Mundir þú treysta þessum disk?


Höfundur
btha
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fös 01. Júl 2005 14:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Mundir þú treysta þessum disk?

Pósturaf btha » Mán 02. Júl 2007 15:46

Lenti í því að vera með disk í flakkara, sem allt í einu gaf upp öndina.
Ég prufaði að setja diskinn í aðra hýsingu og hann virkaði ekki.
Spinnast ekki up at all.

Prufaði síðan annan disk í báðum hýsingunum án vandræða.

Ég prufaði diskinn síðan seinna í borðtölvu, og eftir 2 reboot spinnaðist diskurinn upp og sást í bios, en var hvergi finnanlegur í windows.
Ekki í device manager eða disk management, þótt hann hafi sést í bios.
Ég hugsaði mér að fyrst hann sæist í bios gæti ég eflaust náð gögnunum mínum af honum.

Nokkrum dögum seinna kláraði ég að byggja tölvuna mína (hitt var á tölvu foreldra minna) og tengdi hann í, og í þetta sinn virkaði hann án vandræða.
Ég sá diskinn í disk management og náði öllum gögnunum mínum.

Fyrsta sem ég gerði eftir það var að sjálfsögðu að fara með hann til baka í task, þar sem ég keypti hann. Skrifaði góða bilanalýsingu (næstum akkúrat sem er hérna í póstnum) og prentaði út og fór með diskinn.

4 dögum seinna segja þeir að það sé ekkert að disknum og að ég þurfi að borga skoðunargjald upp á 3þús krónur því ekkert var að disknum.

Þá langar mig að spyrja ykkur, hefði einhver ykkar brugðist öðruvísi við?
Og mundi einhver af ykkur treysta disk sem "hrökk í gang" með gögnum aftur?
Ég veit að ég mun ekki gera það.

Þetta var síðasti hluturinn sem ég kaupi hjá task, þeir hafa farið alveg í ruglið eftir að opin kerfi keyptu þá.



Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 8
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf arnarj » Mán 02. Júl 2007 16:30

ef diskurinn "hrekkur" í lag þá er eðlilegt að hann sé ekki dæmdur ónýtur. Sjálfur mundi ég aldrei fara með disk og biðja um nýjan með keyra forrit frá harðdisksframleiðandanum sem segir að hann sé bilaður og gæfi mér villukóða.

Ég mundi prófa að keyra slíkt utility á disknum, ef hann nær prófinu þá mundi ég keyra gögn á hann stanslaust næstu daga til að láta hann vinna. Ef eitthvað grunsamlegt gerist keyrirðu tékk og ef hann feilar skilarðu honum með staðfestingu á að hann hafi feilað. Þá geta þeir ekki annað en tekið við honum.