Vista eða XP?
Vista eða XP?
Sælir, er að fara að fá mér nýja tölvu og hef ekki hugmynd um hvort ég eigi að fá mér Windows Vista eða Windows XP.
Á nefnilega XP disk sem ég get áreiðanlega notað, og ódýrasta útgáfan af Vista kostar að ég held 9.900 kr svo nú spyr ég ykkur spjallverjar góðir.
Er þess virði að skipta yfir í Vista?
Með von um góð svör, Pegazuz.
Á nefnilega XP disk sem ég get áreiðanlega notað, og ódýrasta útgáfan af Vista kostar að ég held 9.900 kr svo nú spyr ég ykkur spjallverjar góðir.
Er þess virði að skipta yfir í Vista?
Með von um góð svör, Pegazuz.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
-
- Vaktari
- Póstar: 2543
- Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
- Reputation: 44
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Nei, þarft ekkert að fara í Vista fyrr en þú ætlar að spila DX10 leiki. Myndi bara bíða rólegur.
fáðu þér DX10 kort í haust og keyptu Vista í leiðinni
fáðu þér DX10 kort í haust og keyptu Vista í leiðinni
Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s
-
- spjallið.is
- Póstar: 444
- Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
stjanij skrifaði:það er ekkert sem styður DX10 núna, allaveganna ekkert merkileg.
ef þú átt nóg af seðlum þá er DX10 kort málið enn ef skynsemin er notuð þá er best að bíða, lengur. biða þangað til að Crysis eða sambærilegir leikir koma.
Talandi um Crysis,hvenær kemur hann eiginlega út,ég er búinn að bíða og bíða,en alltaf seinnkar honum meira og meira.
Taxi skrifaði:Talandi um Crysis,hvenær kemur hann eiginlega út,ég er búinn að bíða og bíða,en alltaf seinnkar honum meira og meira.
Held að það hafi aldrei verið alvöru release date á honum. Hann er bara einn af þessum "when it's done" leikjum. Þau blöð sem hafa prófað hann hands-on segja samt að haust/vetur 2007 sé takmarkið en ekkert nánar en það.
Það eru annars komnir nokkrir leikir sem supporta DX10. Company of Heroes, Lost Planet og Call of Juarez eru komnir og World in Conflict er að koma.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3963
- Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
- Reputation: 0
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Stebet skrifaði:Það eru annars komnir nokkrir leikir sem supporta DX10. Company of Heroes, Lost Planet og Call of Juarez eru komnir og World in Conflict er að koma.
En er einhver leikur kominn út sem er native DX10 leikur?
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Jæja, nú virðist sem að það sé því ekkert tæknilega til fyrirstöðu lengur að DX10 gæti
vel virkað á Windows XP ->Linkur!
Eini fítusinn í DX10 sem virkilega þurfti á nýja driver og kernel access hluta
Vista að halda, hefur verið cancelaður af Micro$haft vegna mikilla vandkvæða
hjá Nvidia að gera vinnsluminni skjákortanna "virtual".
og það eru hvort eð er ein 4-5 ár í að DX10 leikir verði mainstream og enn
sem komið er virðist DX10 ekkert gera svo mikið grafíklega séð fyrir tölvuleiki nema hægja á þeim.
Samanburðarmyndir á DX9 og DX10 í Crysis -> Linkur
World in Conflict Samanburðarmyndir -> Linkur
vel virkað á Windows XP ->Linkur!
Eini fítusinn í DX10 sem virkilega þurfti á nýja driver og kernel access hluta
Vista að halda, hefur verið cancelaður af Micro$haft vegna mikilla vandkvæða
hjá Nvidia að gera vinnsluminni skjákortanna "virtual".
og það eru hvort eð er ein 4-5 ár í að DX10 leikir verði mainstream og enn
sem komið er virðist DX10 ekkert gera svo mikið grafíklega séð fyrir tölvuleiki nema hægja á þeim.
