið sé löngu leyst.

Ég veit ekki hvað er í gangi hjá Símanum, en Vodafone hefur staðið sig betur gagnvart mér undanfarið.




cue
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mán 16. Ágú 2004 09:52
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Pósturaf cue » Sun 28. Okt 2007 18:31

Íslendingar stuðla sjálfir að fákeppni, fyrirtækið sem stendur sig best fær ekki sjálfkrafa viðskiptinn eins og ætla mætti.

Vandamálið er að Síminn á 99% af öllum línum útá landi, ríkið seldi grunnnetið með Símanum, það er ákvörðun sem er ekki hægt að skilja. Þetta veldur því að þótt þú viljir skipta um fyrirtæki þá fer það allt í gegnum Símann.

En svo ég hætti að kvarta og svari þá hefði ég ekki gefið þeim þennan langa tíma til að bæta fyrir mistökin sem þú gafst.
Ég hefði skipt fyrr.




Frikkasoft
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
Reputation: 6
Staðsetning: Ísland
Staða: Ótengdur

Pósturaf Frikkasoft » Sun 28. Okt 2007 21:47

Ég skipti yfir til vodafone fyrir ca 7 mánuðum síðan þegar ég keypti mér mína fyrstu fasteign, en ég var áður hjá Hive og var þokkalega sáttur hjá þeim.

Í stuttu máli þá tók það vodafone ca 2 vikur að tengja ADSL netið í húsinu, og ég var netlaus í allan þann tíma. Svo var líka eitthvað vesen með heimasíman

En ég kvartaði, og fékk 3 mánuði fría (15þ. kr) og 5000 kr gjafabréf út að borða.

Þannig að mitt ráð, farðu og kvartaðu í einhvern sem hefur einhver völd og hótaðu öllu illu.


i7-13700K | 64GB RAM | Asus ROG STRIX GeForce RTX 4090 OC | 2TB Firecuda | LINUX FOREVER

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Pósturaf Revenant » Sun 28. Okt 2007 21:53

Getur ekki verið að Síminn sé búinn að brjóta sinn hluta samningsins með því að láta þig ekki fá endabúnaðinn og þar með ógilda samninginn? Ættir að kíkja á hvaða skilmálar eru um þetta.




Höfundur
pjesi
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 23:56
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf pjesi » Þri 30. Okt 2007 18:08

Rétt er það að ég á auðvitað að vera löngu búinn að gefast upp á þessu. Ástæðan er bara að ég nenni ekki að skipta og lenda svo í enn lélegri þjónustu annarstaðar og hugsanlega vera netlaus í einhvern tíma eins kom fram hér að ofan.

Málið er að það virðist ekki vera auðvelt að komast framhjá fremstu víglínu hjá Símanum og að einhverjum með völd. Maður fær alltaf einhverja græningja bæði í síma og á staðnum.

Hvað með það, biðin heldur áfram. Spurning um að nota þetta sem tækifæri og mæla hversu ÖMURLEGA þjónustu Síminn er að veita. Ég verð mjög hissa ef þetta verður komið á þessu ári.




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Þri 30. Okt 2007 19:10

Jæja Ómar Smith.... græjaru þetta ekki fyrir manninn? :)




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Þri 30. Okt 2007 19:35

Kanski vita þeir ekki hvað þú ert að tala um? Síminn virðist ekki vita hvað er átt við þegar talað er um heita reiti: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4364644/4

;)




Höfundur
pjesi
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 23:56
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf pjesi » Þri 30. Okt 2007 19:51

gumol skrifaði:Kanski vita þeir ekki hvað þú ert að tala um? Síminn virðist ekki vita hvað er átt við þegar talað er um heita reiti: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4364644/4

;)


hehe


asdf


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2543
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 31. Okt 2007 14:58

Vá, þetta er leiðindarmál.

Byrjaði sem klaufska hjá starfsmanni sem orsakaði svo meiri keðjuverkun.

