Torrent.is að ganga of langt?

Allt utan efnis
Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Pósturaf Halli25 » Fös 05. Okt 2007 15:09

GuðjónR skrifaði:djjason góðir punktar...
Rökin með virkar og rökin á mótii líka, auðvitað má spyrja sig hvort þeir sem selja tengingarnar séu þá ekki sekir líka...
Og svo eins og þú nefnir með þá sem öllu vilja ráða...þegar það kostar orðið fimm þúsund krónur að fara í sunnudagsbíó með börnin og kaupa popp og kók þá er eitthvað að.
Spurning hvort það sé ekki hin eiginlega glæpastarfsemi?


Heyr heyr


Starfsmaður @ IOD


TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Fös 05. Okt 2007 20:05

Og á þessum nótum...
http://visir.is/article/20071005/FRETTIR02/71005010

Alveg hræðilegar fréttir :dissed Þetta er víst tímamóta dómur í bandaríkjunum
sem allar framtíðar málsóknir RIAA í USA verða miðaðar við. Dómarinn
heimilaði það að ekki þyrfti að sýna fram á með óyggjandi hætti að "notandinn"
þyrfti að hafa verið við tölvuna þegar meint deiling átti sér stað eða þá að
nokkur maður hafi niðurhalað umræddu efni. Einnig þurfti ekki að sýna
sönnunargögn þess efnis að það hafi nokkurntíman verið skráardeiliforrit
uppsett á tölvu konunar.

*Update
Fyrir þá sem vilja lesa meira um þettta mál -> http://blog.wired.com/27bstroke6/2007/10/riaa-jury-finds.html



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Pósturaf Revenant » Fös 05. Okt 2007 20:44

Pariser has a very broad definition of "stealing." When questioned by Richard Gabriel, lead counsel for the record labels, Pariser suggested that what millions of music fans do is actually theft. The dirty deed? Ripping your own CDs or downloading songs you already own.

Gabriel asked if it was wrong for consumers to make copies of music which they have purchased, even just one copy. Pariser replied, "When an individual makes a copy of a song for himself, I suppose we can say he stole a song." Making "a copy" of a purchased song is just "a nice way of saying 'steals just one copy'," she said.

Consumerist




Andriante
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Lau 04. Jún 2005 22:39
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Pósturaf Andriante » Fös 05. Okt 2007 20:56

Mér finnst þetta bara gott hjá þeim, ég meina þeir hafa verið að reka þetta í tapi eða sáralitlum hagnaði í einhver ár.. Finnst þeir alveg eiga skilið að fá smá grænt í kassann.

Ekki eins og þið þurfið að borga e-ð fyrir þetta




cue
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mán 16. Ágú 2004 09:52
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Pósturaf cue » Lau 06. Okt 2007 02:51

Ég er ekki viss um að það virki að kenna internet veitunum um.
Væri þá hægt að plægja allar götur þar sem einhver hefur gert eitthvað ólöglegt, t.d keyrt of hratt?

Torrent.is er meira eins og vöruhús, það eru geymdir ólöglegir hlutir í vöruhúsinu.
En er það þá rifið og brent?
Eru eigendurnir kærðir fyrir að leyfa fólki að geima dót í vöruhúsinu?
Ef vöruhúsið væri rifið, og öll sem geyma eitthvað ólöglegt hvar væru þá ólöglegu hlutirnir geymdir?

Við erum ekki að spá í hvort við þurfum að borga eða ekki, heldur hvort þetta sé siðlegt eða ekki.
Þeir eiga ekki skilið að græða á þessu. mennirnir sem gera lögin og myndirnar eiga að græða á þessu.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Lau 06. Okt 2007 05:11

Andriante skrifaði:Mér finnst þetta bara gott hjá þeim, ég meina þeir hafa verið að reka þetta í tapi eða sáralitlum hagnaði í einhver ár.. Finnst þeir alveg eiga skilið að fá smá grænt í kassann.

Ekki eins og þið þurfið að borga e-ð fyrir þetta


öhhh
hefur þú eitthvað skoðað spjallborðið undanfarin ár?
t.d. eitt sumarið þá var verkenfi sem að hét; sumar í kóðun
þá var svavari semsagt borgað x kr. (ég bara veit ekki hvað það var mikið, má vel vera að það hafi komið frá á spjallinu eða í "ársreikningum" frá þeim) fyrir að verea semsagt að kóða http://www.torrent.is

og ég veit síðan ekki betur en að það hafi verið alveg óhemju helingur af styrkjum þarna í gegnum árin, t.d. þá er önnur vélin sem að keyrir þessa síðu núna algerlega gefin af notendum síðunnar,....