Samanburðarmyndir á DX9 og DX10 í Crysis -> Linkur
World in Conflict Samanburðarmyndir -> Linkur
Síðast breytt af TechHead á Fim 19. Júl 2007 20:28, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vaktari
- Póstar: 2543
- Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
- Reputation: 44
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Crysis er hjá flestum uppgefinn í Sept 2007 en Crytek hafa aldrei gefið út release date.
Þeir sögðu núna síðast á E3 sem fór fram helgina síðustu að þeir væru nær endalokum en þeir héldu og goal-ið þeirra væri 2007.
Það þíðir að við sjáum hann líklegast ekki fyrr en fyrsta lagi í Nóv eða þá að hann verði Holliday release.
Sept er amk alveg út úr myndinni.
http://www.crysis-online.com
þarna eru allar upplýsingar og update um leið og eitthvað berst.
Þeir sögðu núna síðast á E3 sem fór fram helgina síðustu að þeir væru nær endalokum en þeir héldu og goal-ið þeirra væri 2007.
Það þíðir að við sjáum hann líklegast ekki fyrr en fyrsta lagi í Nóv eða þá að hann verði Holliday release.
Sept er amk alveg út úr myndinni.
http://www.crysis-online.com
þarna eru allar upplýsingar og update um leið og eitthvað berst.
Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s
4x0n skrifaði:Stebet skrifaði:Það eru annars komnir nokkrir leikir sem supporta DX10. Company of Heroes, Lost Planet og Call of Juarez eru komnir og World in Conflict er að koma.
En er einhver leikur kominn út sem er native DX10 leikur?
Nei og koma ekki næstu árin. Það væri geðveiki að gera Native DirectX 10 leik og ignorea alla sem eru með DX9 kort.
Crysis er ekki native DX10 leikur, Unreal tournament 3 ekki heldur. Þeir voru allir þróaðir á DirectX 9 og nota DirectX 10 bara fyrir flottari effecta og aukafítusa alveg eins og Company of Heroes, Lost Planet, Call of Juarez og World in Conflict.
TechHead skrifaði:Jæja, nú virðist sem að það sé því ekkert til fyrirstöðu lengur að DX10 verði
raunveruleiki á Windows XP ->Linkur!
Eini fítusinn í DX10 sem virkilega þurfti á nýja driver og kernel access hluta
Vista að halda, hefur verið cancelaður af Micro$haft vegna mikilla vandkvæða
hjá Nvidia að gera vinnsluminni skjákortanna "virtual".
og það eru hvort eð er ein 4-5 ár í að DX10 leikir verði mainstream og enn
sem komið er virðist DX10 ekkert gera svo mikið grafíklega séð fyrir tölvuleiki nema hægja á þeim.
Verst að Inquirer eru svo vitlausir og virðast ekki geta lesið grunn-specca. Það er búið að debunka þetta margoft en alltaf kemur þetta upp aftur.
XP getur ekki og mun aldrei geta keyrt DirectX 10. Virtual vinnsluminni fyrir skjákort var bara smá partur af ástæðunni. Það vantar ennþá context-switching og GPU sharing í drivermódelið á XP meðal annars. MS myndu þurfa að endurskrifa allt driveramódelið til þess að fá DX10 á XP. Þeir gætu það vissulega en það myndi kosta meira vesen og peninga en þeir fengju nokkruntímann til baka.
http://letskilldave.com/archive/2006/10/17/DirectX-10-for-Windows-XP_3F00_--Repeat-after-me_3A00_-No.-No.-No_2E00_.aspx
http://blogs.msdn.com/ptaylor/archive/2007/02/14/why-dx10-wasnt-created-on-xp-and-why-it-isnt-in-xp.aspx
http://blogs.msdn.com/ptaylor/archive/2007/06/28/dx10-on-xp-round-2.aspx
TechHead skrifaði:og það eru hvort eð er ein 4-5 ár í að DX10 leikir verði mainstream og enn
sem komið er virðist DX10 ekkert gera svo mikið grafíklega séð fyrir tölvuleiki nema hægja á þeim.