Bið eftir að fá ADSL-TV tengt hefur alltaf verið LÁGMARK 2 vikur eða meira þar sem að þetta er FRÍTT , þ.e búnaður og uppsetning sem vanalega myndi kosta amk um 10.000 og því mætir það auðvitað afgangi þar sem að nóg er um aðrar pantanir.

Því miður hefur biðin klárlega verið að fara afturúr hvað tengingar á TV varðar og reyndar er bið í vettvangsþjónustu Símans e-ð farin að nálgast 10 virka daga að öllu jöfnu.

Þetta er auðvitað ekki normið og er sjaldan svona en síðastliðnar vikur hafa verið svona og vonandi batnar þetta því auðvitað er þetta ekki gott fyrir einn einasta aðilla.

Ég myndi í sporum viðkomandi fá að tala við e-n hópstjóra í þjónustuverinu og láta hann koma ábendingu fyrir þig áleiðis. Það er að mér best veit áhrifaríkt og endar alltaf á þeim stöðum sem það þarf að enda á :)


Gangi þér bara vel með þetta.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gúrú » Mið 31. Okt 2007 16:13

Þegar þið minnist á netleysi í margar vikur rifjast upp fyrir mér núna að faðir minn gaf Hive leyfi til þess að segja upp áskriftinni á OgVodafone þegar að þeir væru tilbúnir með þjónustuna... En neei, þeir segja henni upp strax og við erum netlaus í 6 vikur út af þessum hálfvitum...


Modus ponens


Höfundur
pjesi
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 23:56
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf pjesi » Mið 31. Okt 2007 19:32

Sæll Ómar.

Úff ég var búinn að skrifa langt svar hérna en Firefox hvarf!

ÓmarSmith skrifaði:Bið eftir að fá ADSL-TV tengt hefur alltaf verið LÁGMARK 2 vikur eða meira þar sem að þetta er FRÍTT , þ.e búnaður og uppsetning sem vanalega myndi kosta amk um 10.000 og því mætir það auðvitað afgangi þar sem að nóg er um aðrar pantanir.


Við erum að nálgast þessar 2 vikur sinnum 5. Síðan er þetta ekki frítt þar sem þessu fylgir bundinn samningur. Annars er það hárrétt að maður má eðlilega búast við töfum. Það skal samt enginn reyna að segja mér að aðrir sem hafa skráð sig í áfskrift EFTIR að ég gerði það eru ekki LÖNGU búnir að fá sinn lykil. Mér gæti skjátlast, einhver hér?


ÓmarSmith skrifaði:Ég myndi í sporum viðkomandi fá að tala við e-n hópstjóra í þjónustuverinu og láta hann koma ábendingu fyrir þig áleiðis. Það er að mér best veit áhrifaríkt og endar alltaf á þeim stöðum sem það þarf að enda á :)


Takk fyrir ábendinguna. Verður gaman að sjá hvort þetta virkar. Ég efast samt um að það nái lengra en til þess aðila sem er búinn að liggja með beiðnina síðan í ágúst og hefur fengið nokkrar ábendingar um að klára málið. Annars er ég orðinn frekar þreyttur á að eyða tímanum í að eltast við þetta og fá ekkert í staðinn. Ekki eins og Síminn myndi bjóða mér einhverjar sárabætur eins og Vodafone hafa greinilega gert.


asdf


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2543
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 01. Nóv 2007 11:35

Jújú.. Ábending sem slík fer í ákveðið verkferli en ekki til viðkomandi starfsmanns. Þetta fer á þá yfirmenn sem þurfa að vita af þessu og þaðan verður þessu assign-að á viðkomandi starfsmann.


Því miður þá lenntiru bara í e-u tómu klúðri :S


Hvaða sárabætur varðar get ég engu um það svarað enda vinn ég ekki á einstaklingsmarkaði og þekki bara ekki vinnureglurnar þar.

En vonandi fær þetta leiðindarmál farsælan endir.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s