Kaupa nýtt eða gera við?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Kaupa nýtt eða gera við?

Pósturaf Daz » Mið 08. Ágú 2007 17:21

Ég lenti í þeim leiðindum um daginn að harði diskurinn í fartölvunni minni (sem er mín eina einkatölva þessa stundina) gafst upp. Þar sem tölvan er ekki alveg glæ ný lengur (3 ára) þá langar mig að uppfæra í eitthvað nýtt og spennandi, en rak mig þá á eitt. Ég hef ekkert við það nýjasta að gera, ég hef raunar varla mikið við neitt gamalt að gera heldur. Eina sem ég nota þessa tölvu í er að spila WoW og svo þetta hefðbundna nethangs/sjónvarpsgláp.
Ef ég myndi bara setja nýjan disk og kaupa nýja rafmagnssnúru (sú gamla er orðin ansi slitin af einhverjum ástæðum og líklega farin að vera hættuleg) þá kostar það mig ca 10 þúsund, sem er þó nokkuð ódýrara en 100-200 fyrir nýrri tölvu.
Er það ekki í sjálfu sér alveg út í hött að eyða tugum/hundruðum þúsunda í einn tölvuleik?
Það merkilega er að ég hef einmitt alveg sæmilegan pening milli handanna til að eyða í einhverja vitleysu, en vil ekki eyða þeim í ranga vitleysu.


Er ég orðinn fyrrverandi tölvunörd? Get ég einhvernvegin snúið mig útúr þessu þannig ég endi með glæ nýja tölvu en tæmi ekki veskið og haldi hreinni samvisku? Get ég fengið mér litla hljóðláta borðtölvu, lítinn STÓRANN skjá og kannski media flakkara frekar en nýja fartölvu? Ætti ég kannski að fara að spila meira í lottóinu?

(Held það þetta topic eigi best við hérna, þar sem þetta er meira almenns eðlis vangavelta heldur en beiðni um hjálp við að smíða uppfærslu eða laga eitthvað).




Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Mið 08. Ágú 2007 17:49

Þú ert í sömu hugleiðingum og ég var í fyrir ekki svo löngu.

Þá endaði ég á að kaupa móðurborð og vinnsluminni af félaga mínum, nýjan örgjörva og notað skjákort, borgaði samtals í kringum 30.000kr og þarf svosem ekki að hafa betri vél (nema ef ég vil keyra Vista, það fer að koma að því).

Ég sá ekki tilganginn í að eyða stórum fjárhæðum í nýja vél sem ég þyrfti varla (eini tölvuleikurinn sem ég spila er Football Manager 2007, nota vélina annars mest bara í það sama og þú, sjónvarpsgláp og netvafur).




CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf CraZy » Mið 08. Ágú 2007 20:24

Ég er svipaður, það eina sem ég nota borðtölvuna í þessa dagana er torrent og netið
Svo er ég með lappa sem ég nota í photoshop / netið / msn
Það er orðið langt síðan ég hef spilað einhverja leiki..