Vörur ekki til hjá computer.is

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
cue
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Mán 16. Ágú 2004 09:52
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Vörur ekki til hjá computer.is

Pósturaf cue » Mán 24. Sep 2007 13:16

Það kemur ótrúlega oft fyrir þegar ég panta hjá Computer að þeira eiga ekki vöruna. Og láta ekki vita!

T.d var ég að panta 1gb 400mhz minni á 3900kr sem er lægsta verðið. En það er ekki til hjá þeim.
Þetta skekkir verðsamanburðin verulega, computer.is í hag.



Skjámynd

AngryMachine
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Sun 15. Jan 2006 23:53
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Pósturaf AngryMachine » Mán 24. Sep 2007 14:11

Ég hef rekið mig á þetta hjá flestum tölvuverslunum hér á landi. Ég kaupi orðið ekki nokkurn skapaðan hlut án þess að hringja á undan og staðfesta að varan sé í raun og veru til. Auglýst lagerstaða er oftar en ekki hreinn skáldskapur, því miður.

Hvað varðar að þetta skekki verðsamanburðin þá er það ekki víst. Svo lengi sem að þeir geta útvegað vöruna á auglýstu verði á skikkanlegum tíma þá er smá bið ekkert tiltökumál, þó að það geti verið afskaplega pirrandi og beri versluninni ekkert sérstaklega gott vitni.

Alvarlegra er ef að verið er að auglýsa vöru sem að er ekki og mun ekki vera til, svona eins og gefið var í skyn í stóra örgjörvamálinu hér í síðustu viku. Væri btw gaman að fá að vita hvernig þeim hefur gengið sem að pöntuðu örgjörva á gjafverði...


____________________
Starfsmaður @ hvergi