DirectX 10 leikir verða orðnir mainstream innan árs. Sama var uppi á teningnum með DirectX 9 leikir. Ég get þó bókað að það mun enginn leikur ignorea DirectX 9 support því það væri rugl og sá leikur myndi vægast sagt seljast illa.
DX10 performance er lítið að marka eins og er. Bæði Nvidia og Ati eru enn á fullu að þróa DX10 driverana sína og gera massífar endurbætur. T.d. boostaði nýjasti Nvidia betadriverinn Company of Heroes performance upp um allt að 25% í DX10 en hefur ekki enn náð DX9 perfi og mun sennilega ekki ná því þar sem þeir sýna fleiri og flottari effekta í DX10 en þeir gera í DX9 render pathinu.
Þegar driverar eru komnir í gott horf þá mun DX10 sýna betra perf en DX9 miðað við sömu grafík. Flestir nýta þó þetta auka-perf til þess að gera flottari effecta fyrir svipað/sama framerate og DX9 (eins og Crysis mun gera).
TechHead skrifaði:Enda var ég að segja að tæknilega séð er því ekkert til fyrirstöðu að DX10
myndi geta keyrt á XP.
Hinsvegar munu Micro$haft aldrei porta DX10 yfir á XP þar sem M$ er að
fade´a XP út.
Það er líka ekkert tæknilega séð því til fyrirstöðu að keyra DirectX 10 á Linux . Þetta er bara spurning um fræðilegan og raunverulegan möguleika. Fræðilega séð er ekkert þessu til fyrirstöðu með nógu mikilli vinnu en raunverulega þá myndi það aldrei borga sig, hvorki fyrir MS né þá sem nota XP eða viltu kannski frekar að ALLIR sem ætla að keyra DirectX 10 þyrftu að ná sér í nýja drivera sem væru skrifaðir frá grunni. Finnst þér kannski driverástandið í Vista svona frábært eins og það er í dag að það sé um að gera að koma því yfir á XP líka?
Þetta er bara einföld spurning um hvað menn hafa resourca og fjármagn í og fadeout á XP kemur þessu ekkert við.
Síðan veðr ég að segja fyrir mitt leyti að mér finnst einstaklega óþroskað að skrifa MS með $-merki eða kalla þá Micro$haft. Finnst það persónulega lýsa skilningi þínum á fyrirtækinu betur en þeim sjálfum.
Hva? Ertu svona sár fyrir hönd Micro$haft? Þroskað eða ekki þroskað þá kalla
ég bara Microsoft það sem mér sýnist
Hef notað Microsoft hugbúnað frá því í árdaga Windows 3.11 og bara verið
helvíti ánægður með allt sem frá þeim hefur komið fyrir utan þetta helsta
eins og Windows_ME, bréfaklemmuna og Vista.
Og þú heldur að skilningur minn á MS sé eitthvað takmarkaður eða lítill þá
skjátlast þér illilega stubbur minn.
Og svo stenduru í mótsögn við sjálfann þig þegar þú segir að þetta snúist
um resource og fjármagn en komi því ekki við að MS sé að fade´a XP út...
því ef þeir væru ekki að fade´a XP út myndu þeir að sjálfsögðu eyða
resource og fjármagni í að porta DX10 yfir á XP því það yrði sustained user
base sem myndi nota XP áfram.
En þetta snýst allt um peninga og framþróun iðnaðarins í heild.
Eins og mætur maður sagði þá er það aðallega einn hlutur sem hefur sett
microsoft á toppinn: Versions.
Það eru margir nýjir fítusar í Vista sem heilla mig og vini mína í corporate
umhverfi, en því miður þá hafa þeir verið svo hrillilega illa implementaðir
hingað til að VISTA er langt frá því að vera "góður kostur"
ég bara Microsoft það sem mér sýnist
Hef notað Microsoft hugbúnað frá því í árdaga Windows 3.11 og bara verið
helvíti ánægður með allt sem frá þeim hefur komið fyrir utan þetta helsta
eins og Windows_ME, bréfaklemmuna og Vista.
Og þú heldur að skilningur minn á MS sé eitthvað takmarkaður eða lítill þá
skjátlast þér illilega stubbur minn.
