Álverið í straumsvík. Með eða á móti stækkun álvers?

Allt utan efnis
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Lau 24. Mar 2007 19:41

urban- skrifaði:
4x0n skrifaði:
djjason skrifaði:Hefur þú ekkert kynnt þér þetta mál? Þú ert greinilega (mv. fyrra svar) búinn að mynda þér skoðun en síðara innlegg gefur manni hugmynd um að sú ákvörðun hafi ekki verið byggð á neinum sérstökum rökum.

En það er nú víst hæstmóðins í dag.....ákveða bara að vera á einhverri skoðun vegna þess að "þessi gaur" er á móti....ég ætla að vera eins.


Það er jú bara þannig að fólk eru upp til hópa óhemju heimskt og virðist fylgja nánast hverjum sem er í blindni ef málstaðurinn hljómar eins og hann sé sniðugur, sbr. allar þeir undirskriftarlistar til að banna dihydrogenmonoxide og svo að afnema "women's suffrage" (suffrage þýðist sem kosningarréttur).


bíddu
er það ekki vatn ?


Jújú.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Lau 24. Mar 2007 19:45

daremo skrifaði:Mengunin er undir hættumörkum. Hvað ertu ekki að skilja?

Er mengun undir hættumörkum? hver segir það? Alcan?
Trúir þú öllu sem þér er sagt?
Og ef menguninn "rétt sleppur" undir hættumörk er þetta þá í lagi?

Varðandi þetta með aldurinn...mér datt bara í hug miðað við óþroskuð svör þín að þú værir 12 ára að gera skoðanir pabba þíns að þínum.
Spurning um að setja 15 ára aldurstakmark á spjallið...



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Pósturaf daremo » Lau 24. Mar 2007 20:09

GuðjónR skrifaði:Varðandi þetta með aldurinn...mér datt bara í hug miðað við óþroskuð svör þín að þú værir 12 ára að gera skoðanir pabba þíns að þínum.
Spurning um að setja 15 ára aldurstakmark á spjallið...


Bíddu.. Óþroskuð svör? Frá mér?

Ég segist vera hlynntur stækkun álversins, og fæ mótsvar frá þér þar sem þú líkir álveri við sígarettur.
Þegar ég kalla þau rök fáránleg fæ ég svívirðingar frá þér um að ég sé óþroskaður 12 ára krakki og gefur í skyn að þú hefur vald til að banna mig af spjallborðinu.
Líttu í eigin barm vinur.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Lau 24. Mar 2007 20:19

daremo skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Varðandi þetta með aldurinn...mér datt bara í hug miðað við óþroskuð svör þín að þú værir 12 ára að gera skoðanir pabba þíns að þínum.
Spurning um að setja 15 ára aldurstakmark á spjallið...


Bíddu.. Óþroskuð svör? Frá mér?

Ég segist vera hlynntur stækkun álversins, og fæ mótsvar frá þér þar sem þú líkir álveri við sígarettur.
Þegar ég kalla þau rök fáránleg fæ ég svívirðingar frá þér um að ég sé óþroskaður 12 ára krakki og gefur í skyn að þú hefur vald til að banna mig af spjallborðinu.
Líttu í eigin barm vinur.

Í fyrsta lagi erum við ekki vinir.
Í öðru lagi þá líkti ég álverinu ekki við sigarettur, þarna sannar þú hversu barnalegur þú ert að skilja ekki samlíkinguna.
Í þriðja lagi þá er ekki svívirða að vera 12 ára, það er meiri svívirða að heimska sig eins og þú hefur gert.
Og í fjórða lagi þá gaf ég aldrei í skyn að það stæði til að banna þig.




hallihg
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Pósturaf hallihg » Lau 24. Mar 2007 20:25

daremo skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
daremo skrifaði:Sígarettur eru hættulegar fyrir þá sem kjósa að neyta þeirra. Við erum að tala um svæði þar sem tugir þúsunda manna búa.
Ég kaupi ekki þín rök enda eru þau fáránleg.

Eru óbeinar reykingar ekki hættulegar? hvað ertu gamall? 12 ára?


Hvernig kemur aldur þessu við?
Óbeinn reykur eða ekki, þá skaða sígarettur þá sem kjósa að reykja, eða kjósa að vera í kringum reyk.