ég vill ekki meina að þessi síða sé rekin í mínus..

enda spurði ég líka, hversumargir kæmu til með ða vera á launaskrá hjá þessu fyrirtæki, ákvað að spurja ekkert um launin sjálf, enda kemur það mér ekkert við


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Lau 06. Okt 2007 10:36

cue skrifaði:Torrent.is er meira eins og vöruhús, það eru geymdir ólöglegir hlutir í vöruhúsinu.
En er það þá rifið og brent?
Eru eigendurnir kærðir fyrir að leyfa fólki að geima dót í vöruhúsinu?
Ef vöruhúsið væri rifið, og öll sem geyma eitthvað ólöglegt hvar væru þá ólöglegu hlutirnir geymdir?

Það er alveg á hreinu af það væri "vöruhús" einhversstaðar að hýsa ólöglegan varning t.d. þýfi eða dóp með vitund og vilja gegn greiðslu þá væru þeir sem stæðu á bak við vöruhúsið samsekir hinum.
Húsið yrði ekki rifið en það væri sannarlega hægt að gera það upptækt.




Ljosastaur
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Mið 30. Maí 2007 16:21
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf Ljosastaur » Lau 06. Okt 2007 12:57

Þegar menn eru byrjaðir að borga fyrir Torrent, er alveg eins hægt að nota usenet. Miklu þægilegra og maður þarf ekki að deila einu né neinu.



Skjámynd

djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Reputation: 0
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Pósturaf djjason » Lau 06. Okt 2007 13:26

cue skrifaði:Ég er ekki viss um að það virki að kenna internet veitunum um.

....

Torrent.is er meira eins og vöruhús, það eru geymdir ólöglegir hlutir í vöruhúsinu.


En torrent.is er ekki að mínu mati neitt líkt vöruhúsi (ef vöruhús er geymsla sem heldur utanum actual products). Það er ekkert geymt þar nema skrár sem "benda á hluti" út í heimi. Ef þú heimfærir þá á internet veiturnar þá er það alveg eins og skrárnar sem þeir eru með sem "mappa" IP tölur á notendur.

Þannig að ég persónulega sé ekki munin og ég hefði haldið að ef þeir ná að kæra torrent.is þá ætti það að opna upp fræðilegan möguleika á að kæra internetveituna.....ekki það að ég sé einhver lögfræðiexpert.

Hinsvegar ef við höldum okkur við vöruhúsasamlíkinguna að þá held ég að ef ólöglega hluti væri að finna í vöruhúsinu þá væru menn handteknir og ólöglegi varningurinn gerður upptækur. En það er kjarni málsins....það er enginn varningur í þessu "vöruhúsi".


"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds


hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Lau 06. Okt 2007 16:40

djjason þú ert alveg með'etta.

En hvernig verslaru eiginlega á iTunes, meðan við búum hérna á Íslandi?

EDIT: tók eftir staðsetningunni núna :)


count von count

Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

..

Pósturaf DaRKSTaR » Mán 08. Okt 2007 21:59

ég sé lítið að því að þeir hafi sett upp svona pakka dæmi eitthvað.

menn borga hitt og þetta fyrir hina og þessa hluti.. ef menn vilja eiða 5þús í t.d þetta þá mega þeir það mín vegna.

það er ekki eins og þeir séð að neiða mann til að greiða áskrift, hef verið þarna frítt frá byrjun og notið góðs af.

ég þoli ekki erlendar torrent síður satt að segja.. hraðinn yfirleitt hörmulegur.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ..

Pósturaf GuðjónR » Mán 08. Okt 2007 22:02

DaRKSTaR skrifaði:ég þoli ekki erlendar torrent síður satt að segja.. hraðinn yfirleitt hörmulegur.

Ertu hjá HIVE ?



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ..

Pósturaf DaRKSTaR » Mán 08. Okt 2007 22:05

GuðjónR skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:ég þoli ekki erlendar torrent síður satt að segja.. hraðinn yfirleitt hörmulegur.

Ertu hjá HIVE ?


símanum.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ..

Pósturaf urban » Mán 08. Okt 2007 22:36

DaRKSTaR skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:ég þoli ekki erlendar torrent síður satt að segja.. hraðinn yfirleitt hörmulegur.

Ertu hjá HIVE ?


símanum.


ég er hjá símanum, og er að fá alveg topphraða á torrenta erlendis, svo framarlega sem að það er á lokuðum síðum, á síðum einsog mininova þá fæ ég engan hraða, enda held ég að það seedi bara ekki nokkur sála þar

en t.d. á bitmetv þá botna ég tenginuna mína ef að það eru bara nokkrir að seeda því sem að maður nær í


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


cue
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mán 16. Ágú 2004 09:52
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Pósturaf cue » Mán 08. Okt 2007 22:57

Þú lýsir öðru en ég hef séð hjá þeim sem eru hjá Símanum.
Er sjálfur hjá Hive, utanlands hraðinn á P2P er ekkert sérstakur en það sem ég hef séð frá Símanum er hræðilegt, mikið verra en hjá Hive. Ég veit ekki hvernig Vodafone stendur sig, en langar mikið að vita það.




CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Mán 08. Okt 2007 23:08

hmm ég er maxa oft tenginguna mína bæði á OiNK og BitmeTV hinsvegar getur upload hraðinn hjá mér verið ansi sucky utanlands
er btw. hjá Símanum




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blackened » Þri 09. Okt 2007 11:12

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1295822

Búnir að sjá þetta?

það verður pottþétt eitthvað vesen



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Pósturaf CendenZ » Þri 09. Okt 2007 11:40

Blackened skrifaði:http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1295822

Búnir að sjá þetta?

það verður pottþétt eitthvað vesen



You bit the hand Marty, You bit the hand !
Viðhengi
tj200602011032-1.jpg
tj200602011032-1.jpg (26.18 KiB) Skoðað 3087 sinnum



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 09. Okt 2007 18:08

Það var 100% öruggt að þetta myndi gerast.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1295822




cue
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mán 16. Ágú 2004 09:52
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Pósturaf cue » Þri 09. Okt 2007 19:59

GuðjónR skrifaði:Það var 100% öruggt að þetta myndi gerast.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1295822


Samála.
Eina spurningin er hvernig þetta endar.
Því miður held ég að þetta endi mjög illa og ekki bara fyrir þá, heldur líka fyrir framtíðar P2P hýsingar á Íslandi.




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blackened » Mið 10. Okt 2007 00:28

cue skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Það var 100% öruggt að þetta myndi gerast.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1295822


Samála.
Eina spurningin er hvernig þetta endar.
Því miður held ég að þetta endi mjög illa og ekki bara fyrir þá, heldur líka fyrir framtíðar P2P hýsingar á Íslandi.


Ég persónulega held samt að það verði EKKERT úr þessu.. frekar en DC málinu stóra..

Þeir bara eiga ekki séns held ég.. en það eru bara mín 2 sent




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Pósturaf axyne » Mið 10. Okt 2007 01:37

það voru ýmsar skilmálabreytingar sem gengu í gegn á istorrent áður en boðið var uppá fríðindi á síðunni gegn greiðslu.

4. Réttur á dreifingu efnis

1. Það má ekki nota vefsvæðið til að sækja eða dreifa ólöglegu efni. Einnig er óheimilt að sækja eða dreifa höfundaréttarvörðu efni nema notendur hafi aflað samþykki þess sem réttinn hefur fyrir slíkri notkun.
2. Það er að öllu leyti á ábyrgð hvers notanda að afla allra nauðsynlegra leyfa fyrir efni því er hann sendir inn og/eða sækir á síðuna. Istorrent lítur svo á að með því að dreifa efni staðfesti viðkomandi notandi að hann hafi allan rétt til þeirrar dreifingar.



Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Mið 10. Okt 2007 12:34

axyne skrifaði:það voru ýmsar skilmálabreytingar sem gengu í gegn á istorrent áður en boðið var uppá fríðindi á síðunni gegn greiðslu.

4. Réttur á dreifingu efnis

1. Það má ekki nota vefsvæðið til að sækja eða dreifa ólöglegu efni. Einnig er óheimilt að sækja eða dreifa höfundaréttarvörðu efni nema notendur hafi aflað samþykki þess sem réttinn hefur fyrir slíkri notkun.
2. Það er að öllu leyti á ábyrgð hvers notanda að afla allra nauðsynlegra leyfa fyrir efni því er hann sendir inn og/eða sækir á síðuna. Istorrent lítur svo á að með því að dreifa efni staðfesti viðkomandi notandi að hann hafi allan rétt til þeirrar dreifingar.



þetta var nú í skilmálunum.. bara öðruvísi orðað


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 1
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf einzi » Mið 10. Okt 2007 13:33

Mér finnst öll umfjöllun um svona torrent mál vera alltaf útmjökuð af þekkingarleysi um málin og það vill svo þannig til að manneskjan óttast það sem hún þekkir ekki. Eina sem vantar í þetta er reiður múgur með kyndla og heygaffla.
Svo er það annað. Þegar vhs upptökutæki og segulbandstækin voru að koma á markaðinn .. Átti þetta ekki að drepa allt því nú gat fólk tekið upp efni og fjölfaldað? Er sagan ekki að endurtaka sig?

Sjá dæmi sem ég hef oft notað til að útskýra torrent hugtakið fyrir þeim sem þekka ekki hvað um er rætt:

Ef að dópsali hefur símanúmer sem skráð er í símaskrá ... er símaskráin þá sek um að stuðla að dreifingu fíkniefna? Ber símaskráin ábyrgð á þjónustu þeirra sem birta númer sitt í skránni?

Hvað er torrent annað en símaskrá?



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Mið 10. Okt 2007 13:42

Símaskrá sem hefur eingöngu númer hjá dópsölum myndi nú ekki líðast lengi. ;-)