Og svo stenduru í mótsögn við sjálfann þig þegar þú segir að þetta snúist
um resource og fjármagn en komi því ekki við að MS sé að fade´a XP út...
því ef þeir væru ekki að fade´a XP út myndu þeir að sjálfsögðu eyða
resource og fjármagni í að porta DX10 yfir á XP því það yrði sustained user
base sem myndi nota XP áfram.
En þetta snýst allt um peninga og framþróun iðnaðarins í heild.
Eins og mætur maður sagði þá er það aðallega einn hlutur sem hefur sett
microsoft á toppinn: Versions.
Það eru margir nýjir fítusar í Vista sem heilla mig og vini mína í corporate
umhverfi, en því miður þá hafa þeir verið svo hrillilega illa implementaðir
hingað til að VISTA er langt frá því að vera "góður kostur"
TechHead skrifaði:Hva? Ertu svona sár fyrir hönd Micro$haft? Þroskað eða ekki þroskað þá kalla
ég bara Microsoft það sem mér sýnist
Hef notað Microsoft hugbúnað frá því í árdaga Windows 3.11 og bara verið
helvíti ánægður með allt sem frá þeim hefur komið fyrir utan þetta helsta
eins og Windows_ME, bréfaklemmuna og Vista.
Og þú heldur að skilningur minn á MS sé eitthvað takmarkaður eða lítill þá
skjátlast þér illilega stubbur minn.
Og svo stenduru í mótsögn við sjálfann þig þegar þú segir að þetta snúist
um resource og fjármagn en komi því ekki við að MS sé að fade´a XP út...
því ef þeir væru ekki að fade´a XP út myndu þeir að sjálfsögðu eyða
resource og fjármagni í að porta DX10 yfir á XP því það yrði sustained user
base sem myndi nota XP áfram.
En þetta snýst allt um peninga og framþróun iðnaðarins í heild.
Eins og mætur maður sagði þá er það aðallega einn hlutur sem hefur sett
microsoft á toppinn: Versions.
Það eru margir nýjir fítusar í Vista sem heilla mig og vini mína í corporate
umhverfi, en því miður þá hafa þeir verið svo hrillilega illa implementaðir
hingað til að VISTA er langt frá því að vera "góður kostur"
Hmm.. magnað. Corporate fítusarnir eru einmitt það helsta sem ég hef heyrt menn/sysadmina hrósa Vista fyrir. Það skarar svo langt framúr XP þegar kemur að administration og maintenance að það er eins og nótt og dagur. Það eina sem menn hafa á móti því á mínum vinnustað er að menn hafa áhyggjur af að þurfa að senda fólk á námskeið til að læra á nýja interfaceið því vinnustaðurinn er afar fjölmennur og það er vægast sagt stórt verk að færa fólk yfir.
Hvernig í ósköpunum færðu það út MS gætu mögulega grætt á því að porta DX10 yfir á XP? Fyrir utan vinnuna sem MS þyrftu að leggja í það þá myndu þeir selja færri Vista útgáfur til gamera og skjákortaframleiðendur þyrftu að leggja gífurlega mikla vinnu í að gera nýja DX10 drivera fyrir XP. Það væri augljóslega lose-lose situation fyrir alla. MS eyða peningum og resourceum, Nvidia og Ati eyða peningum og resourceum (en fengju KANNSKI eitthvað af þeim til baka í seldum kortum) og notendur yrðu gráhærði yfir nýju óstöðugu drivermodeli (sem það yrði garanterað í fyrstu) fyrir utan það að það þyrfti að gjörbreyta XP kernelinum, sem er hlutur sem MS gera aldrei nema vegna öryggisgalla. Þú verður að átta þig á því að gamerar eru bara örlítill hluti þeirra sem nota Windows. Lang-lang-langstærstur hluti viðskiptavina MS eru fyrirtæki og einstaklingar sem reka businessa og spila lítið leiki.
Ég hefði líka gaman af því að vita hvaða fítusar þér finnst svona illa implementaðir?
