Læsa netinu fyrir krökkum.


Höfundur
dos
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:05
Reputation: 0
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Læsa netinu fyrir krökkum.

Pósturaf dos » Fim 12. Apr 2007 18:55

Vitið þið um eitthvað forrit til þess að læsa netinu fyrir krökkum, þannig að þau geti bara verið ákveðið lengi á dag á því.
Það verður að vera þannig að þau geti verið hvenær sem er á netinu en bara ákveðið mikið á sólahring



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Fim 12. Apr 2007 19:21



"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Reputation: 0
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf so » Fös 13. Apr 2007 17:46

Er einmitt búinn að vera að svipast um eftir svona forriti. Er reyndar með Cypersitter á vélinni sem gríslingarnir fá að leika sér í til að blokka óæskilegt efni og þar er hægt að stilla netttíma en einungis með því að merkja við þá klukkutíma á sólarhring sem má tengjast þannig að það er ekki nógu sveijanlegt.

Man eftir viðtali fyrir nokkru við íslending í útvarpinu sem sagðist vera að skrifa svona barna netsíu þar sem hægt væri að stja inn x mín á sólarhring þann tíma sem hægt væri að vera á netinu en hef svo ekki séð eða heyrt sporð af því síðan. Látið endilega vita ef þið vitið meira um þetta. Þið ungu peyjarnir þurfið líka að hugsa um þetta, verðið komnir með börn áður en þið vitið :D


Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6486
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 13. Apr 2007 20:39

Eruð þið að spá í að mæla þetta í mínútum sem Internet Explorer td. er opinn? Ég á mjög erfit með að sjá fyrir mér hvernig þetta ætti að ganga.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
dos
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:05
Reputation: 0
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Pósturaf dos » Fös 13. Apr 2007 21:25

Bara mæla tíman sem tölvan er tengt netinu, ekki bara vafrinn.
Er að spá í þessu fyrir kunningja minn og ég held aðalvandamálið er WoW :)



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6486
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 13. Apr 2007 22:26

þetta eru semsagt ekki WL eða Ethernet tengdar vélar? Dialup?


"Give what you can, take what you need."


MrPicklez
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fös 13. Apr 2007 00:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MrPicklez » Fös 13. Apr 2007 22:40

Ég held nú að alveg sama hvaða forrit er notað til þess að "takmarka" tímann sem krakkinn er á netinu þá á hann eftir að finna út úr því hvernig á að komast fram hjá því. Sérstaklega ef þetta er fiktari og á bilinu 10-16 ára.

Má ég þá frekar leggja til að foreldrarnir reyni að fylgjast með og stýra netnotkuninni (og tölvunotkuninni) sjálfir ? Að setja reglur með því að ræða við börnin er mun áhrifaríkara en að reyna að láta eitthvað forrit um það myndi ég halda...

Annars sem svar við upphaflegu spurningunni þá er Cybersitter eina forritið sem ég kannast við sem takmarkar nettíma. En skv so hér fyrir ofan þá myndi það sennilega ekki alveg gera sig fyrir þig.


----o-o-o----


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 13. Apr 2007 22:48

Það er til íslenskt forrit fyrir foreldra, veit ekki alveg hvort það getur gert þetta sem þú ert að leita eftir.

Annars finnst mér þetta ekki góð hugmynd, held að afleiðingin verði slæm tölvukunnátta hjá barninu þínu.



Skjámynd

Mazi!
ÜberAdmin
Póstar: 1326
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Reputation: 1
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mazi! » Fös 13. Apr 2007 23:35

það er oft hægt að stilla þetta bara í ráternum sjálfum þannig að hann köttar á netið á vissum tímum.


Mazi -

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Fös 13. Apr 2007 23:36

gumol skrifaði:Það er til íslenskt forrit fyrir foreldra, veit ekki alveg hvort það getur gert þetta sem þú ert að leita eftir.

