Frimann91 skrifaði:Er ekki heimsábyrgð á kortinu ?
Ef það er heimsábyrgð á kortinu og það bilar þá þarftu að senda það út til viðgerðar og bíða þarmeð í 6-8 vikur.
geiri01 skrifaði:Það er reyndar eitthvað til í því sem Ómar er að segja. En þegar bugdet-ið er í lágmarki munar alltaf um 7kall.
Ég vona bara að kortið standist allt sem koma skal og dugi mér til ókomandi tíma..
Og kortið var ekki komið í dag en ég krosslegg fingur fyrir morgundaginn.
geiri01 skrifaði:Jæja kortið komið í hús og ekki góðar fréttir. Þegar ég reyndi að setja kortið í vélina komst ég að því að helvítis HeatSink-ið var fyrir mér og það ekkert smá.
Núna þarf ég að finna lausn á þessu vandamáli .
Það er spurning hvort ég ætti ekki að búa til nýjan þráð í Vélbúnaði fyrir þetta ??
Hér að neðan eru linkar á tvær myndir af tölvunni minni og þar sést hvernig heatsink-ið trónir fyrir 8800 GTS kortinu mínu. Reyndar er bara eitt 6600GT kort til staðar en ég þurfti að setja það aftur í til að fá tölvuna aftur upp.
Mynd 1
Mynd 2
Ég hringdi í Task og þeir voru að tala um eitthvað unit sem væri hægt að setja á Chipsetið og tengja það við eitthvað HeatSink sem væri til hliðar.
Ég kem alveg af fjöllum þegar kemur að þessum hlutum og væri alveg til í smá hjálp frá ykkur.
Fyrir þá sem vilja vita hvort það hafi verið eitthvað vesen að fá kortið úr tollinum þá er svarið að það gekk eins og í sögu. Borgaði rúman 7kall.