Fyrirspurn: Mitac fartölvur

Skjámynd

Höfundur
thalez
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Lau 08. Júl 2006 12:08
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Fyrirspurn: Mitac fartölvur

Pósturaf thalez » Fös 27. Júl 2007 10:35

Góðan dag. Ég þarf að fjárfesta í fartölvu í haust. Því miður býður budget-ið ekki uppá Macbook Pro (200k) og því þarf ég skoða Pc möguleikana. Ég hef verið að skoða Mitac-tölvurnar frá Hugver.is. Þetta virðast vera "bang for buck" tölvur (sbr. tilboð c).

Ég þekki þessar tölvur ekki og það er lítið af upplýsingum á netinu um þær. Er einhver hér sem á Mitac-fartölvu? Ef svo er: Hver er þá reynslan af þeim?

Eru einhverjar aðrar tölvur sem þið mælið með á svipuðu verði og með DX10 korti?

Set inn tilboðsmyndina frá Hugver.is:

[img]http://www.hugver.is/images/Tilboð/8252D.jpg[/img]



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 27. Júl 2007 16:44

Fylgja heyrnahlífar með eða þarf að kaupa þær sér?



Skjámynd

Mazi!
ÜberAdmin
Póstar: 1327
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Reputation: 1
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mazi! » Fös 27. Júl 2007 18:23

Allaveganna mæli ég ekki með hugver, hef slæma reynslu af þeirri búllu :evil:


Mazi -


zerri
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Mán 14. Feb 2005 00:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf zerri » Lau 28. Júl 2007 23:50

Félagi minn keypti sér Mitac tölvu í fyrra og hann hefur verið frekar ánægður með sína og ég er einmitt mikið að spá í að fá mér tilboð d hér að ofan.



Skjámynd

Höfundur
thalez
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Lau 08. Júl 2006 12:08
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf thalez » Sun 29. Júl 2007 11:26

Er þá einhver fartölva sem þið mælið með sömu specca: C2D - 8XXX kort - 2GB undir 120k?




zerri
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Mán 14. Feb 2005 00:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf zerri » Sun 29. Júl 2007 16:13

thalez skrifaði:Er þá einhver fartölva sem þið mælið með sömu specca: C2D - 8XXX kort - 2GB undir 120k?


Held að það sé alveg ljóst að þú finnur ekki svona tölvu með þessu drasli í á á undir 120k á íslandi...



Skjámynd

Höfundur
thalez
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Lau 08. Júl 2006 12:08
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf thalez » Þri 07. Ágú 2007 12:54

Ég skellti mér á þessa hér: http://extranet.ejs.is/extranet/ProductDetail.aspx?ProductID=INSP1720%2301-BLACK
á 159.990 kr.

Ég keypti mér tölvu hjá Tölvuvirkni (Packard Bell SB86) og var ekki ánægður með hana (reyndar varð ég kannski helst fyrir vonbrigðum með Vista). Ég skilaði henni og fékk hana endurgreidda.

Mér finnst rétt að minnast á það að þjónustan hjá Tölvuvirkni var til fyrirmyndar! :D

Nú held ég að ég hafi náð góðri lendingu; Dell fartölva með 8600gt korti og Dual Boot Vista/Xp. :wink:


"A computer is a machine for manipulating data according to a list of instructions."