Annars finnst mér þetta ekki góð hugmynd, held að afleiðingin verði slæm tölvukunnátta hjá barninu þínu.


Af því að barn sem spilar WoW 24/7 verður alger tölvugúru :wink:


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Lau 14. Apr 2007 00:24

Það þarf einhver að borga fyrir aðganginn að WoW. Og er WoW ekki þannig leikur að þú þarft að vera svakalega mikið í honum til að geta eitthvað?




Hyper_Pinjata
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 397
Skráði sig: Þri 13. Mar 2007 20:47
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

og já

Pósturaf Hyper_Pinjata » Lau 14. Apr 2007 02:32

frá því sem mér skilst þá "Missir" maður niður eitt lvl ef maður er frá leiknum í 10 daga,svo rakkast þau niður lvl by lvl hverja 10 daga eftir það eða ætli það fari svo niður í day by day þá?....anyway mér er sama,spila ekki wow


Mæ Rig: móðurborð: Asus M2A-VM,Örri: AMD Athlon X2 5200+ @ 2.7ghz,Minni: 2GB Corsair XMS2 DDR800,Skjákort: Nvidia 9600GT (skjákort framleitt af msi), HDD: 1x WD S-ATA 250GB,1x WD IDE 80gb,1x WD IDE 160GB & 430w Aflgjafi.


Phanto
has spoken...
Póstar: 167
Skráði sig: Lau 07. Feb 2004 00:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: og já

Pósturaf Phanto » Lau 14. Apr 2007 04:53

Hyper_Pinjata skrifaði:frá því sem mér skilst þá "Missir" maður niður eitt lvl ef maður er frá leiknum í 10 daga,svo rakkast þau niður lvl by lvl hverja 10 daga eftir það eða ætli það fari svo niður í day by day þá?....anyway mér er sama,spila ekki wow


Einhver verið að ljúga að þér.




Höfundur
dos
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:05
Reputation: 0
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Pósturaf dos » Lau 14. Apr 2007 05:07

gnarr skrifaði:þetta eru semsagt ekki WL eða Ethernet tengdar vélar? Dialup?


Þær eru tengdar wireless í gegnum Speedtouch router held ég. (frá símanum)

MrPicklez skrifaði:Ég held nú að alveg sama hvaða forrit er notað til þess að "takmarka" tímann sem krakkinn er á netinu þá á hann eftir að finna út úr því hvernig á að komast fram hjá því. Sérstaklega ef þetta er fiktari og á bilinu 10-16 ára.

Má ég þá frekar leggja til að foreldrarnir reyni að fylgjast með og stýra netnotkuninni (og tölvunotkuninni) sjálfir ? Að setja reglur með því að ræða við börnin er mun áhrifaríkara en að reyna að láta eitthvað forrit um það myndi ég halda...

Annars sem svar við upphaflegu spurningunni þá er Cybersitter eina forritið sem ég kannast við sem takmarkar nettíma. En skv so hér fyrir ofan þá myndi það sennilega ekki alveg gera sig fyrir þig.


Það getur vel verið að krakkinn geti komist fram hjá því.
Ég ætla nú ekki að skipta mér af uppeldinu hjá honum, Hann bað mig bara um að athuga hvort eitthvað í þessum dúr væri til.




so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Reputation: 0
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf so » Lau 14. Apr 2007 11:59

Ég held að þið séuð svolítið að misskilja þetta margir.
Það er í fyrsta lagi nauðsynlegt að vera með netsíu á vél sem börn 5-13 ára hafa aðgang að óháð tímastillinum.
Það er ekki hægt að sitja fyrir aftan þau allan tíman sem þau eru í tölvunni.
Þið vitið flestir hversu auðvelt er að lenda viljandi eða óviljandi inn á óæskilegt efni, til dæmis hard core klám, jafnvel bara með vitlausri stafsetningu á veffangi og það er efni sem er ekki það rétta fyrir börn.
Það er nægur tími fyrir það á unglings- og fullorðinsárum.

Það að takmarka nettíman stuðli að vankunnáttu barns á tölvu er út úr kú. Það er ýmislegt hægt að læra og leika sér á tölvur án þess að vera tengdur við leikjasíður allann sólarhringinn.
Það er einmitt hollt fyrir börn frá upphafi að þau geri sér grein fyrir því að tíminn er dýrmætur og að ef þau fái aðeins úthlutað ákveðin tíma á sólarhring á netinu þá hugsi þau um það og nýti hann vel.
Ef barnið þyrfti meiri tíma á netinu, til dæmis við lærdóm eða annað nýtilegt er ekkert mál að ræða það og breyta tímanum fram og til baka eins og foreldrum og barni semst um.

Held að það sé ekki auðvelt fyrir krakka að fara fram hjá forriti eins og Cipersitter. Það er password varið og ekki hægt að opna það nema með því. Ég prufaði til dæmis að setja upp fleiri vafra eftir að ég insallaði forritinu og það tók undir eins stjórn á þeim líka.
Hef reyndar ekki fiktað í tímanum á vélinni meðan forritið er í gangi en hef trú á því að það sé búið að gera ráð fyrir því.
Ef hins vegar barninu tekst að komast fram hjá því er það bara mjög gott og sýnir að barnið er að læra ýmislegt annað í tölvunni heldur en að hanga bara í heilalausum leikjum og þá yrði bara tekið á því með öðrum leiðum.
Ég sem foreldri fylgist ágætlega með netnotkuninni hjá mínum strákum og hvað þeir eru að gera þó að ég noti þetta forrit líka sem forvörn.

Auðvitað ræðir maður netnotkunina og hvað má og hvað ekki á netinu, til dæmis í samskiptum við aðra og það er í raun allt annar handleggur.
Hér er bara verið að tala um hjálpartæki við að stýra notkuninni og það er að mínu mati ekkert að því að takmarka tíma 5-13 ára á netinu í ca. 60-80 mínútur á dag.
Ég er sem sagt aðallega að tala um börn en ekki 14 ára og upp úr, þar held ég að netstjórnun þurfi kannski að vera öðruvísi.
Það er nægur tími seinna til að festast í netheimum.

Hef nú ekki mikið vit á forritun en ég trúi ekki öðru en að það sé vel framkvæmanlegt að skrifa forrit sem leyfir bara nettengingu vélarinnar, óháð vafra í ákveðið margar mínútur á dag.


Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3077
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 45
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf beatmaster » Sun 15. Apr 2007 00:13



Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Reputation: 0
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf so » Sun 15. Apr 2007 11:15

Takk fyrir beatmaster.

Eftir að hafa skoðað þetta lauslega en án þess að hafa downloadað sýnist mér að þetta sé einmitt það sem við vorum að tala um. Þarna er hægt að skilgreina hvernær sólarhrings má vera á netinu og hámarksnettíma í klukkustundum.

Ég er reyndar ekki með nettímavandamál hjá mínum börnum eins og er, aðalmálið er að filtera út óæskilegt efni en ég held að þó að ekki sé í óefni komið sé mjög skynsamlegt að setja tímaramma.
Ég ætla allavega að skoða þetta forrit vel og bíst við að kaupa það.

Þetta er reyndar líka eitthvað sem bæði unglingar og fullorðnir ættu að gera fyrir sig sjálfa líka því af fréttum að dæma eru giska margir sem missa sig í netnotkun og eins og önnur ofneysla endar það vanalega illa.


Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Mán 16. Apr 2007 22:20



"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


tommiáddna
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Fös 08. Jún 2007 16:52
Reputation: 0
Staðsetning: Akranesi, og stolltur af því!
Staða: Ótengdur

Pósturaf tommiáddna » Mið 27. Jún 2007 18:56

NetNanny, er það ekki forritið sem þið eruð að leita að ?