Ég fékk allt í einu eitthvað svona thing fyrir bílagræjum og þó þetta sé kannski fjarlægur draumur þá langar mig að vita, hvað eru bestu erlendu verslanirnar fyrir svona hluti?
Borgar það sig nokkuð að vera að flytja inn Poweramp, hátalara og spilara til landsins?
Bílagræjur
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
ég hef keypt nokkrum sinnum í gegnum http://www.sounddomain.com
og látið senda heim með shopusa.
eru fínir í verði og service, þú getur líka fundið aðrar netverslanir og send þeim verðin og þeir lækka sig. einhver 105% policy hjá þeim.
og látið senda heim með shopusa.
eru fínir í verði og service, þú getur líka fundið aðrar netverslanir og send þeim verðin og þeir lækka sig. einhver 105% policy hjá þeim.
Electronic and Computer Engineer
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
gumol skrifaði:Góð spurning.
Hvað er Poweramp? (ég er alveg grænn í bílagræjumálum)
Hvað á maður að fá sér ef maður vill eitthvað sem skilar góðu hljóði, en þarf ekki endilega að ráða við svaka mikinn hávaða? (hiijack alert)
Þá muntu væntanlega vilja fá þér góðan preamp/spilara með hellings tengimöguleikum sem nýtast vel á tíma tónhlöðunar.
Og síðan viltu væntanlega fá þér góðan hátalaramagnara "power-amp" sem magnar hljóðið úr preampinu svo þú fáir ekki leiðinda destortion og almennt "leiðinlegt" hljóð og get ég með sanni sagt að magnarinn er það sem SKIPTIR máli.
Og síðan er það rúsínan í pylsuendanum og það eru hátalararnir og mæli ég þar sterklega með JBL sem er á mjög ásættanlegu verði meira að segja hérna á klakanum og fá toppdóma og eru ekkert að gefa þessu rándýra dóti eftir.
Getur náttúrulega farið í svaka pakka með öllu tilheyrandi eins og tweeters, bakhátalar, hurðahátalar, keila en þá ertu farinn að eyða virði mjög góðrar tölvu í þetta.
Ég reyndar tel það ekki nauðsyn fyrir mann sem vill gott hljóðkerfi og er ekki að fara að stunda hljóðmengun á götum borgarinnar að fá sér eitthverja svaka monoblock magnara, EQ og svaka keilu.
Ég svosem get ekki sagt að ég sé neinn sérfræðingur í þessu en ég er búinn að vera að lesa um þetta og hef smá first-hand reynslu frá nokkrum af félögum mínum sem eru í þessum græjukeppnum.