Ég veit að í fyrirtækinu þar sem ég vinn renna tæknimenn afar hýru auga til IIS7 og nýju reliability og performance monitorana í Vista svo ekki sé talað um network stackinn og loksins að fá video og audio drivera inn í user space (og gera vélina töluvert stabílli um leið).
Ha, hvar þykist þú sjá mig segja að Microsoft myndu græða á því að porta
DX10 yfir á XP?
Nota bene þá er ég hjartanlega sammála með það að Internet Information
Services 7 er mikið stökk fram á við v6. Sérstaklega hvað við kemur öryggi
og því hversu líkt Apache það er orðið í management.
Einnig er sú ákvörðun að hafa Drivera í User Space góð og hefði átt að
að vera implementuð þegar í W2000. Og það var líka kominn tími á nýtt
network stack þar sem gamla módelið var löngu hætt að fullnægja þörfum
nútíma netumhverfa. Þannig að það er frábært mál.
Var ekki nógu skýr greinilega í síðasta rantinu mínu og afsaka það
ENN SEM KOMIÐ ER þykir mér Vista vera slæmur kostur. Alveg eins og
XP þótti slæmur kostur þegar það var brand new.
Það sem mér þykir illa "implementað" í Vista er til að mynda UAC sem
gefur öllum "Setup" forritum almennt FULLAN AÐGANG AÐ KERNEL
svo framarlega sem þú smellir á "continue" þegar UAC poppar upp.
Nánar hér - > Linkur
Einnig hef ég ekki verið mikill áhugamaður um að DRM éti upp 15 - 20%
af system performance.
Nánar hér ->Linkur!
...Og ég get haldið áfram
DX10 yfir á XP?
Nota bene þá er ég hjartanlega sammála með það að Internet Information
Services 7 er mikið stökk fram á við v6. Sérstaklega hvað við kemur öryggi
og því hversu líkt Apache það er orðið í management.
Einnig er sú ákvörðun að hafa Drivera í User Space góð og hefði átt að
að vera implementuð þegar í W2000. Og það var líka kominn tími á nýtt
network stack þar sem gamla módelið var löngu hætt að fullnægja þörfum
nútíma netumhverfa. Þannig að það er frábært mál.
Var ekki nógu skýr greinilega í síðasta rantinu mínu og afsaka það
ENN SEM KOMIÐ ER þykir mér Vista vera slæmur kostur. Alveg eins og
XP þótti slæmur kostur þegar það var brand new.
Það sem mér þykir illa "implementað" í Vista er til að mynda UAC sem
gefur öllum "Setup" forritum almennt FULLAN AÐGANG AÐ KERNEL
svo framarlega sem þú smellir á "continue" þegar UAC poppar upp.
Nánar hér - > Linkur
Einnig hef ég ekki verið mikill áhugamaður um að DRM éti upp 15 - 20%
af system performance.
Nánar hér ->Linkur!
...Og ég get haldið áfram
TechHead skrifaði:Ha, hvar þykist þú sjá mig segja að Microsoft myndu græða á því að porta
DX10 yfir á XP?
Vúbbsí. Misskilningur hjá mér. Las þetta greinilega vitlaust hjá þér My bad.
TechHead skrifaði:Nota bene þá er ég hjartanlega sammála með það að Internet Information
Services 7 er mikið stökk fram á við v6. Sérstaklega hvað við kemur öryggi
og því hversu líkt Apache það er orðið í management.
Einnig er sú ákvörðun að hafa Drivera í User Space góð og hefði átt að
að vera implementuð þegar í W2000. Og það var líka kominn tími á nýtt
network stack þar sem gamla módelið var löngu hætt að fullnægja þörfum
nútíma netumhverfa. Þannig að það er frábært mál.
Var ekki nógu skýr greinilega í síðasta rantinu mínu og afsaka það
ENN SEM KOMIÐ ER þykir mér Vista vera slæmur kostur. Alveg eins og
XP þótti slæmur kostur þegar það var brand new.
Það sem mér þykir illa "implementað" í Vista er til að mynda UAC sem
gefur öllum "Setup" forritum almennt FULLAN AÐGANG AÐ KERNEL
svo framarlega sem þú smellir á "continue" þegar UAC poppar upp.
Nánar hér - > Linkur
Einnig hef ég ekki verið mikill áhugamaður um að DRM éti upp 15 - 20%
af system performance.
Nánar hér ->Linkur!
...Og ég get haldið áfram
UAC er ég sammála að megi útfæra mun betur. Það gefur þó setup forritum ekki fullan aðgang að kernel heldur biður það um administrator access. Það er þó ekki nóg, því ef "installerinn" er ekki digitally signed þá kemur ekki bara UAC gluggi upp heldur er hann gulur sem er klárlega aðvörun. Ef installerinn ætlar svo að loada kernel driver þá poppar upp þessi týpíski driver install gluggi, sem er eldrauður með defaultið á cancel ef hann er ekki signed. Ef notandi ýtir á ok gegnum alla rauðu gluggana sem poppa upp þá einfaldlega getur hann sjálfum sér um kennt að mínu mati.
Dæmi -> http://windowsvistablog.com/blogs/windowsvista/archive/2007/01/25/accessible-uac-prompts.aspx
Annað dæmi -> http://www.hauppauge.co.uk/images/WinTV_Guide_Step3e.jpg
DRM greinin er margbúið að fara yfir sem einn mesti úlfaldi úr mýflugu sem hefur verið skrifað. Maðurinn skrifaði þessa grein úr löngu úreltum speccum og án þess að hafa yfir höfuð prófað Vista og hvað þá sannreynt það sem hann heldur fram. Segir það ekki soldið um "motiveringu" höfundarins?
Ég geri mér þó grein fyrir að þú varst líklega að ýkja þegar þú minntist á 15 - 20% CPU usage af DRMi (WMP lullar nú bara í 0 - 1% af CPU þegar ég spila MP3 og c.a 10% þegar ég spila 1080p WMV skrá, c.a 20 - 30% þegar ég spilaði HD-DVD disk gegnum PowerDVD). Þetta "DRM" fer ekki einu sinni í gang nema þó reynir að spila Protected Content (DRM'd Windows media og AACS protectaðar Blu-Ray/HD-DVD myndir). Vista kveikir aldrei á þessu nema contentið biðji sérstaklega um það sem ég get lofað þér að mp3, og divx/xvid myndir gera ekki
Eg hef heyrt menn kvarta yfir að digital outputin séu disabled við ákveðnar kringumstæður (protected wma skrár t.d.) og hafa blammerað Vista en gleyma því að þetta hefur verið svoleiðis síðan í Windows ME og XP eða alveg frá því að Secure Audio Path dótið kom.
Aftur, Vista disablear ekki nein outputs og DRMar ekki neitt nema contentið biðji sérstaklega um það.
Hins vegar er ég afar mótfallinn DRMi sjálfur. Ég vildi helst ekki sjá það í Vista en því miður sáu Microsoft ekki annað í stöðunni en að setja það inn þar sem PC vélar eru orðnar media-hub heimilisins hjá ansi mörgum. Að bjóða ekki upp á Blu-Ray/HD-DVD spilun hefði verið allsvakalegt skot í fótinn. Ég get t.d. nánast lofað þér að Apple eiga eftir að gera það sama ef þeir ætla að supporta Blu-Ray/HD-DVD spilun í Leopard. Best væri nú samt að losna við allt þetta DRM kjaftæði, það hefur löngu sannað sig að DRM stöðvar ekki piracy á tónlist/kvikmyndum og ekki hefur sala á tónlist eða kvikmyndum minnkað. Þetta er einfaldlega þrjóska tónlista og kvikmyndaútgefenda að koma ekki auga á nýja markaði (netið) og nýta sér þá til fulls.
-
- Vaktari
- Póstar: 2543
- Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
- Reputation: 44
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Get a room you 2.
Til að gera langa sögu stutta. Hvar var ánægður með Win 98 þegar það kom fyrst ?
