Get ekki skoðað myndbönd á netinu. Kemur bara hljóð.


Höfundur
hafthoratli
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Mán 22. Jan 2007 00:02
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Get ekki skoðað myndbönd á netinu. Kemur bara hljóð.

Pósturaf hafthoratli » Mán 15. Okt 2007 17:22

Góðan daginn,

Getur einhver hjálpað mér. Þegar ég er að skoða fréttir á mbl.is sem eru með myndbandi, eða aðrar síður sem eru með myndbönd t.d. youtube.com...þá kemur engin mynd. Bara hljóð, en myndin verður bara að lóðréttum röndum sem eru gular og fjólubláar.

Þetta er örugglega einver stilling, en mér tekst ekki að laga þetta.

Ég sendi SCREENSHOT með, svo þið getið séð hvernig þetta kemur.

Kær kveðja,

-hafthoratli
Viðhengi
bilun.JPG
Hér má sjá videoið eins og það kemur á mbl.is
bilun.JPG (128.79 KiB) Skoðað 725 sinnum




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2540
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Mán 15. Okt 2007 17:24

Þig vantar eflaust e-r codecs...

ætti að geta sótt þau á microsoft.com


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Höfundur
hafthoratli
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Mán 22. Jan 2007 00:02
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf hafthoratli » Mán 15. Okt 2007 18:51

...og hvernig veit ég hvaða codecs það er? Ég er búinn að prófa að setja media player aftur inn og allt...




Höfundur
hafthoratli
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Mán 22. Jan 2007 00:02
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf hafthoratli » Mán 15. Okt 2007 18:57

...þetta er nefnilega mjög furðulegt. Þegar ég er að skoða frétt á Mbl.is sem er með myndbandi, þá kemur þetta græna og fjólubláa og ég gerði þá Print Screen, og þegar ég gerði Paste í mspaint þá var þetta horfið og kom bara hvítt eins og á myndinni. Svo þegar þetta er í gangi á mbl.is þessi bilun, þá er hún ennþá á skjánum þó svo að ég sé kominn í annan Tab í explorer....þetta er voðalega skrýtið.




cue
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mán 16. Ágú 2004 09:52
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Pósturaf cue » Þri 16. Okt 2007 01:04

Flash er notað á þessum síðum, Það setur sig inn sjálft en hefur greinilega klikkað eitthvað þegar að fór inn hjá þér.
http://www.adobe.com/shockwave/download ... omoid=BIOW

Annars bara að keyra Windows Update og instala WMP 11




Holy Smoke
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 22. Jún 2004 19:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Holy Smoke » Þri 16. Okt 2007 01:43

hafthoratli skrifaði:...þetta er nefnilega mjög furðulegt. Þegar ég er að skoða frétt á Mbl.is sem er með myndbandi, þá kemur þetta græna og fjólubláa og ég gerði þá Print Screen, og þegar ég gerði Paste í mspaint þá var þetta horfið og kom bara hvítt eins og á myndinni. Svo þegar þetta er í gangi á mbl.is þessi bilun, þá er hún ennþá á skjánum þó svo að ég sé kominn í annan Tab í explorer....þetta er voðalega skrýtið.


Ástæðan fyrir að þú getur ekki peistað þessu í Paint er að vídjóin á mbl.is nota Windows Media Player, og þú ert greinilega með hann stilltan til að nota 'hardware overlay'. Ef það virkar ekki að uppfæra í nýja útgáfu af WMP geturðu slökkt á því með því að fara í Options, Performance flipann, 'Advanced' og taka hakið úr 'Use overlays'.

YouTube notar hins vegar Flash þannig að það er allt annar handleggur. Prófaðu að uninstalla og reinstalla því aftur, og ef það gengur ekki þá þarftu sennilega að eyða Flash fælnum út úr C:\WINDOWS\Downloaded Program Files.




cue
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mán 16. Ágú 2004 09:52
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Pósturaf cue » Þri 16. Okt 2007 15:07

Holy Smoke skrifaði:Ástæðan fyrir að þú getur ekki peistað þessu í Paint er að vídjóin á mbl.is nota Windows Media Player


I stand corrected. Rámti endilega að Visir og MBL væru með Flash.

Gangi þér vel með þetta ógeð sem WMP getur verið.