Spore - Hver hefur ekki heyrt um SimCity eða The Sims, jæja, nú er stefnan allt önnur hjá aðalmanninum bakvið þá. Smá quote frá Will Right um leikinn
"I didn't want to make players feel like Luke Skywalker or Frodo Baggins. I wanted them to be like George Lucas or J.R.R. Tolkien."
Í leiknum tekur maður við stjórn á þróun lífs á lítilli plánetu, allt frá einfrumungum og endar með háþróuðum lífverum sem ná svo tökum á geimferðum. Einnig er mjög áhugavert hvernig spilarar hafa óbein áhrif á heimi annarra, leikurinn kallast "massively single player online game" en það þýðir að þó svo að þú sért ekki að spila með öðrum þá geta lífverur annarra komið í "heimsókn" til þín. Þessi leikur verður annað hvort óheyrilega súr EÐA sjúklega ávinabindandi og alger snilld.
Bioshock - okei, okei, ég veit, hann kemur líka á 360 EN hann er fyrstu persónu skotleikur og þá þarf maður mús og lyklaborð. Fyrir þá sem hafa spilað System Shock 2 og fíluðuð hann þá er þetta leikurinn fyrir ykkur, fyrir þá sem hafa ekki spilað System Shock 2, þá er þetta FPS með RPG elements. Söguþráðurinn og allt umhverfið í leiknum er frekar krípí, þú lendir í flugslysi og verður að synda að vita þar sem er eins konar lyfta sem tekur mann niður í fyrrverandi neðansjávar útópiska borg þar sem fyrrverandi íbúar eru orðnir háðir svo kölluðu "adam" og búnir að afskræmast.
Hellgate: London - Frá gaurunum bakvið Diablo 2 (ex-Blizzard lið), hægt að spila hann í þriðjupersónu og fyrstupersónu. Lítið hægt að segja um hann nema að hann lofar góðu.
The Broken Hourglass - Vonandi fleiri hér sem dýrkuðu Baldur's Gate leikina. En þessi leikur er hugarfóstur eins þekktasta moddara BG leikjanna. Lofar góðu.
S.T.A.L.K.E.R.: Shadow of Chernobyl - Hefur verið líkt við Far Cry, sem er gott, en vonandi engir "mutated human"/apar sem geta barið mann úr 10 metra fjarlægð.
They Hunger: Lost Souls - Sumir munu eflaust kannast við They Hunger en nokkur mod fyrir Half Life hétu sama nafni og voru lang bestu single player mod fyrir hann. Þetta er sem sé heilsteyptara og gefið út sem leikur.
UT 2007 - það þarf nú ekkert að segja hér
Portal - Fyrstu persónu "puzzle" leikur frá Valve. Verður sennilega forvitnilegur, en þetta element er einmitt það sem mér fannst mest spennandi við HL2.
Overlord - RPG leikur þar sem maður leikur vonda kallinn sem á að hertaka friðsælt land og spilla því.
Half Life: Ep 2 - Eflaust margir spenntir.
Alan Wake - Leikur frá gaurunum sem gerðu Max Payne.
Og tala nú ekki um alla þessa strategy leiki, en ég er nú ekki mikið hrifinn af þeim svo að ég leyfi þeim sem eru fyrir þá að skera um hvað sé spennandi og hvað sé súrt. Og svo fyrir þá sem eru mikið fyrir MMO þá er ekki verið að halda aftur úr framleiðslunni á þeim, þar á meðal á Star Trek: online að koma út og Stargate worlds.
Þetta er bara smá brot af því sem koma skal, þannig að ekki draga í efa að framtíða PC leikja sé björt.