Hvar var sáttur við XP þegar það kom fyrst og saknaði gríðarlega XP1 ?
XP var drasl eins og allt annað til að byrja með. XP varð í raun ekki alveg solid kerfi fyrr en þeir gáfu út SP2. SYS admin eða amma þá finnst mér flestir vera á sama máli með öll Win kerfi. Eru alltof bögguð til að byrja með og skila lélegu driver supporti en það lagast alltaf með tímanum,
Og að gefa út DX10 á XP er bara Helvítis Þvæla. Vista er nýtt stýrikerfi sem tekur við XP eftir um 6 ár og er ekkert athugavert við það. Alveg 100% Óþarfi að vera að eyða peningum og tíma í að spá í því fyrir MS, auðvitað eiga þeir að einbeita sér að því að gera Vista betra enda er það framtíðin.
Persónulega mun ég nota XP áfram fyrir DX9 leiki og nota bara Vistað hjá mér fyrir DX10 leiki og MediaStreaming inn í Xbox360.
Vista er alveg snilld þykir mér en auðvitað verður það mikði betra eftir SP1 þegar hann kemur síðar á þessu ári.
Til að gera langa sögu stutta. Hvar var ánægður með Win 98 þegar það kom fyrst ?
Hvar var sáttur við XP þegar það kom fyrst og saknaði gríðarlega XP1 ?
XP var drasl eins og allt annað til að byrja með. XP varð í raun ekki alveg solid kerfi fyrr en þeir gáfu út SP2. SYS admin eða amma þá finnst mér flestir vera á sama máli með öll Win kerfi. Eru alltof bögguð til að byrja með og skila lélegu driver supporti en það lagast alltaf með tímanum,
Og að gefa út DX10 á XP er bara Helvítis Þvæla. Vista er nýtt stýrikerfi sem tekur við XP eftir um 6 ár og er ekkert athugavert við það. Alveg 100% Óþarfi að vera að eyða peningum og tíma í að spá í því fyrir MS, auðvitað eiga þeir að einbeita sér að því að gera Vista betra enda er það framtíðin.
Persónulega mun ég nota XP áfram fyrir DX9 leiki og nota bara Vistað hjá mér fyrir DX10 leiki og MediaStreaming inn í Xbox360.
Vista er alveg snilld þykir mér en auðvitað verður það mikði betra eftir SP1 þegar hann kemur síðar á þessu ári.
Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s
-
- Besserwisser
- Póstar: 3080
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 48
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Ég mæli með að fólk prufi að keyra Vista og svo XP án Service pakka, það er besti samanburðurinn á muninum á þessum tveimur (altsvo hvernig bæði stýrikerfin eru í fæðingu)
XP án SP1 er eitt mesta drasl sem að ég hef komist í tæri við, meira að segja eftir SP1 er það helböggað.
Það var ekki fyrr en í ágúst 2004 sem að XP varð fínt stýrikerfi eftir að hafa verið á markaðnum í 3 ár!
XP án SP1 er eitt mesta drasl sem að ég hef komist í tæri við, meira að segja eftir SP1 er það helböggað.
Það var ekki fyrr en í ágúst 2004 sem að XP varð fínt stýrikerfi eftir að hafa verið á markaðnum í 3 ár!
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
-
- Vaktari
- Póstar: 2543
- Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
- Reputation: 44
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Ég er ekkert FanBoy á það frekar en Kitchen Aid blandara. Það bara er ekkert annað í boði sem hentar mér
Ef það væri til OS sem væri GameOnly og gerði það að verkum að leikir þurfa ekki eins öflugar vélar væri ég klarlega að nota það.
Annars finnst mér Windows bara hið besta kerfi, hentar mér vel í þær þarfir sem ég hef.
Ef það væri til OS sem væri GameOnly og gerði það að verkum að leikir þurfa ekki eins öflugar vélar væri ég klarlega að nota það.
Annars finnst mér Windows bara hið besta kerfi, hentar mér vel í þær þarfir sem ég hef.
Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s