48DVD, diskar sem endast ekki 48 tíma

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

48DVD, diskar sem endast ekki 48 tíma

Pósturaf ICM » Lau 21. Apr 2007 11:20

Ég hef lent í því oftar en einusinni að sofna útfrá þessum 48DVD myndum og ætla að horfa á þær næsta kvöld, sólahring seinna en þá er diskurinn orðin ólæsilegur og ekki hægt að horfa á myndirnar :roll:

Er þetta ásættanlegt? Ég hélt þeir ættu að endast í tvo sólahringa.




Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf Veit Ekki » Lau 21. Apr 2007 11:36

Ég keypti mér einu sinni svona disk og hann entist í margar vikur. Annars frekar lélegt ef hann virkar ekki í a.m.k. 48 tíma.

Ég lenti í því að fá ónýtan disk frá þeim. Ég hringdi í fyrirtækið og þeir komu með nýjan disk heim til mín, samdægurs. Miðað við þessa þjónustu sem ég fékk, þá held ég að þeir myndu glaðir skipta þessum diskum út fyrir þig.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Lau 21. Apr 2007 13:03

Kannski les drifið þitt diskinn bara á ógnarhraða :) og miðflóttaraflið eykst á efnin sem eyðileggja diskinn.




Ic4ruz
has spoken...
Póstar: 180
Skráði sig: Þri 29. Nóv 2005 17:52
Reputation: 0
Staðsetning: Egilsstaðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Ic4ruz » Lau 21. Apr 2007 21:28

Ég keypti mér svona disk á Esso(N1) fyrir um 1 mánuð og hann virkar þegar maður setur hann i DVD drifið ennþá!



Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 493
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Reputation: 25
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Fumbler » Lau 21. Apr 2007 22:31

Ég hef einu sinni prófað að kaupa svona disk. Fyrir utan að myndgæðin eru eins og á video spólu og hljóðið ekki það besta. Þá ég byrjað á því að setja hann í tölvuna og tók afrit af myndinni.
Diskurinn virkaði í uþb. 14 daga, En ég gerði 2 lítil göt á diskinn þar sem efnið er í miðjunni.



Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Sun 22. Apr 2007 03:26

Ég hef oft keypt svona myndir og stundum endast þær í marga daga... Það sem er óþolandi við DVD spilara er að þeir halda áfram að spila diskana ef maður sofnar útfrá þeim þótt myndin sé búin, ef geislin er stöðugt á disknum þá er kanski ekki skrítið að diskurinn eyðist svona fljótt.''

Götin sem eru á diskunum hafa eitthvað með það að gera að þegar súrefni hleypst að þeim fer það að éta upp diskin.




48DVD
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fim 27. Sep 2007 08:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

48DVD - Gallaður diskur

Pósturaf 48DVD » Fim 27. Sep 2007 09:01

Góðan daginn,

ég rakst á þessa umræðu sem hér hefur átt sér stað og vildi koma til ykkar nokkrum staðreindum þar sem ég hef usjón með framleiðslu og dreyfingu á 48DVD á íslandi.

Eins og nafnið bendir til þá á 48DVD diskur að endast í 48 klst. nánar tiltekið í 48-58 klst. ef dikur eyðir efninu útaf sér innan þess tímaramma þá er virkni hans rétt. Ef hann eyðir efninu af diskinum of snemma eða of seint þá má telja að um gallaðan disk sé að ræða, en það er ekki hægt að útiloka það að af færibandinu komi einn og einn gallaður diskur þar sem um fjöldaframleiðslu er að ræða en gríðarlega lítið hefur verið um galla í 48DVD.

Ef einhver hér hefur lent í því að fá gallaðann disk í hendurnar þá er um að gera að fara annaðhvort með hann á þann smásölustað sem hann var keypur, koma með hann til okkar á Kletthálsinn eða senda okkur hann og fá annað eintak í hendurnar, tiltörulega einfalt er að sjá það hvort um gallaðann disk er að ræða eða hvort virknin er eðlileg og höfum við ráð til þess að finna það út.

ég vona að ég hafi komið hér gagnlegum upplýsingum á framfæri til ykkar sem þetta lesa.

Bestu kveðjur.
Gísli Kristjánsson
Rekstrarstjóri Intus ehf.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf GuðjónR » Fim 27. Sep 2007 10:01

Jahérna...það virðast allir lesa þetta spjall!
Takk fyrir góð svör Gísli.




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Fim 27. Sep 2007 11:12

- Vaktin.Is -

Þar sem svörin leynast :8)



Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1339
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stuffz » Þri 02. Okt 2007 19:29

Pandemic skrifaði:Kannski les drifið þitt diskinn bara á ógnarhraða :) og miðflóttaraflið eykst á efnin sem eyðileggja diskinn.


my though exactly lol


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack