ég verð nú bara að grobba mig af því að vera kominn með vatnskælingu

þetta er Swiftech 22500 með VGA kæliblokk. þetta er hreint magnaður anskoti því ég er að ná 40°C í max load í prime95 í staðinn fyrir 52-53°C með óklokkaðan örgjörva. ísetningin fór fram í gærdag og gekk allt vel nema að okkur vantaði einn bor og varð því eitt gatið sem við gerðum dálítið ljótt en það kemur ekki að sök þar sem það er molding í því gati. 2 120mm viftu sjá um að kæla vatnið en vatnskassinn er staðsettur á toppinum á kassanum en vifurnar eru fyrir neðan og draga loft niður. allt þetta var sett í Xaser II kassa og finnst mér þetta hafa komið vel út.
í kvöld verður farið í að setja vatnskælinguna í hjá Damien en hann er með allveg eins samsetningu nema að hann er með Intel örgjörva og Xaser III.
einnig er ég að leita að heimasíðu sem ég get sett inn myndir sem ég tók af atburðinum (þó lélegar séu) en mér fannst ekki við hæfi að flooda þennan þráð með myndum.