Ef álverið myndi vilja blása hættulegum sígarettureyk á alla íbúa Hafnarfjarðar á hverjum degi allt árið, heldurðu að það yrði leyft?
Mengunin er undir hættumörkum. Hvað ertu ekki að skilja?


Þeir vita ekki einu sinni nákvæmlega hvers konar mengun álverið mun geta haft í för með sér. Það þarf heldur ekki mikið til að krabbameinsvaldandi efni sleppi útí umhverfið, og þá eru heilu hverfin handan götunnar.

Ofan á það þá mengar álverið nóg nú þegar, Ísland á eftir að sprengja kyoto-bókunarkvótann sinn uppúr öllu valdi með þessu áframhaldi, og það er ekki eins og við þurfum atvinnuna. Það er hlægilega lágt atvinnuleysi á suðvesturhorninu, þetta mun leiða til þess að við munum þurfa að flytja inn enn meira vinnuafl (sem er ekki neikvætt, efnahagurinn hefur bara ekki gott af því að verða enn háðari erlendu vinnuafli), og þessi aukagróði sem mun myndast eftir stækkunina fer bara ásamt núverandi gróða í vasa fárra gráðugra álmilljarðamæringa útí heimi, sem halda áfram að taka ríkið (OKKUR) ósmurt í rassgatið hvað raforkuverð varðar.

Eins og skrif mín gefa mögulega til kynna þá er ég á móti þessari stækkun, ég myndi kjósa á móti en ég bý ekki í hfj. Og þessar hótanir Alcan um að fólk muni missa störf sín er lágkúruleg tilraun til að hafa áhrif á þessar lýðræðislegu kosningar, og gjafir þeirra á hvern einasta hafnfirðing eru það einnig.


count von count

Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Pósturaf daremo » Lau 24. Mar 2007 20:54

Í öðru lagi þá líkti ég álverinu ekki við sigarettur, þarna sannar þú hversu barnalegur þú ert að skilja ekki samlíkinguna.

Veistu hvað samlíking þýðir? Veistu hvað það þýðir að vera í mötsögn við sjálfan sig?
Skil ég ekki samlíkinguna segirðu? Hvaða samlíkingu?
Mengun frá álveri? Sígarettureykur? Varstu að líkja þeim saman? :roll:


Í þriðja lagi þá er ekki svívirða að vera 12 ára, það er meiri svívirða að heimska sig eins og þú hefur gert.

Það er kannski ekki svívirðing að kalla einhvern 12 ára, en þegar sá tónn sem þú notar bætist við sem og orðið "óþroskaður" er þetta orðið að svívirðingu. Að auki er þessi síðasti gullmoli frá þér svo sannarlega svívirðing.


Og í fjórða lagi þá gaf ég aldrei í skyn að það stæði til að banna þig.

Þú gafst það ekki í skyn að það stæði til, enda sagði ég það ekki. Þú gafst í skyn að þú hefðir vald til þess.


Í fyrsta lagi erum við ekki vinir.
Nei við erum sko ekki vinir, enda var "vinur" notað í niðrandi skilningi hjá mér.



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Lau 24. Mar 2007 20:55

Úff hvað þetta er orðin þreyttur þráður :roll:


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Lau 24. Mar 2007 21:01

pabbi minn er sterkari en pabbi þinn (best að sökkva sér á plan sumra)



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Pósturaf CendenZ » Lau 24. Mar 2007 21:53

djjason skrifaði:
CendenZ skrifaði:Ég er með stækkuninni ef hver einasta starfsmaður verði Íslendingur.....


Sorglegt viðhorf í nútíma þjóðfélagi.


Afhverju ?

Því ég er á móti starfsmannaleigum ?

Því að mínu mati er til nægt úrval af Íslenskum iðnaðarmönnum sem geta unnið þessi störf?


Gerðu þér nú grein fyrir því hversu auðvelt er fyrir mannauðstengt fyrirtæki að svindla á illa upplýstum samfélagsþegnum í öðrum löndum með allskonar gyllitilboðum og vitleysu.

Annars finnst mér _ekkert_ að því að útlendingar séu að vinna á íslandi, hinsvegar finnst mér mannauðurinn eigi að vera íslenskur ríkisborgari, fá sanngjörn samkeppnishæf laun og leggja að minnsta kosta sanngjarnt fé í íslensk samfélag.

