Gúrú skrifaði:Skil ekki neitt af þessu en þetta lítur út fyrir að þú hafir rétt fyrir þér með þetta allt nema að drauma skjárinn minn er ekki heldur með 6-8ms..
Hann var að vísa til þess hvernig framleiðandinn mælir viðbragðstímann. T.d. er 22" samsung skjárinn sem er svo vinsæll hér á spjallinu með 2ms viðbragðstíma, mælt í gray-to-gray viðbragði. 244T og Dell skjárinn þarna eru með ca. 6ms ef þú mælir það í gray-to-gray, en 16ms ef þú mælir það í white-to-black, eða hversu hratt skjárinn getur skipt frá hvítum lit yfir í svartan.
En ég skil, þú vilt hraðann skjá, allt í lagi með það. En eins og LCD tæknin er í dag þá fylgja því verulegir ókostir að kaupa skjá sem er hraðari en 6ms í gray-to-gray því þeir LCD panelar eru þeir lélegustu á markaðaninum (fyrir utan viðbragðstímann).