Bara svo þið vitið það, og ég ætla að ítreka það, þá fær Alcan/Alcoa afslátt af rafmagni, og er með starfsmannaleigu í viðgerðum og sumum almennum störfum.
- Einungis til að standa aðeins betur í rekstrinum, tilhvers ? Álverin eru að græða marga milljarða, afhverju eiga þau að fá afslátt af rafmagni og fá íslenskan ríkisborgara til að borga afsláttin, og eru síðan með útlendinga í vinnu sem borga tekjuskatt í öðru landi ?


Djjason: elaborate aðeins þetta skítkast frá þér, ég væri til í að heyra hvað þér finnst ?




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Sun 25. Mar 2007 00:00

GuðjónR skrifaði:
daremo skrifaði:Mengunin er undir hættumörkum. Hvað ertu ekki að skilja?

Er mengun undir hættumörkum? hver segir það? Alcan?
Trúir þú öllu sem þér er sagt?
Og ef menguninn "rétt sleppur" undir hættumörk er þetta þá í lagi?

Varðandi þetta með aldurinn...mér datt bara í hug miðað við óþroskuð svör þín að þú værir 12 ára að gera skoðanir pabba þíns að þínum.
Spurning um að setja 15 ára aldurstakmark á spjallið...

Unarlegt viðhorf.

Það að gera ráð fyrir að mengun sé yfir hættumörkum án þess að hafa neitt sem bendir til þess að svo sé er skrítið. Sérstaklega þegar búið er að gera mat á þeim áhrifum sem álverið hefur, mat sem umhverfisstofnun hefur farið yfir.

Svona gerir ekkert nema grafa undan þínum málstað.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Sun 25. Mar 2007 00:28

Minn málsstaður skiptir nákvæmlega engu. Álverið verður stækkað eða ekki hvað sem mér finnst.
Mér finnst svo mikið meira en mengun mæla á móti þessu, þarna er komin byggð nánast allt um kring.
Það eru risa raflínumöstur sem bera í dag álíka mikinn straum og restin af höfuðborginni notar.

Hver veit hvaða áhrif það hefur fyrir íbúnana að búa nánast undir vírunum.
Ísland auglýsir sig sem hreint land, samt er þetta nánast það fyrsta sem útlendingar sjá þegar þeir koma til landsins, (það allra fyrsta er herstöð).
Mér finnst staðsetningin ekki góð. Ef það á að gera risaálver þá hlýtur að vera hægt að finna því betri stað.

Sjálfur hef ég verið að leita mér að einbýlishúsa lóð á viðráðanlegu verði núna í nokkurn tíma.
Eini staðurinn þar sem hægt er að fá lóð fyrir lítið eða kaupa fokhelt hús langt undir markaðsverði Höfuðborgarsvæðisins er á Völlunum í Hafnarfirði...
I wonder why!




Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Sun 25. Mar 2007 00:50

Ef eitthvað „rétt sleppur“ (það sagði það samt enginn að þetta rétt slyppi) þá sleppur það. Hættumark hlýtur að vera einhver punktur sem er mælikvarði á hættu, ef þú ferð yfir hann er það hættulegt en ef þú ert enn undir honum er það? Skaðlaust? Hélt það.

Það er ótrúlegt hvað útsýni hefur mikil áhrif á fasteignaverð.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Sun 25. Mar 2007 01:07

GuðjónR skrifaði:Sjálfur hef ég verið að leita mér að einbýlishúsa lóð á viðráðanlegu verði núna í nokkurn tíma.
Eini staðurinn þar sem hægt er að fá lóð fyrir lítið eða kaupa fokhelt hús langt undir markaðsverði Höfuðborgarsvæðisins er á Völlunum í Hafnarfirði...
I wonder why!


Ég efast um að stækkun álversins skipti miklu máli í því sambandi.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Sun 25. Mar 2007 01:09

Það er ekkert hættulegt að búa við miklubrautina þó að svifryksmengun sé töluverð og hávaðamengun enn meiri.
Ég myndi samt aldrei vilja búa þar.
Hlutir þurfa ekki endilega að vera lífshættulegir til að vera ógeðfelldir.
Góða nótt...